Fækkum hraðabungum í höfuðborginni!

Það er löngu kominn tími til að skafa burt stóran hluta af óþörf­um hraða­bung­um í Reykja­vík. Víða duga aðrar umferðar­merkingar, en bæði bílar og menn verða leik­soppar harðra ákeyrslna á hraða­bungur, m.a. í snjókomu, dimmu eða litlu skyggni.

Menn finna það á sjálfum sér, ekki sízt í strætis­vögnum, hve óþægi­legur þessi hoss­ingur er fyrir lík­am­ann, og hefur þeim tilfellum fjölgað með fjölgun erlendra bílstjóra strætis­vagna­fyrir­tækjanna, manna sem trúlega hafa ýmist litla aksturs­reynslu eða öku­próf sem jafnast ekki að gæðum við það sem íslenzkir bílstjórar hafa.

Ennfremur hefur orðið tjón á bílum við að þeir skullu á hraða­bungum.

Þess vegna hittist skemmtilega á, að það er einmitt framkvæmda­stjóri borg­ar­fyrirtækis í slíkum vagnaferðum, Jóhannes Rúnarsson, frkvstj. Strætós bs., sem vekur athygli á þeim baga sem þessar bungur eru fyrir strætis­vagnana, jafnvel þannig, að þær "tefja rafvæðingu strætis­vagna­flotans á höfuð­borgar­svæðinu, og hefur afhending fjögurra rafvagna dregist um nokkra mánuði vegna þessa," eins og hann segir í fréttar­viðtali við Mbl.is.

Já, nú mega Hjóla-Hjálmar og Dagur borgar­stjóri á útleið sannar­lega fara að endurskoða sína umferðar-pólitík, sem í þessu efni sem öðrum er á ská og skjön við eðlilega skynsemi og iðulega í beinni mótsögn við vilja borgarbúa.

Tekið skal fram, að vitaskuld þarf að gera undantekningar um hraðabungur á götum þar sem reynslan sýnir að vegfarendum getur stafað hætta af hrað­akstri. En almennt myndi draga úr honum með notkun eftirlits­myndavéla.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hraðahindranir tefja rafvæðingu Strætó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband