Fylgi Svíþjóðardemókrata er nú 3,4 sinnum meira en 2010 (og af ÍÞ)

Fylgið var 5,7% í kosningum í ríkisþingsins 2010, 12,86% 2014 (eru með 47 þingmenn af 349) og er nú 19,4% skv. skoðanakönnun birtri í gær. 

Sví­þjóðar­demó­krat­arn­ir sem eru utan fylk­inga [vinstri og hægri flokka] mæl­ast með 19,4% sem ger­ir fylgisaukn­ing­una 0,6% frá síðasta mánuði. Flokk­ur­inn með 15,4% í fe­brú­ar síðastliðnum og er talið að fylgið gæti farið hækk­andi fram að kosn­ing­um. Þessi aukn­ing er þrátt fyr­ir að ýms­ir trúnaðar­menn og kjörn­ir full­trú­ar flokks­ins hafa yf­ir­gefið hann að und­an­förnu og gengið til liðs við nýtt fram­boð (mbl.is).

Menn skyldu ekki láta sér á óvart koma, að þróunin hér á landi geti orðið eitthvað í líkingu við þessa fylgisaukningu Svíþjóðardemókrata næsta áratuginn og lengur. Íslenska þjóðfylkingin er vitaskuld sjálfstæður flokkur sem endurtekur ekki eins og páfagaukur það sem neinir erlendir flokkar boða, en ljóst er, að þessi sænski flokkur er að benda á, að pottur er nú víða brotinn í sænskum borgum og að jafnaðarmannaflokkurinn (sósíaldemókratar) leiddist á villubraut fyrir mörgum árum og mun seint eða aldrei takast að bæta að fullu fyrir það. Þó er jafnvel hann farinn að lagfæra stefnu sína, ólíkt vinstri mönnum á Íslandi, sbr. að nú vill flokkur Stef­ans Löf­ven, for­sæt­is­ráðherra og for­manns Jafnaðarmanna­flokks­ins, "skera niður viðtöku flóttamanna um helming," eins og Páll Vilhjálmsson blaðamaður bendir á, ennfremur:

"Aumingja Logi [Einarsson] verður einn krata um það á Norðurlöndum að vilja hleypa flóttamönnum óhindrað í velferðarkerfið. Viðtaka flóttamanna kostar sex til sjö milljarða á ári. Logi vill setja meira í hítina.

Kratismi Loga er séríslenskur,"

segir Páll að endingu. Og þetta á líka við um stefnu Vinstri grænna og Pírata!

Svo sannarlega verður, auk annarra mála, tekizt á um innflytjenda- og moskumál í komandi kosningum til borgarstjórnar 26. maí næstkomandi. Fordæmi skandi­nav­ísku landanna á liðnum árum má verða okkur þar víti til varnaðar -- þvílíkt sem þau lönd hafa mátt þola vegna síaukinnar islamsvæðingar margra byggðar­laga þar og ekki sízt vegna ófarsælla áhrifa á öryggi skandinavískra sem og múslimskra kvenna.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Svíþjóðardemókratar bæta við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menn eða málefni? Um snjallar lausnir ÍÞ í málefnum aldraðra og í sjúkrahúsmálum

Án efa mun frammistaða frambjóðenda hafa mikil áhrif á hvernig kjósendur nota atkvæði sitt 26. þessa mánaðar. Málefnin skipta þó mestu fyrir al­menn­ing.

Ein allra flokka er Íslenska þjóð­fylk­ing­in með þá snjöllu lausnar­leið í málefnum aldraðra að breyta Fossvogs­spítala í hjúkrunar­heimili fyrir aldraða og byggja á þeirri rúmgóðu lóð bæði þjónustu­íbúðir og dvalarheimili fyrir aldraða.

Stefna flokksins í landspítala­málum er að reisa skuli nýjan landspítala á Hólmsheiði, þar liggur hann vel við umferð til borgarinnar og nýjum hverfum hennar austan Elliðaáa, en léttir um leið á umferðarþunga og bílastæðavanda við Hringbraut. 

Við erum andvíg þeirri leið í umsjár­málum aldraðra, að í vaxandi mæli hefur þeim verið útvistað til þeirra verktaka sem verið hafa með lægstu tilboð, en með því móti hafa margir útlendingar verið ráðnir til slíkra starfa. Ekkert höfum við á móti útlendingum, en allir sjá, að aldraðir og lasburða þurfa ekki aðeins faglega þjón­ustu, heldur einnig af hálfu starfsfólks sem er mælandi á okkar þjóðtungu. Allir sjá þetta, en engir gera neitt í því á heilbrigðis­sviði né á vettvangi borgar­innar. Íslenska þjóð­fylk­ingin sér hins vegar réttu lausnina og vill fylgja henni eftir í verki. Þvert gegn sinnu­leysi um þessi mál, sem valda mörgum öldruðum ama og vansælu og allt að því einangrun á hjúkrunar­heimilum, viljum við frambjóðendur Íslensku þjóðfylk­ingarinnar að allir starfsmenn félagsþjónustu á þessu sviði verði sendir í íslenzku­námskeið, annað er ekki bjóðandi, enda gera aðrar þjóðir kröfu um ekkert minna en kunnáttu opinberra starfsmanna í tungu viðkomandi þjóða. En vellíðan þeirra, sem eiga rétt á þjónustu þeirra, er hér fyrir mestu.

PS. Jens G. Jensson, 3. maður á framboðslista ÍÞ til borgar­stjórnar, ritar á Facebók flokksins: "Útvistun umönnunar aldr­aðra er ekkert annað en meðferð á niður­setningum fyrri tíma. Útvistað til lægst­bjóðanda, sem síðan sækir ódýrasta vinnu­aflið og lætur það vinna í uppmæl­ingu við umönnun foreldra okkar."

 

Jón Valur Jensson. Höfundur skipar 4. sæti á framboðslista Íslensku þjóðfylkingarinnar til borgarstjórnar í komandi kosningum.


mbl.is Margir flokkar sækja á sömu mið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband