Afhjúpaðir ráðherrar

Tveir frambjóðenda hafa, hvor með sínum hætti, verið af­hjúp­að­ir í kosn­inga­bar­átt­unni, annar fyrir marg­faldar lyg­ar um vaxta- og verð­lags­mál, hinn fyr­ir svæsna and­stöðu við stefnu Þjóð­kirkj­unn­ar um lífs­vernd ófæddra þrátt fyr­ir að flokk­ur hans hafi iðu­lega látið sem krist­inn væri í áherzlum sínum!

Þorsteinn Víglundsson skrökvaði því dögum saman opinberlega, að vaxtamunur væri þvílíkur milli Íslands annars vegar og Danmerkur og Svíþjóðar hins vegar, að fjölskylda með 20 milljóna áhvílandi íbúðarlán væri að borga hér 160.000 krónum meira mánaðarlega í vexti á Íslandi en í hinum löndunum!! Einfaldur útreikningur sýndi risa-feil í þeirri fullyrðingu: 5% vextir plús bæði verðbætur og vextir af verðtryggðu 20 milljóna íslenzku Íbúðalánasjóðsláni nema samtals 89.900 krónum. (Frá því dragast svo líklegar vaxtabætur.) En t.d. í Svíþjóð ætti menn alls ekki kost á langtímaláni með 0% vöxtum, heldur um 1,7%, þó með ákvæði um endurskoðun ef verðbólga eykst, en ella á láni með föstum vöxtum upp á 2,7%.

Í morgun féll inn um bréfalúguna áróðurspési frá Þorsteini og félögum hans í "Viðreisn". Þar er hann skyndilega búinn að skera niður helminginn af 160.000 króna ofurlygi sinni! "Heimili með 20 milljóna króna fasteignalán gæti sparað allt að 80.000 kr. á mánuði með lægri vöxtum." En einnig það er lygi, eins og komið er fram hér ofar!

Svo má minnast þess, að meðan flokksmaður Þorsteins, Benedikt Jóhannesson, hefur stýrt  fjármála­ráðuneytinu, hefur hann ekkert gert til að fá Seðlabankann til að lækka stýrivexti og ekkert stuggað við okur­vaxta­sinnanum Má Guðmunds­syni. Hvort tökum við mark á orðum manna eða verkum? Samt leyfa þeir sér að segja á áróðurs­skiltum: "Lægri vextir eru stærsta velferðarmálið"! --Þar neyta þeir þess vitaskuld, að þeir eru búnir að hita upp fyrir tiltrú manna á þau orð með ofan­greindum ofur­lygum um vaxtamuninn hér og í Svíþjóð. En með þessu eru þeir raunar einnig að freista þess að ýta undir vantrú manna á krónuna og á lýðveldið og mýkja menn gagnvart Evrópu­sambandinu (þótt vextir séu ekki ákveðnir þar!), því að hinu þora þeir ekki: að boða beinlínis inntöku Íslands í það stórveldi, vitandi sem er, að í meira en átta ár samfleytt hefur verulegur meirihluti Íslendinga verið andvígur því í öllum skoðanakönnunum!

Í sama pésa skrökvar Þorsteinn svo þessu:

"Útgjöld vegna matarkaupa hjá fjögurra manna fjölskyldu eru um 80.000 kr. hærri á Íslandi en hjá nágrannaþjóðum okkar. Ástæðan er mun hærra verð á landbúnaðarvörum hérlendis."

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Bændasamtaka Íslands, gæti nú aldeilis tekið Þorstein í karphúsið fyrir þessi fráleitu ummæli. Sjálfur bendir undirritaður á, að matarkarfan kostar ekki nema um 14% af meðalútgjöldum fjölskyldna, og þar er stór hluti fyrir innflutt matvæli. Þorsteinn kæmist seint upp í 80.000 króna verðmun mánaðarlega á land­búnaðar­vörum hér og í Skandinavíu!

Guðlaugur Þór Þórðarson, sem er efstur á D-lista í Rvík-norður, misnotar ríkisfé til að stuðla að fósturvígum í massavís í 3. heiminum, gefur skattfé okkar til alræmdra fóstur­deyðinga-samtaka, International Planned Parenthood, sem stofnuð voru af rasista, Margaret Sanger, sem skrifaðist á við þýzka nazista­foringja fyrir seinni heimsstyrjöld.

Donald Trump Bandaríkjaforseti tók sem betur fer 100 milljóna dollara árlegan alríkisstyrk af þessum mikilvirku fósturvígs­samtökum, en viðbragð Guðlaugs Þórs var að fordæma þá ákvörðun forsetans og að lofa milljóna­styrk úr ríkissjóði Íslands til sömu samtaka! Til þess hafði hann EKKERT UMBOÐ frá kjósendum sínum við kosningarnar 2016 og hefur ekki þorað að leita eftir slíku umboði fyrir þessar kosningar heldur!

En afstaða hans mótstríðir berlega opinberri stefnu íslenzku Þjóðkirkjunnar.

Á Kirkjuþingi íslenzku Þjóðkirkjunnar 1987 var þetta samþykkt einróma:

  • "Rétturinn til lífs er frumatriði allra mannréttinda. Þá kröfu verður að gera til ríkisvaldsins, að það verndi mannlegt líf og efli meðal almennings vitundina um mannhelgi. 
  • Löggjöf, sem í raun gerir hið ófædda líf réttlaust, brýtur gegn því grundvallarsjónarmiði kristindómsins, að sérhver einstaklingur eigi rétt til lífs, allt frá upphafi og þangað til dauðinn ber að dyrum með eðlilegum eða óviðráðan­legum hætti.
  • Kirkjuþing skírskotar til frumvarpa um breytingu á lögum nr. 25 frá 22. maí 1975 og lögum nr. 67/1971 með áorðnum breytingum, sem flutt hafa verið, og frumvarps sem boðað er.
  • Vill Kirkjuþing skora á Alþingi að breyta umræddum lögum í þá veru, að friðhelgi mannlegs lífs sé viðurkennd." 

Í skjölum sama Kirkjuþings árið 1987, þ.e. í greinargerð með ofangreindri samþykkt, segir sömuleiðis orðrétt:

  • "Kirkjuþing telur því brýna nauðsyn bera til, að lög kveði á um friðhelgi mannlegs lífs, tryggi rétt þess jafnt fyrir sem eftir fæðingu."

Og ekki nóg með það, heldur einnig þetta:

  • "Legvatnsrannsóknir og kannanir á ástandi fósturs má ekki framkvæma í öðru augnamiði en því að verða að liði, lækna, sé þess þörf og það mögulegt. Hitt má aldrei vaka fyrir að svipta barnið lífi, virðist eitthvað að." 

Prestastefna Íslands, sem lauk í Langholtskirkju 24. júní 1988, tók undir þessa ályktun kirkjuþings 1987 varðandi lög um fóstureyðingar. 

Guðlaugur Þór Þórðarson hefur hins vegar gengið gegn þessum samþykktum kirkjunnar bæði í orði og verki, talað eins og konur hefðu einhliða rétt til að láta eyða burði sínum og látið vera að mótmæla því, að þingmenn, fulltrúar alls Sjöflokksins á þingi, hafa talað loflega um þá stefnu, að lengja megi drápstímann á ófæddum börnum úr 12 upp í 22 vikur, þ.e. alla fyrstu fimm mánuði meðgöngu!!!

Hér má hins vegar minna á stefnu Íslensku þjóðfylkingarinnar um þessi mál:

Ófædd börn eiga rétt til lífsins. Flokkurinn tekur einarða afstöðu gegn nýfram­komnum hugmyndum um róttækar breyt­ingar á fóstur­eyðinga­löggjöfinni og mun taka á þessum málum með það að markmiði að draga sem mest úr fóstureyðingum.

Að lokum má benda kjósendum í Rvík-norður (kjördæmi Guðlaugs Þórs) á, að lífsverndarsinni, dr. Ólafur Ísleifsson, er efsti maður þar á lista Flokks fólksins. Hann er einnig, eins og sá flokkur, andvígur inntöku Íslands í Evrópusambandið, og ennfremur vilja þau (Inga Sæland og allur flokkur hennar), að hér verði tekin upp norska 48 tíma afgreiðslureglan á málum hælisleitenda. Sú hefur einmitt verið stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar allt frá fyrsta landsfundi hennar sumarið 2016.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband