Hælisleitendur eiga enga heimtingu á að njóta hér stjórnarskrártryggðra réttinda fyrir ríkisborgara þessa lands

Formaður Samfylkingar vill að "við öxlum sjálf­sagða [sic] ábyrgð: Að rétta þeim hjálp­ar­hönd, sem hingað leita, úr ömur­legum aðstæðum og af sárri neyð" og á þá við hæl­is­leit­endur frá öruggum löndum! Þeim fer sí­fjölgandi, verða líklega yfir 2000 á árinu.

En þeir eiga enga "sjálfsagða" heimtingu á að njóta hér ákvæðis 76. greinar stjórnarskrárinnar um félagsleg réttindi til aðstoðar af ýmsu tagi vegna sjúkdóma, örorku, elli og atvinnuleysis, sem og til menntunar o.fl.

Þarna bera hins vegar ríki og sveitarfélög þunga ábyrgð gagnvart okkar eigin ríkisborgurum, sem flestir stjórnmálaflokkar hafa þó vanvirt, eða hvað varð t.d. af "skjaldborg" vinstri stjórnar Jóhönnu eða um öll loforð flokkanna fyrir síðustu kosningar að bæta endanlega kjör aldraðra og öryrkja?

Góðmennskuyfirlýsingar Loga Einarssonar í þágu tilefnislausra hælisleitenda blekkja því fáa, eins og reyndar má glögglega sjá á þeim fjölmörgu andmælum sem Fréttablaðs-pistill hans sætir á vefslóð hans á Visir.is!

Jón Valur Jensson.

Sbr. einnig greinina Ábyrgð stjórnvalda er fyrst og fremst gagnvart ís­lenskum ríkis­borgurum, ekki erlendum, - eftir Birgi Loftsson sagnfræðing.


Bloggfærslur 7. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband