Áformuðu hryðjuverk í Feneyjum - o.fl. af sama toga, jafnvel skammt undan ...

"Ítalska lögreglan handtók í nótt þrjá menn, sem grunaðir eru um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í Feneyjum. Upplýsingar höfðu borist um að þeir ætluðu að sprengja upp Rialto-brúna, eitt þekktasta kennileiti borgarinnar. Þremenn­ing­arnir eru frá..."

Þannig hefst frétt á aðalsíðu RÚV, og þegar smellt er áfram inn í fréttina alla, kemur væntanlega engum á óvart, að framhaldið er með þessum hætti:

"Þremenningarnir eru frá Kósovó [sem er múslimskt land]. Einn til viðbótar er í haldi vegna málsins. Sá er undir lögaldri. Fylgst hafði verið með Kósovó­mönnunum um tíma. Meðal annars voru símar þeirra hleraðir. Fjölmiðlar á Ítalíu hafa eftir saksóknara sem hefur mál mannanna til meðferðar að einn mannanna hefði sagt í símtali að með því að sprengja Rialto-brúna í loft upp með fjölda vantrúaðra á kæmust þeir beinustu leið til himna. Lögreglusveitir sem berjast gegn mafíunni og hryðjuverkamönnum stóðu sameiginlega að handtöku mannanna. Húsleit var gerð á tólf stöðum í miðborg Feneyja í tengslum við rannsókn málsins.

Rialto-brúin er sú elsta af fjórum sem liggja yfir aðalsíki Feneyja, Canal Grande. Um hana fer jafnan fjöldi ferðafólks frá morgni til kvölds." Tilvitnun lýkur. (Áformuðu hryðjuverk í Feneyjum)

Frá Skandinavíu berast svo aðrar fregnir: af ungri, danskri konu sem "sit­ur í gæslu­v­arðhaldi í Kaup­manna­höfn fyr­ir að hafa ætlað að ferðast til Sýr­lands og ganga til liðs við hryðju­verka­sam­tök­in Ríki íslams. Tveir fé­lag­ar henn­ar, 18 og 19 ára, eru einnig í haldi," segir þar, en fréttin (ný) endar svo, á Mbl.is:

Um það bil þriðjung­ur þeirra Dana sem hef­ur farið til Sýr­lands eða Íraks til þess að berj­ast með Ríki íslams eru kon­ur. Frá ár­inu 2012 hef­ur danska ör­ygg­is­lög­regl­an, PET, fengið upp­lýs­ing­ar um 145 Dani sem hafa farið til Íraks eða Sýr­lands til þess að berj­ast með Ríki íslams.

Frétt DR

Þessir atburðir halda áfram og eru flestir í tengslum við öfgaislamista. Það er ein ástæðan fyrir því, að frændur okkar á Norðurlöndum hafa á síðustu misser­um verið að endurskoða róttækt afstöðuna til mikils innflutnings múslima og yfirhöfuð til viðamikils starfs islamskra trúfélaga, en þar hefur sitthvað grugg­ugt og beinlínis ískyggilegt komið í ljós, þegar farið var inn í moskurnar með falda myndavél (bæði í Danmörku og Englandi).

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ætlaði að ganga til liðs við Ríki íslams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband