Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni treystist í sessi

Það er gleðiefni mörgum, að samgöngu­ráðherrann stefnir að nýrri flugstöð í Vatnsmýri á næsta ári. Yfirgnæf­andi meirihluti íbúa bæði dreifbýlis og þéttbýlis vill halda flug­vellinum í Reykjavík. Hvassa­hraun útilokast bæði vegna veður­skilyrða* og af því að þar eru vatns­verndar­svæði Suðurnesja­manna. Eins er Hólmsheiðin enginn raunhæfur kostur.

Íslenska þjóðfylkingin styður eindregið flugvöllinn í Vatns­mýrinni. ÍÞ vill að núverandi staðsetning innanlands­flugvallar verði til frambúðar, segir í stefnuskrá flokksins.

Reykjavíkurflugvöllur úr lofti

"Ekki náðist í Dag B. Eggerts­son, borg­ar­stjóra, vegna máls­ins." - Skyndilega varð þeim málglaða orða vant! En hörð andstaða vinstri flokkanna í borgar­stjórn gegn Reykjavíkur­flugvelli tengist m.a. lóðastefnu þeirra og "þéttingu byggðar" og "Borgarlínunni" sem þeir vilja koma í gagnið, dýr­keyptri og von­lausri fram­kvæmd. Bjarni Jónsson verk­fræðingur rökstyður það afar vel, að hugmynda­fræðin að baki hennar er reist á sandi og "óskhyggju sem mun rýra lífskjör og lífsgæði" (sjá greinar hans HÉR og hér), en Íslenska þjóð­fylk­ingin er einmitt andvíg Borgarlínunni, sem útilokað er, að muni borga sig. 

* Sjá grein undirritaðs (sem vísar á afar fræðandi greinaskrif Þorkels Ásgeirs Jóhannssonar flugmanns): Hvassahraun er mun verri kostur en Rögnu­nefndin vill vera láta; ísing og snjókoma algengari en í Rvík.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ný flugstöð rís í Vatnsmýrinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er algjörlega sammála Jóni Gunnarssyni um það að það verður að reisa nýja flugstöð, sú gamla er algjörlega til skammar og búin að vera það í mörg ár. Og það er ríkinu líka til algjörlega til skammar hversu mikið það hefur dregið lappirnar í þessu máli.

En það breyti því ekki að flugvöllurinn fer hvort sem ný flugstöð verður byggð eða ekki, enda verður ný flugstöð á færanlegum hjólum svo að hægt verði að rúlla henni til Hafnafjarðar í Hvassahraun.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 21.6.2017 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband