Macron og Le Pen áberandi efst í frönsku forsetakosningunum. "Bylting," segir The Times

Í 1. skipti í 59 ára sögu 5. lýðveldisins tapa stóru flokk­arnir báðir fyrri umferð. Óháði miðju­mað­ur­inn Macron er efst­ur með 23,8% atkvæða, Le Pen með 21,5%, tveir næstu með tæp 20% hvor, sósíalistinn Hamon langtum neðar með 6,5% að töldum 36,4 millj. atkvæða kl. rúml. 7 í morgun (skv. BBC, enn kl. 8.20). Um tíma var Marine le Pen komin upp fyrir Macron, en með atkvæðum úr stærstu borgum landsins hefur hann aftur komizt í efsta sætið. Þjóðfylkingin nýtur hins vegar meiri stuðnings fólks á stjálbýlli svæðum landsins.

Graphic showing results

Margir telja Le Pen eiga litla möguleika á að vinna í seinni umferðinni eftir hálfan mánuð, enda hafa flestir hinna frambjóð­endanna lýst yfir stuðningi við Emmanuel Macron, sem er sá nýi, óvænti spútnik í þessari baráttu, sem fáir bjuggust við að gæti borið sigur út býtum fyrir um hálfu ári, áður en upp fór að komast um ýmis spill­ing­armál frambjóð­enda; franska þjóðin hefur þannig kosið gegn spillingu í þetta sinn. En það er of snemmt að spá fyrir um úrslitin að lokum, það getur m.a. ráðizt af frammi­stöðu þessara tveggja í kosninga­bar­átt­unni og að ekkert nýtt og gruggugt komi upp úr dúrnum um fortíð þeirra.

En Marine Le Pen hefur staðið sig glæsilega; það hefur farið um bæði Brussel­menn og "góða fólkið" í Frakklandi, hve mikið henni varð ágengt, en meðal stefnumála hennar var að afnema evruna og að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild innan hálfs árs.

En þetta verður ekki endapunktur sögunnar; þróunin heldur áfram, m.a. ójöfn fjölgun innfæddra og aðfluttra, og í Frakklandi sem víðar í álfunni er það hægfara efni í enn meiri togstreitu, árekstra og jafnvel langtum alvarlegri þjóðfélagshræringar en hingað til það sem af er þessari öld.

Gott gengi Le Pen mun vafalaust einnig stuðla að auknum hlut frönsku Þjóð­fylkingarinnar í þing­kosningum og til héraðsþinganna og í bæjarstjórnum Frakklands. Ekki dregur það úr ánægju Íslensku þjóðfylkingarinnar með þessa snjöllu, þjóðhollu, en öfgalausu baráttukonu.

PS. The Times (of London) kallar úrslit þessara kosninga New French revolution as outsiders sweep to victory. Í fréttinni er myndband sem sýnir "how Le Pen made it to the final round." En ESB-stuðnings­maðurinn Macron fer ekki dult með hvert hann leitar styrks, enda hefur Juncker, forseti framkvæmda­stjórnar Evrópu­sambandsins, og þýzka ríkisstjórnin óskað honum til hamingju með "sigurinn".

 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Macron vill verða rödd vonar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Ætli hún hafi alveg sloppið við að smitast af gyðingahatri pabba síns? Eða skiptir það kannski ekki máli?  

Jón Bjarni, 24.4.2017 kl. 03:43

2 Smámynd: Íslenska þjóðfylkingin

Gróf ummæli Jean-Marie Le Pen um Helfarar-umræðu ollu því, að dóttir hans lét reka hann úr flokknum. Eins hefur hún látið reka yngri menn úr flokknum sem viðrað höfðu fasískar skoðanir. Marine Le Pen er mjög virðingarverð í þessu tilliti.

Jón Valur Jensson.

Íslenska þjóðfylkingin, 24.4.2017 kl. 08:15

3 Smámynd: Jón Bjarni

Var það líka virðingarvert þegar hún afneitaði àbyrgð Frakka ì smölun gypinga í París?

Jón Bjarni, 24.4.2017 kl. 08:52

4 Smámynd: Íslenska þjóðfylkingin

Gerði hún það? Komdu með beina tilvitnun í orð hennar.

Að sjálfsögðu ver hvorki ég né ÍÞ nein andgyðingleg ummæli.

JVJ.

Íslenska þjóðfylkingin, 24.4.2017 kl. 11:53

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sérkennilegur er fréttaflutningur RÚV af forsetakosningunum.

Þar var gjarnan tekin afstaða með Hillary Clinton í bandarísku kosningunum, m.a. af þcí að hún væri kona. Nú er engin slík afstaða Rúv í sjónmáli í frönsku kosningunum. Þar er Marine einfaldlega skilgreind sem "öfga-hægrikonan og þjóðernissinninn Marine Le Pen" án þess að færa rök fyrir því, hvaða öfgar þar sé um að ræða. Ekki er það vegna þess, að hún taki afstöðu með stórauðvaldi gegn frönskum verkalýð og alþýðu og heldur ekki vegna neinna skilgreindra öfga í alþjóðamálum.

Þannig er stefnu hennar lýst þar nánar:

"Hún boðar afnám evrunnar og endurupptöku franska frankans, þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi veru Frakka í Evrópusambandinu, mun harðari innflytjendalöggjöf og aukaskatta á fyrirtæki sem réðu útlendinga í vinnu, svo eitthvað sé nefnt."

Þetta á kannski að nægja í hugum Rúvara til að stimpla hana sem "öfga-hægrikonu", enda hefur hlutdrægni Rúv í ESB-málum lengi verið áberandi, sem og síbylju-áróður gegn okkar eigin gjaldmiðli, íslenzku krónunni, sem stendur þó mun styrkari nú en bæði evran og jafnvel dollarinn!

Svo var morgunútvarp Rúv með Friðrik Rafnsson, þýðanda ýmissa franskra bóka, í viðtali í dag, og þar sagði hann: "hún er ekkert annað en fallegt andlit á óhugnanlegum nýfasisma" -- án þess að hann væri krafinn um neina skýringu á þeim orðum sínum!

Andstætt andúð Rúv á Marine Le Pen er áberandi hversu ógagnrýnin fréttastofa Rúv er á Emmanuelle Macron. Maðurinn sá sat sem efnahagsráðherra í sósíalistastjórn Hollandes forseta þar til fyrir síðustu áramót, þegar honum hentaði að stökkva úr stjórninni og þykjast vera "miðjumaður"! Réttara væri þó að skoða hans miklu tengsl við bankavaldið, enda var hann sjálfur starfandi á vegum Rothschild-bankans. Alþjóða-stórauðvald á þannig, að talið er, mun meiri hauk í horni í honum en í Marine Le Pen.

Jón Valur Jensson, 24.4.2017 kl. 12:25

6 Smámynd: Íslenska þjóðfylkingin

Emmanuel heitir maðurinn reyndar, ekki kvenmannsnafni !

jvj.

Íslenska þjóðfylkingin, 24.4.2017 kl. 12:30

7 Smámynd: Jón Bjarni

“I don’t think France is responsible for the Vel d’Hiv,” she told RTL radio on Sunday, referring to the Paris cycling stadium where 13,000 Jews were rounded up in July 1942 before being sent to Nazi death camps.

Jón Bjarni, 24.4.2017 kl. 16:23

8 Smámynd: Íslenska þjóðfylkingin

Ég undirritaður þarf að kynna mér þetta mál, Jón Bjarni, og þá líka það efni, hvort Frakkland, franskir borgarar eða lögreglan eða Vichy-leppstjórnin hafi borið einhverja vissa ábyrgð á þessu ásamt með Þjóðverjum, sem munu vera aðal-sökudólgarnir, en ég er mjög upptekinn við annað mál í dag.

JVJ.

Íslenska þjóðfylkingin, 24.4.2017 kl. 17:10

9 Smámynd: Theódór Norðkvist

Jón Bjarni, ég held að Le Pen hafi meint að Frakkland sem heild er ekki sekt um það sem Vichystjórnin, leppstjórn nasista, gerði. Ég er svo sem ekki viss um að Frakkland allt geti verið sekt um eitthvað sem ein ríkisstjórn gerði 80 árum fyrr og ekki einu sinni lögleg stjórn að mati flestra franskra sagnfræðinga.

Þetta er einfaldlega umdeilanlegt atriði, að tala um collective guilt, sameiginleg sekt heillrar þjóðar. Getur heil þjóð orðið sek um eitthvað sem lítill hópur gerði á afmörkuðu tímabili, þ.e. allar kynslóðir til eilífðarnóns, eftir að atburðirnir gerðust? Ef Jón Jónsson í næsta húsi við mig fremur morð, er ég þá orðinn sekur um morð?

https://en.wikipedia.org/wiki/Vichy_France

http://www.dailymail.co.uk/wires/ap/article-4397208/Le-Pen-says-France-not-responsible-WWII-roundup-Jews.html

Theódór Norðkvist, 24.4.2017 kl. 18:01

10 identicon

Sælir. Lögreglustjórinn í París, René Bousquet, stjórnaði þessari smölun Gyðinga til að afhenda þá nasistum. Þýsku hernámsyfirvöldin gáfu auðvitað fyrirmælin, en hann hefði getað sagt af sér embætti, ef honum hefði verið þetta óljúft, en ekkert bendir til þess. R.B. og Mitterrand voru aldavinir, meðan báðir lifðu. Mitterrand neitaði að biðjast afsökunar á hlut Frakka í glæpum nasista árið 1995, þegar flestir leiðtogar þjóða sem höfðu unnið með nasistum gerðu einmitt það. Það er því ekki bara M. Le Pen sem ekki vill að Frakkar biðjist afsökunar á sínum hlut. Rök hennar eru að franska ríkið hafi ekki borið ábyrgð á þessu, og það er lögfræðilega rétt. Svo er annað mál með siðferðilega ábyrgð allra þeirra Frakka sem voru viljugir samverkamenn nasista.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 24.4.2017 kl. 18:50

11 Smámynd: Jón Bjarni

Þetta er ekki flókið https://en.m.wikipedia.org/wiki/Vel%27_d%27Hiv_Roundup

Jón Bjarni, 24.4.2017 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband