Ágeng spurning til Þorgerðar Katrínar: Hve mörgum milljörðum tapar ríkið og samfélagið á sjómannaverkfallinu?

Í Rúv kl.17 segir hún m.a.: 

„Það er líka algjörlega skýrt af minni hálfu að mér finnst algjörlega ófært fyrir hönd stjórnvalda eða ríkisvaldsins að það séu þriðju aðilar úti í bæ sem skuldbinda ríkið, skattgreiðendur þessa lands, upp á mörg hundruð milljónir króna án þess að tala við það. Þess vegna er gott að menn ræði saman núna, þegar menn vonandi eru að  fara að ná saman með samningum. Ríkinu verður ekki stillt upp við vegg í þessari deilu.“

En ríkið skuldbatt sjómenn, með lögum á þá, til að taka þátt í kostnaði útgerða, án þess að neitt hafi komið á móti -- ekki að útgerðin borgi dýra vinnugalla þeirra eða fæði fjarri heimahöfn.

Svo kokhraust er Þorgerður, þegar hún heldur þó á fund deiluaðila nú síðdegis, að hún telur þetta tímabær og nauðsynleg orð í sama Rúv-viðtali, sem eru þó einfaldlega eins og olía á eldinn hjá sjómönnum:

Þorgerður Katrín segir að afnám sjómannaafsláttar 2009 hafi verið rétt skref í átt að einföldun skattkerfisins.

Það er nefnilega það! Var greinilega ekki frambjóðandi sjómanna haustið 2016!

Svo er RÚVið mjög lélegt í því að láta það ekki koma skýrt í ljós, að á móti tilboði sjómanna í gær hefur EKKERT komið frá útgerðarmönnum, og Heiðrún Lind, þessi annars bráðgáfaða unga kona, getur ekki með neinu móti falið þá staðreynd með léttvægum orðum sínum, sem hún er þó látin komast upp með vegna "óágengni" fréttamanna gagnvart henni. Gaman var samt að heyra þessa frjálshyggjukonu fara hopandi undan vegna sjómannafsláttarins (sem Íslenska þjóðfylkingin berst fyrir, einn flokka), en svo gat hún heldur ekki gert það af neinni styrkri sannfæringu eða með vilja til að fylgja því eftir. En bara það, að hún hafði orð á þessu, æsti upp útgerðarmanna-vinkonuna Þorgerði Katrínu til hennar herskáau ummæla í dag!

Já, Þorgerður, HVE MÖRGUM HUNDRUÐUM EÐA ÞÚSUNDUM MILLJÓNA höfum við tapað nú þegar, í formi gjaldeyris- og skattataps, vegna þessa verkfalls og vegna ótrúlegrar þrjózku Bjarna Ben. og þinnar í málinu?!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ráðherra fundar með deiluaðilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband