Gyðingahatur meðal múslima í Svíþjóð olli glæp og nú refsidómum

Um þetta má lesa á Mbl.is. Gerendur voru tveir ungir Pal­estínu­menn og Sýr­lend­ingur, og dómar­nir fyrir að kasta benzín­sprengju inn í sýnagógu Gyð­inga í Gauta­borg í des­ember sl. hljóð­uðu upp á 15 mán­uði til tveggja ára. Slíkt Gyð­inga­hatur er einnig þekkt í Frakk­landi og víðar og fórnar­lömbin þónokkur á sein­ustu árum, fólk sem beinlínis var myrt, í París og í Suður-Frakk­landi, vegna þess að það var Gyðingar. Eru franskir Gyð­ingar jafnvel farnir að flytjast til Ísraels vegna erfiðra samskipta við 5-6 milljónir múslima í Frakklandi.

Ekki er boðið upp á það, að úr þessum árásum og ýmsum öðrum glæpum, svo sem kynferð­is­legri áníðslu kvenna, dragi með því að fjölga enn flökku- og farandfólki frá Mið-Austur­löndum og Norður-Afríku. Yfirvöldum ber að fara mjög varlega í þeim efnum og láta ógert að lofa jafnvel meintu flótta­fólki varan­legri búsetu og ríkisborgararétti, því að fyrst þarf a.m.k. að komast reynsla á, að um nýta samborgara verði að ræða, en ekki ótíndan glæpalýð eða þátttakendur í illu athæfi öfga­hreyfinga meðal múslima eða í hatursáróðri gegn Vesturlöndum, samfara því, að reynt er að mjólka þar félagslega kerfið alveg í botn. Beinast liggur við að veita hjálp við flóttamenn til þeirra eigin landa eða nágrannalanda þeirra, með aðstoð við að koma þar upp heimilum, bæta hrein­lætis­aðstöðu, grafa brunna, stuðla að atvinnu­verkefnum o.m.fl. þar sem fjár­munir nýtast margfalt betur en hér í norðlægum hálauna­löndum.

Dómarnir yfir Gautarborgar-piltunum, sem réðust á bænahús Gyðinga, eru í raun of vægir, en saksóknari hafði farið fram á 8 ára fangelsi.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Dæmdir fyrir íkveikju í bænahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband