Ábyrgðarlaust framferði Pírata gæti valdið stíflun Neyðarlínunnar, jafnvel dauðsföllum!

Varaþingmaður Pírata í SV-­kjör­dæmi, Andri Þór Sturlu­son, gerir sig ekki aðeins frægan að endemum, heldur stofnar lífi fólks í hættu með því ein­stæða athæfi sínu að "hvet[­ja] fólk til að teppa síma­lín­ur Neyðarlín­unn­ar í mót­mæl­um gegn vopna­b­urði lög­regl­unn­ar. Hvatn­ing­una send­ir hann út á op­in­ber­um vett­vangi á Face­book, bæði í hópn­um „Pírata­spjall­inu“ og á hans per­sónu­legu síðu." (Mbl.is)

Flest­ir þeirra sem tjá sig um málið gagn­rýna hug­mynd­ina þar sem uppá­tækið gæti bitnað á þeim sem síst skyldi. (Sst.)

Þór­hall­ur Ólafs­son, fram­kvæmda­stjóri Neyðarlín­unn­ar 112, skýrir betur aðstæður þar. Hann 

seg­ir Neyðarlín­una bera fullt traust til al­menn­ings að mis­nota neyðar­núm­erið 112 ekki. „Neyðarlín­an treyst­ir því að al­menn­ing­ur sýni mik­il­vægi þjón­ust­unn­ar skiln­ing og valdi ekki vilj­andi trufl­un á henni, hér eft­ir sem hingað til,“ seg­ir hann í sam­tali við mbl.is.

Hann seg­ir sveifl­ur í fjölda inn­hringj­enda til Neyðarlínu vera mikl­ar og stund­um séu álag­stopp­ar sem Neyðarlín­an á fullt í fangi með að anna.

„Ef þess­ar inn­hring­ing­ar sem verið er að gera til­lögu um bæt­ast við þegar það er mikið álag get­ur það valdið því að ein­hverj­ir nái ekki strax inn og valdið veru­leg­um skaða. Iðulega skipt­ir hver mín­úta máli í viðbragði þannig að aðgerð sem fel­ur í sér að teppa síma­lín­ur Neyðarlínu get­ur valdið al­var­legu heilsutjóni eða dauða.“ (Mbl.is)

Makalaust má það heita af varaþingmanni að ganga svo langt í pólitísku offorsi gegn öryggisráðstöfunum lögreglu, að hann er reiðubúinn að trufla sjúkra­flutninga og jafnvel útköll vegna slysa eða heilsuáfalla til þess að HANN geti komið sínu þrælpólitíska séráhugamáli á framfæri.

Réttast væri að lögreglan láti ná í hann til yfirheyrslu (þó ekki hjá haturs­löggunni, undirritaður hefur þá reynslu af henni, að hún sé vanhæf, enda pólitískt skipuð silkihúfa á lögreglustöðinni), því að hann nýtur ekki þinghelgi.

Píratar verða að lýsa hneykslan sinni á framferði unga mannsins, vilji þeir ekki deila með honum allri ábyrgð á þessu hættulega athæfi hans.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Varaþingmaður vill teppa neyðarlínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband