Færsluflokkur: Ljóð

Af fölsuðum undirskriftum

 

Á meðmælalistum illt var í efni,---

augljóst að fölsun sín snarlega hefni.

Kjörstjórnir horfðu á kynstur nafna

krotuð í svikum, en þeim ber að hafna.

Einhver þá synd átti yfirdrifna.

Mun Íslensk þjóðfylking eftir það lifna?

svipt sínum rétti saklausa´ að nefna

til sæmdarstarfa´ og sín loforð að efna.

 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Grunur um falsaðar undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nær 70% Breta fylgjandi Brexit - en Evrópu­sambandið reynir að leggja stein í götu Breta

Sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar, víðtækr­ar skoðana­könn­un­ar YouGov telja 69% brezk stjórn­völd gera rétt með því að ganga úr Evrópu­sam­band­inu, aðeins 21% er and­vígt því og telur að koma þurfi í veg fyr­ir þau áform.

Þetta eru skýrar áherzlur og ættu að sýna þjóðarstuðning við stefnu Theresu May sem verður þó að glíma við harla ágenga og ófyrirleitna mótleiki Evrópu­veldisins (sjá hér neðar: Evrópusambandið reynir eftir megni að leggja stein í götu Breta).

Í fréttinni kemur fram, að

af þeim sem telja rétt að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu hafi 44% kosið með þeim hætti í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni sem fram fór í Bretlandi síðasta sum­ar þar sem 52% kusu með því að yf­ir­gefa sam­bandið. Fjórðung­ur þeirra kusu gegn því að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu en telja engu að síður stjórn­völd gera rétt í ljósi niður­stöðunn­ar. (Mbl.is)

Þetta er líka mjög áhugavert um afstöðu Breta nú:

Tak­markaður er áhugi á því að halda annað þjóðar­at­kvæði um niður­stöður viðræðna Evr­ópu­sam­bands­ins og Bret­lands um úr­sögn lands­ins sam­kvæmt könn­un­inni. 45% telja að breska rík­is­stjórn­in eigi að klára málið án frek­ari aðkomu þings og þjóðar, 27% vilja annað þjóðar­at­kvæði og 15% vilja að þingið greiði at­kvæði um vænt­an­leg­an samn­ing.

For­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Th­eresa May, hef­ur sagt að hún sé reiðubú­in að ganga frá samn­inga­borðinu ef ekki verði í boði nægj­an­lega góður samn­ing­ur. Eng­inn samn­ing­ur sé betri en slæm­ur samn­ing­ur. Meiri­hluti Breta er sam­mála þessu sam­kvæmt skoðana­könn­un­inni eða 55%. Tæp­ur fjórðung­ur tel­ur rétt að fall­ast á þann samn­ing sem verði í boði. (Mbl.is)

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands. AFP
 

Leið Breta á að verða tvíhliða viðskiptasamningar

Enn­frem­ur er góður stuðning­ur við það með hvaða hætti May hyggst ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu. Það er að sækj­ast eft­ir tví­hliða, víðtæk­um fríversl­un­ar­samn­ingi. Þannig telja 61% að leið for­sæt­is­ráðherr­ans virði niður­stöðu þjóðar­at­kvæðis­ins en 11% telja svo ekki vera. Tæp­ur helm­ing­ur, eða 49%, segj­ast ánægð með þá leið en fjórðung­ur óánægður.

Þá hafa fleiri trú á að May geti skilað góðri niður­stöðu fyr­ir Bret­land í viðræðunum við Evr­ópu­sam­bandið en þeir sem hafa það ekki eða 48% gegn 39%. (Mbl.is, nánar þar.)

Evrópusambandið reynir eftir megni að leggja stein í götu Breta

Viðbrögð ESB ættu að geta kennt Íslendingum einhverja lexíu - eða þeim sem ekkert höfðu lært af því, hvernig Brussel-valdaklíkan ætlaði að fara með okkur í makríldeilunni (að "úthluta" okkur 3,2% hlut í veiðunum á NA-Atlantshafi! - og um sama leyti setti ESB löndunarbann á Færeyinga!) og einnig í Icesave-málinu (að dæma á okkur, saklaus, fulla greiðslu­skyldu vegna þeirra reikninga í einka­banka!!!). Bretar hefðu líka mátt búast við svipuðum trakter­ingum af þessum fyrrum samlags­mönnum sínum.

Stórveldasambandið hefur þegar krafið Breta um greiðslu 50-60 milljarða evra vegna úrsagnarinnar, andvirði um 6.000-7.000 milljarða íslenzkra króna! (sbr. erlend skrif hér).

Þá berast fregnir af því, að Evr­ópu­sam­bandið krefst þess nú, að Bretlandi „verði nægj­an­lega ágengt“ í skilnaði sín­um við sam­bandið, áður en viðræður um viðskipta­samn­ing þeirra á milli geti haf­izt! - en þessi kraf­a kemur fram í viðræðuáætlun­um ESB sem birt­ar voru í morg­un (Mbl.is segir frá þessu í annarri frétt að morgni 31. marz: ESB verður ekki við ákalli May). Sbr. einnig hér: ESB vill bolast áfram með harðri valdbeitingu gegn Bretum vegna Brexit.

Hvort minnir þessir erfiðleikar Breta ekki á fleygan kviðling Jóns prófessors Helgasonar í Árnasafni í Kaupmannahöfn:

Sú þjóð sem veit sér ekkert æðra mark

en aurasníkjur, sukk og fleðulæti,

mun hljóta notuð herra sinna spark

og heykjast lágt í verðgangsmanna sæti.

Sú þjóð sem dottar dáðlaus, viljasljó,

og dillar þeim er ljúga, blekkja, svíkja,

skal fyrr en varir hremmd í harða kló.

Hægt er að festast, bágt mun úr að víkja!

 

Undirstrikun hér!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Telja rétt að ganga úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband