Bandaríkin ekki lengur með í SÞ-sáttmála um flótta- og farandfólk; samrýmist hann nokkuð frekar fullveldi Íslands?

Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt Samein­uðu þjóð­unum að hún dragi sig út úr sátt­mála um rétt­indi flótta­manna og farand­fólks, sam­þykkt­um 2016. Nikki Haley, sendi­herr­ann við SÞ, segir sátt­málann grafa undan full­veldi Banda­ríkjanna.

  • Sáttmálinn á að tryggja réttindi flóttafólks, hjálpa því að koma sér fyrir á nýjum stað og veita því aðgang að menntun og störfum. Ætlunin var gera samning um fólksflutninga á næsta ári, að því er segir í frétt CNN. (Visir.is)

Haley segir að Bandaríkjastjórn ætli að ákveða sýna eigin stefnu um innflytjendur, enda samrýmist ákvæði sáttmálans ekki stefnu landsins í innflytjendamálum.

  • „Ákvörðun okkar um innflytjendastefnu verður alltaf að vera tekin af Bandaríkjamönnum og aðeins Bandaríkjamönnum. Við munum ákveða hvernig við stjórnum best landamærum okkar og hver fær að koma inn í landið okkar,“ segir hún.

Þessu hefur Miroslav Lajcak, forseti allsherjarþings SÞ, mótmælt, hann harmar ákvörðun Bandaríkjastjórnar og segir að ekkert eitt ríki geti stjórnað alþjóðlegum fólksflutningum. (Visir.is)

Með þá túlkun Vinstri grænna (leiðandi flokks í ríkisstjórn) á meintum skyldum okkar vegna flótta­manna­sáttmála SÞ, að hér þurfi að taka við a.m.k. 2.000 kvóta­flóttamönnum á næstu fjórum árum og a.m.k. þrefalt fleiri hælisleit­endum -- og allt réttlætt með þessum sáttmála, sem ýmsar aðrar þjóðir telja sig þó alls ekkert bundnar af -- þá liggur beint við að álykta, að í þessu efni ættum við að fylgja fordæmi Banda­ríkja­stjórnar. Það er alls óviðunandi, að erlent valda­apparat eins og SÞ taki svo ágengar og afdrifa­ríkar ákvarðanir um okkar innan­ríkis­mál, nokkuð sem hefði sláandi áhrif til tugþúsunda-fjölgunar múslima hér á landi á næstu árum og áratugum (sbr. mjög vel unna fréttargrein um þau mál í Evrópu í Morgun­blaðinu í gær).

Þessi ríkisstjórn, sem er nýsetzt hér að völdum, ætti sem fyrst að taka þetta mál til afgreiðslu og segja sig frá öllum skyldum við þennan ofurróttæka SÞ-sáttmála. Geri hún EKKERT í málinu, er hún sjálfkrafa að skilgreina sig sem róttæklinga­stjórn á þessu sviði, haldna glýju glópa­bjartsýni og fyrirhyggjuleysi um varðveizlu einingar og samheldni íslenzku þjóðarinnar, sem og öryggi hennar gagnvart hryðjuverkaöflum, sem ættu þeim mun auðveldari aðgang að landinu eftir því sem fjölgað yrði hér um þúsundir ofan á þúsundir innflytjenda frá múslimskum ríkjum heims.

Við ætlum ekki að vera komin með 36,6% hlutfall múslima af íbúafjölda landsins eftir 33 ár eins og búizt er við um Svíþjóð!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Draga sig út úr sáttmála um flóttamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband