EINN stjórnmálaflokkur sýnir ábyrgð gagnvart þjóðinni vegna þjóðflutningasamnings SÞ!

Íslenska þjóðfylkingin lýsir því yfir, að hún hafnar algerlega þeim SÞ-fólks­flutninga­sáttmála, sem mörgum ríkjum heims er ætlað að stað­festa nk. mánudag 10. des. í Mar­okkó. Ríkis­stjórn­in hef­ur al­ger­lega van­rækt að láta þýða og birta sátt­málann, þótt legið hafi fyrir í tvö ár, og ekkert gert til að kynna hann, fremur beitt þar þöggun!

Sáttmáli þessi hefur það meginmarkmið að koma á fót og tryggja stöðuga og samfellda fólksflutninga (regular migration) landa á milli og miðar öðru fremur að því að fjölga stórlega íbúum Evrópu, að því er virðist í margra tugmilljóna tali á hverjum áratug. Samþykkt sáttmálans er ekki sögð lagalega bind­andi, en yrði þó pólitískt bind­andi, rétt eins og Mannréttindasáttmáli SÞ 1948 reyndist verða. En hér er um gerólíkan sáttmála að ræða, full­veld­is­skerðandi fyrir þau lönd sem skrifa upp á hann, m.a. um landa­mæravörslu, og í reynd stórhættu­legan þjóð­ríkinu sem slíku, þjóð­tungunni, eftir því sem aðflutt­um fjölgar, menningu og velferðar­kerfi, sem mundi sligast undan álaginu. ÍÞ skorar á ríkis­stjórnina að skrifa ekki undir og heitir á forseta Íslands að hafna því að staðfesta samninginn.

Mörg mikilvæg ríki afneita því með öllu að staðfesta sáttmál­ann, þ.á m. Austurríki, Ástralía, Bandaríkin, Danmörk, Eistland, Ítalía, Pólland, Sviss og Tékkland. Mörg ákvæði hans eru afar íþyngjandi fyrir viðkom­andi þjóðríki, en auka stórlega réttindi aðkomufólks. Þar á meðal má nefna "Markmið 4, aðgerð f" sem felur í sér, að þótt ekki sé vitað, af hvaða þjóðerni farand­fólkið (migrants) sé, þá eigi það ekki að koma í veg fyrir, að það fái landvist, og í Markm. 11 (f) er gert skylt að meðtaka ólöglega innflytjendur; staðhæf­ingu um "mismunun" megi nota til að mæla með hverjum þeim sem flytjast vill inn í land. Markm.16 (c) tryggir fjölskyldu­sameiningu viðkomandi og þar með margföldun innflytjenda sem tengjast honum. Markm.17/33 kveður á um að engin gagnrýnis­hugsun leyfist gagnvart framkomu innflytjenda (migrants, far­enda), gagnrýni (criticism) er stranglega fordæmd. Markm.17 (a) beinist gegn frjálsri tjáningu og innflytj­endur sjálfkrafa taldir saklausir og fórnarlömb. Markm.17 (c) felur í sér stjórn fjölmiðla og ritskoðun, fjölmiðlar verði að lýsa innflutningi fólks jákvætt, en þeir, sem geri það ekki, verði sviptir öllum stuðningi og fjár­fram­lögum. Eitt ágeng­asta ákvæðið, Markm.17 (g), kveður á um að í allri kosninga­baráttu (til þings og sveitar­stjórna) beri að styðja við innflutning fólks. Í Markmiðum 7 (a & b), 15 (e) og 20 (i) eru svo sérstök ákvæði til að tryggja stöðu islamssiðar og sjaríareglna!

Þetta er á engan hátt sáttmáli sem miðast við velferð og öryggi Íslendinga eða réttmæta þjóðarhagsmuni okkar, einungis hag og meintan rétt aðfluttra. Aðförin að tjáningar­frelsinu er kapítuli út af fyrir sig og hverjum þingmanni til minnkunar sem samþykkir þennan kröfuharða sáttmála. En verður hann borinn undir atkvæði alþingismanna? Okkur er ekki einu sinni lofað því! Að engu er slíkur sáttmáli hafandi, segjum við í stjórn Íslensku þjóðfylking­arinnar.

Þessi lengri gerð af samþykkt stjórnar Íslensku þjóðfylk­ingar­innar er send öllum alþingis­mönnum o.fl. aðilum, en styttri gerð hefur verið send öllum helztu fjölmiðlum í dag.


mbl.is Ísland tekur þátt í alþjóðasamþykkt um farendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband