Björn Bjarnason er laginn við að snúa hlutum á hvolf í EES-málum (ekki bara orkupakkanum), þykist þó geta gegnt hlutverki hins hlutlausa!

EES-maðurinn Björn Bjarnason er á Moggabloggi sínu (þar sem hann leyfir aldrei nein andmæli) að geipa af meintu "hagsældarskeiði fullveldisaldar með EES-aðild". En keisarinn er ekki í neinu; Frjálst land heita samtök sem afhjúpa þessa margtuggðu vitleysu í grein í dag, EES farganið jafn dýrt og heilbrigðis­kerfið, þar sem segir:

Fáfræði um EES-samninginn er útbreidd og halda margir að EES hafi bætt lífskjör og komið á réttarbótum. Raunveru­leikinn er þveröfugur: Bara reglufargan EES kostar eitt og sér svipað og heilbrigðismálin kosta skattgreiðendur. Auk þess eru als kyns íþyngjandi tilskipanir sem hafa dregið úr lífskjörum. Hrunið, sem orsakaðist m.a. af EES-regluverkinu, rændi marga eigum og lífskjörum. Réttar­bæturnar sem sagðar eru af EES eru að mestu léttvægar, við höfum þvert á móti orðið fyrir réttarskerðingum og fjarlægar stofnanir sem reka erinda ESB/EES eru komnar með vald yfir íslenskum aðilum.

Þrátt fyrir slæma reynslu af EES er til fólk sem vill breyta stjórnarskránni svo við getum látið "alþjóða­stofnanir" (átt er við ESB) setja hér lög um "réttar­bætur". Í þessu leynist ein rangfærslan um EES: Það er ekkert alþjóðlegt við EES eða ESB sem er afmarkað svæðis­bundið samband 28 þjóða sem fer fækkandi en er að þróast í yfirþjóðlegt valdabákn. Það á ekkert skylt við alþjóðastofnanir eins og Sameinuðu þjóðirnar sem Ísland er aðili að af frjálsum vilja. En Sameinuðu þjóðirnar geta ekki sett hér lög eins og ESB getur með EES-samningnum.

[Og svo er þar vísað í aðra grein:]

Goðsagnirnar um EES

Björn er ekki trúverðugur til að sitja í nefnd til að meta kosti og galla EES-samningsins og var þó skipaður (sennilega af Guðlaugi Þór) formaður þriggja manna nefndar til að vinna það verkefni! Þá er hann hagsmunatengdur í einu alstærsta EES-málinu: Þriðja orkupakkanum, en tengasonur hans, Heiðar Már Guðjónsson, hefur verið áfram um fjárfestingu í sæstreng milli Íslands og Skotlands.                      

Jón Valur Jensson.


Bloggfærslur 30. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband