Ríkisstjórnin óvinsæl

Hún mælist nú með 35% fylgi. Sjálfstæðisflokkur hefur enn misst fylgi, er nú 1,5% lægri en í MMR-könnun 10. jan. Aðrir þingflokkar auka svolítið fylgi sitt, nema Viðreisn sem mælist nú með 6,8%.

35% fylgið er mun minni stuðning­ur en aðrar rík­is­stjórn­ir hafa mælst með við upp­haf stjórn­ar­setu.

Þetta er jafn­framt í eina skiptið sem ný rík­is­stjórn hef­ur ekki mælst með stuðning meiri­hluta kjós­enda, sam­kvæmt MMR.

Við upp­haf stjórn­ar­setu síðustu tveggja rík­is­stjórna mæld­ist stuðning­ur við þær 56% (Sam­fylk­ing­in og Vinstri græn­ir) og 60% (Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn).

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist stærst­ur flokka í könn­un­inni með 24,6% fylgi. (Mbl.is)

Fylgistap flokks Bjarna Ben. kemur ekki á óvart eftir lélega frammistöðu hans gagnvart kjósendum í aflandseyjamálinu. Hann væri reyndar varla við stjórn­völinn nú, hefðu kjósendur verið upplýstir um feluleikinn strax í október, svo naumlega náði hann þingfylgi sínu.

46,7% kusu núverandi stjórnarflokka, og enn hrapa þeir í trausti.

JVJ.


mbl.is Lítill stuðningur við ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fráleit andstaða Pírata við Brynjar Níelsson sem formann stjórnsýslu- og eftirlitsnefndar

Í Mbl.is-frétt lætur Birgitta Jóns­dóttir sem það séu "stór­furðu­leg vinnu­brögð Sjálf­stæðis­flokks" að hafa fært for­mennsku í nefnd­inni í hendur stjórn­ar­liða. En óstjórn­tækur er flokk­ur Pír­ata og við­búið að neyð­ar­ástand gæti skapazt í m.a. stjórnar­skrár­málum ef Birgitta fengi leiðandi hlut­verk í nefndinni, með áherzlu þessa þing­manns á tillögur hins ólög­mæta stjórn­laga­ráðs, sem skipað var þvert gegn lögum um stjórn­laga­þing, eins og undir­ritaður hefur fjallað um víða, m.a. á Fullveldis­vaktinni.

Jón Valur Jensson.


mbl.is „Stórfurðuleg vinnubrögð“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband