Ríkisstjórnin óvinsæl

Hún mælist nú með 35% fylgi. Sjálfstæðisflokkur hefur enn misst fylgi, er nú 1,5% lægri en í MMR-könnun 10. jan. Aðrir þingflokkar auka svolítið fylgi sitt, nema Viðreisn sem mælist nú með 6,8%.

35% fylgið er mun minni stuðning­ur en aðrar rík­is­stjórn­ir hafa mælst með við upp­haf stjórn­ar­setu.

Þetta er jafn­framt í eina skiptið sem ný rík­is­stjórn hef­ur ekki mælst með stuðning meiri­hluta kjós­enda, sam­kvæmt MMR.

Við upp­haf stjórn­ar­setu síðustu tveggja rík­is­stjórna mæld­ist stuðning­ur við þær 56% (Sam­fylk­ing­in og Vinstri græn­ir) og 60% (Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn).

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn mæl­ist stærst­ur flokka í könn­un­inni með 24,6% fylgi. (Mbl.is)

Fylgistap flokks Bjarna Ben. kemur ekki á óvart eftir lélega frammistöðu hans gagnvart kjósendum í aflandseyjamálinu. Hann væri reyndar varla við stjórn­völinn nú, hefðu kjósendur verið upplýstir um feluleikinn strax í október, svo naumlega náði hann þingfylgi sínu.

46,7% kusu núverandi stjórnarflokka, og enn hrapa þeir í trausti.

JVJ.


mbl.is Lítill stuðningur við ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Förum bráðum að stoppa ríkið af rétt áður en við hendum út úr stjáornarráðum.

Eyjólfur Jónsson, 26.1.2017 kl. 21:54

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Er þetta sömu skoðunarkannanafyrirtækin sem héldu því fram að Guðni forseti væri með yfir 80% fylgi og sú sem lenti í öðru sæti í forsetakosningunum væri með um 1 1/2%?

Fólk ætti að fara að skylja að einu skoðunarkannanirnar sem skipta einhverju máli, eru kosningar og þær skoðunarkannanir gilda í 4 ár.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 26.1.2017 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband