Horfandi fram hjá öllu yfirborðsskvaldri BB & Co.: Afleit ríkisstjórn!

Ekki ríkisstjórn vinnandi stétta, heldur atvinnurekenda, ekki þjóð­rík­isins, heldur ESB-sinna* og ótryggs BB, ekki landsbyggðarfólks, heldur auðkýf­inga, ekki sjómanna, heldur útgerð­ar­manna, ekki miðflokka, heldur mestu einka­væð­ingar- og hægri­flokka frá upphafi, með "Bjarta framtíð" í bandi með aumlegt umhverf­is­ráðuneyti sem dúsu sína eða hundabein, auk hins erfiða heil­brigðisráðuneyt­is.

Hér verður ekki unnið að gagnsæi og heiðarleika við að upplýsa um vafasama og skattsvika-fjármála­gerninga, heldur verður byggt á því sem hornsteini að kyngja því, að Bjarni Bene­diktsson stakk aflandsmála­skýrsl­unni undan meira en mánuði fyrir kosning­arnar í haust. Hann hefði ekki unnið sinn mikla kosninga­sigur á þessum grundvelli.

Jón Bjarnason, fv. ráðherra, sannur fullveldissinni, ritar í dag, í grein sinni Landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið í hendur Evrópustofu:

Sjávarútvegs- og landbúnaðrráðuneytið hefur verið í raun útvörður stjórnsýslunnar gegn aðlögunar og innlimunarferlinu í ESB.Utanríkisráðuneytið var löngu fallið í hendur ESB-sinna.

Evrópustofa með ráðherrastólana

Flestir þingmenn Viðreisnar eru fyrrerandi forstöðumenn eða starfsmenn Evrópustofu og samtaka ESB hér á landa. Evrópustofa hafði það að markmiði að stýra Íslandi inn í ESB, kortleggja hvaða stofnanir, einstaklinga og félagasamtök þyrfti að ná á sitt band. Að því hefur skipulega verið unnið  með glæstum árangri því miður:  Kannski verður formaður Já Ísland-samtakanna fyrir inngöngu í ESB nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Ég held að mörg þau sem kusu Sjálfstæðisflokkinn síðast myndu hafa hugsað sig tvisvar um ef þau vissu að þar með væri verið að kjósa yfir sig hreina ESB-ríkisstjórn.

* Jafnvel Óttarr Proppé gumar af því í 19-fréttum Rúv, að inni í stjórnar­sátt­málanum sé þjóðar­atkvæða­greiðsla um Evrópu­sambandið! Vitað er fyrir, að "Björt framtíð" er ESB-flokkur, ekki aðeins í bandi "Viðreisnar", sem einhverra hluta vegna er ríkasti flokkurinn, heldur er flokkurinn eindreginn Evrópu­sambands­flokkur skv. vitnisburði Páls Vals Björns­sonar, stjórnar­manns og fv. þingmanns Bjartr­ar framtíðar, í viðtali hans við Mbl.is í dag: "þess­ir tveir flokk­ar, Viðreisn og Björt framtíð, eru Evr­ópu­flokk­ar," segir hann þar án tvímæla!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hefur áhyggjur af landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband