Ályktun um varnar- og öryggismál Íslands

Íslenska þjóðfylk­ingin ályktar að örygg­is­mál þjóðar­innar séu í ólestri. Mesta hættan að innra öryggi ríkisins er hryðju­verka­ógnin sem vofir yfir Evrópu­ríkjum um þessar mundir og um ófyrir­séða framtíð og er Ísland þar ekki undan­skilið. Bregð­ast þarf við á tvenn­an hátt. Annars vegar að efla lög­gæslu með því að fullmanna lögregluna og Land­helgis­gæsluna. Hins vegar með stofnun heima­varnar­liðs eða öryggis­sveita.

Þess er krafist af öflugasta ríki NATÓ að aðildarríki axli ábyrgð á eigin öryggi og hafa flest aðildar­ríki heitið að leggja meira fram til sameigin­legra varna. Núver­andi ríkis­stjórn þegir þunnu hljóði um þetta mikil­væga þjôðar­öryggis­mál en það gerir Íslenska þjóðfylkingin ekki og krefst þess að farið verði í þetta af fullri alvöru og samkvæmt skyldum fullvalda ríkis.

Image result for Birgir Loftsson Flokksstjórnar­maðurinn Birgir Loftsson sagnfræð­ingur bar fram tillöguna um þessa ályktun, sem var samþykkt á landsfundi flokksins nú um helgina. (Um aðrar ályktarnir landsfundar, sjá hér.)

Tvær af ályktunum landsfundar flokksins í dag, um framboð til borgarstjórnar og um lífsverndarmál

Báðar voru samþykktar samhljóða. 

I: Tillaga Guðmundar Þorleifssonar, sem á fundinum var kosinn formaður flokksins:

"Íslenska þjóðfylkingin lýsir yfir að hún mun bjóða fram í komandi borgar­stjórnar­kosningu. Það verður lögð áhersla á að aftur­kalla lóð undir mosku­byggingu; viðhaldi gatna verði komið í viðun­andi horf; stuðlað verði að upp­byggingu á félags­legu húsnæði með því að lóða­kostnaður verði einungis samkvæmt útlögðum kostnaði."

Og hér síðast er vitaskuld verið að tala um gatna­gerðar­gjöldin og önnur gjöld vegna lóða­úthlutana.

II: Tillaga Guðmundar Pálssonar læknis (um stytta útgáfu af lengri tillögu frá Jóni Val Jenssyni, Guðlaugi Ævari Hilmarssyni, Guðmundi Pálssyni og Maríu Magnúsdóttur):

"Ófædd börn eiga rétt til lífsins. Flokkurinn tekur einarða afstöðu gegn nýfram­komnum hugmyndum um róttækar breyt­ingar á fóstur­eyðinga­löggjöfinni og mun taka á þessum málum með það að markmiði að draga sem mest úr fóstur­eyðingum."

Hér var í báðum tilvikum um ánægju­legar ákvarðanir að ræða í stefnu­málum flokksins og full sátt um þær.

Þriðja ályktunin, sem samþykkt var á fund­inum, frá Birgi Lofts­syni sagn­fræðingi, um löggæzlu-, varnar- og öryggismál, verður kynnt hér á morgun.

jvj


Bloggfærslur 3. apríl 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband