Þjóðin mun ekki fylgja nefbeins­laus­um pólitíkusum eftir í blindni; þrátt fyrir ofríki gamalla flokka getur Þjóðfylkingin því slegið í gegn

Ríkisstjórnina skortir einurð í hælis­leitenda­málum. Ætli leið­togar Sjálf­stæðis­flokks­ins geri sér grein fyrir því, að vesal­dómur þeirra í mál­inu er vatn á myllu Íslensku þjóð­fylk­ingar­innar?

Þrátt fyrir marg­fald­lega rang­látt kosn­inga- og kjör­dæma­kerfi* mun Þjóð­fylk­ing­unni því vaxa ásmegin, einnig í kosn­ingum, eftir því sem æ fleiri lands­menn átta sig á aumingja­skap hinna flokkanna í þessu mikilvæga máli.

Og hafa lesendur tekið eftir því, að betl á vegum útlendra barna er nú hafið í Reykjavík? (ekki síðar en frá og með síðustu viku). Það er hægt að hafa samúð með blessuðum börnunum, en líklegast er hitt, að hinir fullorðnu sendi þau út til slíkrar tekjuöflunar.

Stríðsástand ríkir ekki í flestum upprunalöndum hælisleitenda sem hingað koma. Það er skýr stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar, að senda eigi hælis­leit­endur til heima­landsins innan 48 stunda. Þessu gæti Útlend­inga­stofnun vel annað, ef hún fengi til þess nægilegt rekstrarfé, og vitaskuld er það, á heildina litið, margfalt ódýrara en að hafa þetta fólk hér mánuðum saman bíðandi eftir heim­sendingu, en sitjandi á meðan jafnvel í hótel­herbergjum eða í gamla Hjálpræðis­hernum eða íbúðum sem sveitarfélög taka á leigu og skapa með því verð­bólgu­hvetjandi þrýsting á leigu­markaðinn. Á sama tíma þrengir þetta fólk að getu velferðarkerfisins til að uppfylla þarfir fátækra og veikra Íslendinga til brýnnar og stjórnarskrár­varinnar hjálpar þeirra. Það ákvæði stjórnarskrár­innar (76. gr.) tekur ekki til erlendra ríkisborgara.

* Sbr. hér: Full nauðsyn á komu 10 manna ÖSE-eftirlits­nefndar­innar hingað (25.4. 2009)

Bjarni Ben. sér ekki ástæðu til að breyta, hvað þá afnema 5%-lágmarkið! (29.4. 2013)

Af ofríki stóru flokkanna og milljarða fjáraustri þeirra úr vösum skattborgara (13.4. 2015)

og: Íslenzk stjórnvöld verðskulda gagnrýni ÖSE rétt eins og tyrknesk (18.4. 2017).

Jón Valur Jensson.


mbl.is 196 umsækjendur fluttir úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband