Ómar Ragnarsson þarf að svara þessu um sinn umboðslausa samflokksmann Dag B. Eggertsson

Af hverju hefur flugmaðurinn Ómar Ragnarsson ekki komið með neina gagnrýni á Dag B. Eggertsson, eftir að það vitnaðist, að hann stefnir á að leggja niður Reykjavíkurflugvöll, jafnvel á kjörtímabilinu? Fekk hann umboð til þess frá kjósendum? Bað hann um það umboð? Missti hans flokkur ekki 6% fylgis kjósenda í kosningunum? Fengu gömlu sam­starfs­flokkarnir úr síðasta borgar­stjórnar­meirihluta ekki 38,19% at­kvæða í kosn­ingunum 26. maí? Og jafnvel með atkvæðum "Viðreisnar", hafa þeir nema 46,35% atkvæða kjósenda? Er það í alvöru umboð frá kjósendum til svo róttækrar og alvarlegrar árásar á Reykjavíkur­flugvöll að leggja hann niður?

Og hvað segir flugmaðurinn Ómar um það? Hann er nú ekki kunnur sem neinn öfgamaður hingað til.

Jón Valur Jensson.


Bloggfærslur 21. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband