Fylgið hrynur af ríkisstjórninni - Flokkur fólksins, ÍÞ og Dögun með 9,7%

Íslenska þjóðfylkingin er komin upp í 1,6% í nýrri MMR-könn­un, sannar­lega í rétta átt!

Og ríkis­stjórnin er ein­dregið farin að stefna á HRAP: Sjálf­stæð­is­flokkur tapar 5% af sínu þjóðar­fylgi, Björt framtíð fellur út af þingi (3,6%), ríkis­stjórnin sjálf hrapar úr 34,1% niður í 27,2%!

Þótt flokkur ESB-Benedikts virðist eiga sér "við­reisnar von" með 6,0% "nú", þá er það samt ekki NÚ, heldur var könn­unin gerð 15. til 18. þessa mán­aðar, þá var hneykslið um ólög­mætar styrk­upphæðir til Viðreisnar (einkum frá auðkýf­ingum) á kosninga­árinu enn ekki komið í ljós; en þetta svindl gaf þeim flokki yfirburði í kosningaauglýsingum, þess nýtur hann nú í þing­manna­fjölda, ráð­herra­launum og pólitísku valdi, sem vekur þó sára­litla hrifningu kjósenda eftir á, enda nær Viðreisn ekki fylgi Flokks fólksins, sem er komið upp í 6,7%.

Já, ríkisstjórn á útleið, skyldi maður vona, enda fáir spenntir fyrir henni, rétt rúmlega fjórði hver maður!!

Sjá frétt og línurit um úrslitin hér á vefsíðu MMR!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ríkisstjórnin með 27,2% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband