Macron og Le Pen áberandi efst í frönsku forsetakosningunum. "Bylting," segir The Times

Í 1. skipti í 59 ára sögu 5. lýðveldisins tapa stóru flokk­arnir báðir fyrri umferð. Óháði miðju­mað­ur­inn Macron er efst­ur með 23,8% atkvæða, Le Pen með 21,5%, tveir næstu með tæp 20% hvor, sósíalistinn Hamon langtum neðar með 6,5% að töldum 36,4 millj. atkvæða kl. rúml. 7 í morgun (skv. BBC, enn kl. 8.20). Um tíma var Marine le Pen komin upp fyrir Macron, en með atkvæðum úr stærstu borgum landsins hefur hann aftur komizt í efsta sætið. Þjóðfylkingin nýtur hins vegar meiri stuðnings fólks á stjálbýlli svæðum landsins.

Graphic showing results

Margir telja Le Pen eiga litla möguleika á að vinna í seinni umferðinni eftir hálfan mánuð, enda hafa flestir hinna frambjóð­endanna lýst yfir stuðningi við Emmanuel Macron, sem er sá nýi, óvænti spútnik í þessari baráttu, sem fáir bjuggust við að gæti borið sigur út býtum fyrir um hálfu ári, áður en upp fór að komast um ýmis spill­ing­armál frambjóð­enda; franska þjóðin hefur þannig kosið gegn spillingu í þetta sinn. En það er of snemmt að spá fyrir um úrslitin að lokum, það getur m.a. ráðizt af frammi­stöðu þessara tveggja í kosninga­bar­átt­unni og að ekkert nýtt og gruggugt komi upp úr dúrnum um fortíð þeirra.

En Marine Le Pen hefur staðið sig glæsilega; það hefur farið um bæði Brussel­menn og "góða fólkið" í Frakklandi, hve mikið henni varð ágengt, en meðal stefnumála hennar var að afnema evruna og að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild innan hálfs árs.

En þetta verður ekki endapunktur sögunnar; þróunin heldur áfram, m.a. ójöfn fjölgun innfæddra og aðfluttra, og í Frakklandi sem víðar í álfunni er það hægfara efni í enn meiri togstreitu, árekstra og jafnvel langtum alvarlegri þjóðfélagshræringar en hingað til það sem af er þessari öld.

Gott gengi Le Pen mun vafalaust einnig stuðla að auknum hlut frönsku Þjóð­fylkingarinnar í þing­kosningum og til héraðsþinganna og í bæjarstjórnum Frakklands. Ekki dregur það úr ánægju Íslensku þjóðfylkingarinnar með þessa snjöllu, þjóðhollu, en öfgalausu baráttukonu.

PS. The Times (of London) kallar úrslit þessara kosninga New French revolution as outsiders sweep to victory. Í fréttinni er myndband sem sýnir "how Le Pen made it to the final round." En ESB-stuðnings­maðurinn Macron fer ekki dult með hvert hann leitar styrks, enda hefur Juncker, forseti framkvæmda­stjórnar Evrópu­sambandsins, og þýzka ríkisstjórnin óskað honum til hamingju með "sigurinn".

 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Macron vill verða rödd vonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Talibanar og Ríki islams eru jafn-verðug allsherjarstríðs gegn þeim

Talibanar sýna það enn og aftur með grimmdar-morðum sínum* að þeir eru af sama sauða­húsi og ISIS-menn, fremj­a fjölda­víg hvar sem þeir komast til þess.

Samt voru nokkrir íslenzkir stjórn­mála­menn að mæla upp í þeim víga­mennsk­una, hafa kannski reynt að túlka þá sem þjóðfrelsismenn í baráttu gegn erlendri heims­valda­stefnu eins og Víet Cong á sokka­bands­árum þessara misvitru stjórn­mála­manna okkar! Var Steingrímur J. sérstaklega orðaður við samúð með þessum ribbalda- og trúar­ofstækis­flokki, innfluttum raunar í kjarna sínum frá Saudi-Arabíu til Afgan­istans; en hugsan­lega hefur hann séð að sér í þessu máli, af augljósri og blóð­ugri reynslu af þessum mann­höt­urum og kven-fyrirlítendum, þótt hann kunni enn ekki að iðrast sumra innlendra synda sinna eins og í Ice­save-málinu. En svo lengi lærir sem lifir. Svo er það bara spurning með hrein­skilnina, hvort hún fái að njóta sín eða er stungið undir stól.

* Sjá tengilinn hér neðar, með hrikalegri frásögn af morðæði talibana.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Þeir drápu marga vini mína“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband