Þjóðfylkingin hugsar sinn gang

Landsfundi Íslensku þjóðfylkingarinnar, sem til stóð að yrði 2. október nk., hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Flokks­stjórn­ar­menn ræða nýjar að­stæður og hugsanleg mannaskipti; þetta er þannig ekki síður en í aðdrag­anda fyrri landsfunda ástæða til að kalla eftir nýju blóði inn í forystuhóp flokksins.

  Jón Valur Jensson ritar þessa hugleiðingu.
 

Flokkurinn er, vel að merkja, ekki að hugleiða það að sameinast neinum öðrum, sízt af öllu sósíalískum flokkum, ESB-taglhnýt­inga­flokkum eða gírugum gróða­pungum Sjálfstæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks. En ekki höfum við fyrir fram útilokað að taka þátt í því með öðrum að mynda regnhlífar­samtök eða kosninga­bandalag, sem sameinað getur okkar sterku rödd fyrir þjóðlegum áherzlum, landvarnarmálum sem og vörnina fyrir þá sem minnst mega sín í samfélaginu, allt frá fullkomlega mannlegum börnum í móðurkviði til elztu kynslóðarinnar sem á allan rétt á tillitssemi og virðingu, bæði til mannsæmandi kjara og traustrar heilsugæzlu.

Endilega haldið sambandi við flokkinn, látið vita af ykkur, en þessi umræða mun halda hér áfram, og allar athugasemdir og tillögur, hvort heldur um menn eða málefni, eru velkomnar.

JVJ.


Bloggfærslur 14. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband