Hvað er verið að bjóða láglaunafólki upp á?

Enn heldur leiguokrið áfram, 77 fm íbúðir í Skipholti m/húsgögnum eru nú auglýstar á 340.000 kr. á mán.!

Misskipting launa blasir við af orðum Vilhjálms verkalýðsleiðtoga á Akranesi: Af 1287 milljarða vinnutekjum á Íslandi fá 20% launamanna helminginn, en 80% launamanna fá jafnmikið í sinn hlut!?

Meðal þessara 20% er örugglega fjöldi ríkisstarfsmanna, sem "breiðu bökin" fá svo að standa undir með sínum opinberu gjöldum! 

Slíkt misrétti ber að leiðrétta.

Íslenska þjóðfylkingin boðar "hækkun persónu­afsláttar og að skatt­leysis­mörk verði 300 þúsund. Tekju­teng­ingar aldraðra, öryrkja og náms­manna verði afnumdar. Heilbrigðis­þjónusta skal vera gjaldfrjáls á Íslandi."

Þetta kom fram í viðtali Péturs Gunnlaugs­sonar við Vilhjálm Birgis­son í síðdegis­útvarpi Útvarps Sögu í dag; viðtalið verður endurtekið þar seinna í kvöld. Sjá nánar um viðtalið hér á vef Útvarps Sögu: Húsnæðisverðið er orðið ein hringavitleysa, með mynd (og tengill þar inn á hljóðskrá).

Jón Valur Jensson.


mbl.is Leigja 2 herbergja íbúðir á 340 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. janúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband