Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2017

Árásarmaðurinn í Stokkhólmi var ISIS-maður, vann ódæðið fyrir Ríki islams - Komnir til að vera? - og viðbrögð okkar?

Að sögn Afton­bla­dets er hann 39 ára, af úz­bekist­önsk­um upp­runa og fylg­is­mað­ur hryðju­verka­sam­tak­anna Ríkis islam.

Skv. SVT-sjón­varps­stöðinni fannst taska með sprengju­efn­um í flutn­inga­bíln­um, svo hermi heimildir innan lögreglu og að sprengju­sveit hafi verið kölluð til.

Maðurinn mun vera sá í hettutreyjunni sem lögreglan lýsti eftir í gær og er nú undir yfirheyrslum hennar.

Ljóst er að fylgismenn Ríkis islams eru af mörgum þjóðernum og Svíum mikill vandi á höndum að verjast þeim í fjölbreyttri flóru innflytjenda sinna. Þótt Svíar hafi ekki herlið í Mið-Austur­löndum virðist það engu skipta fyrir ISIS, enda nægir þeim að Svíar hafa selt ríkisstjórnum þar hergögn. En málið virðist umfram allt að ráðast á allt sem vesturlenzkt er.

Jafnvel fyrir okkur Íslendinga er hið fjölmenna múslima­samfé­lag í Skandinavíu, rétt eins og í Belgíu, Frakklandi, Hollandi, Bretlandi og Þýzkalandi, orðið að flóknum vettvangi og viðsjár­verðum, þar sem öfga-islam getur þrifizt, ofbeldismenn dulizt og náð áhrifum til ills, já, til að "bera ávöxt" haturs síns í skelfilegum fjöldamorðum!

Og þetta er ekki tíminn til að sitja og aðhafast ekkert og bíða bara næstu frétta! En til hvaða stjórnmálamanna getum við horft í von um að þeir þori að axla þá ábyrgð að treysta hér í sessi öruggt samfélag frelsis og lýðræðis? Lítið til dæmis til þessa for­manns stjórnmálaflokks, sem tjáði sig hér í gær.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Telja sig hafa ökumanninn í haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru islamistar að færa sig upp á skaftið í Svíþjóð? Blóðugt hryðjuverk skelfir Svía

Árásin á almenning í miðborg Stokkhólms í dag, með því að aka vöru­bíl inn í manngrúa, þar sem fjórir eru látnir og 15 særðir, setur hroll í Svía. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur lýst þessu sem hryðju­verki. Einn gerandi hefur náðst og mun hafa játað á sig glæpinn (þessi viðbót skv. nýlegri frétt). Talið var, að heyrzt hefði af skothvellum í Stokkhólmi, en það er óstaðfest enn.

Er fyrir fram líklegt, að hinar gestrisnu móttöku­þjóðir múslima í álfunni sleppi við hryðjuverk? Ekki hefur reynslan sýnt það, og ekki er það heldur líklegt á Norðurlöndunum. Trúlega er nú komið að gestrisnasta landinu, Svíþjóð, að fá yfir sig hryðjuverk islamista. Sé svo, sjá menn væntanlega, að þessi grein var ekki að ósekju skrifuð: Er þagnar- og þöggunar-múrinn sænsk-íslenski loksins að rofna?

Þar mun koma, að áliti undirritaðs, að augu æ fleiri Íslendinga muni opnast fyrir þeirri staðreynd, að meiri­hluta­viðhorf gagnvart innflytjenda­málum hafa snúizt svo á síðustu misserum, að Evrópuþjóðir eru á einu máli með Íslensku þjóð­fylk­ing­unni um að stöðva beri straum múslima inn í Evrópu!

Gætum þess einnig, að Norðurlandabúar eiga greiðan aðgang til Íslands, m.a. til atvinnu hér og búsetu. Er okkur þar til að mynda ætlað það skyldu-hlutverk að meðtaka fólk af ólík­legasta uppruna og ofsa­trúar­menn þar á meðal sem Svía, Dani eða Norð­menn, hafi þeir fengið ríkisborgararétt í þeim löndum.

Lögreglan hér er nú þegar með Ísland á næsthæsta viðbún­aðarstigi gagnvart hryðjuverkum [1], og ekki dregur þessi sorgar­atburður úr þörfinni á fullri árvekni lögreglu­yfirvalda hér.

[1] Sbr. þessa grein: Tveir með tengsl við hryðju­­verka­­sam­tök óskuðu hér eft­ir alþjóð­legri vernd. Ísland gegn­um­streymis­land. Hryðju­verka­hætta á Íslandi enn "metin í meðallagi"

PS. Hér er eitthvað sýnt á myndbandi af vettvangi:

http://www.independent.co.uk/news/world/europe/stockholm-attack-latest-killed-shots-fired-lorry-truck-ahlens-mall-crash-crowd-sweden-people-a7672636.html

Jón Valur Jensson.


mbl.is Stokkhólmur: Þetta vitum við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Dagur B. Eggertsson svona óskaplega lélegur í reikningi?

Hvernig stendur á því að hann lætur Ólaf Ólafsson (Sam­skip­um/Kvía­bryggju) kom­ast upp með að greiða inn­an við eina millj­ón kr. fyrir hverja íbúð sem borg­in leyfir hon­um að reisa? Birtist í þessu ástæða þess, að allt gengur á aft­ur­fót­un­um í rekstri Dags á borginni - hann geti bara ekki betur?

Og margt á hann óút­skýrt um viðskipta­bandalag sitt við Ólaf þennan.

Sirry HallgrímsdóttirTrúlega er Dagur örvilnun næst vegna aum­legrar frammi­stöðu sinnar í íbúða­mál­unum, sbr. þessa frábærlega fyndnu Bakþanka Sirrýjar Hallgrímsdóttur í Fréttablaðinu í dag.

Jón Valur Jensson.


mbl.is 6.250 íbúðir byggðar á næstu 5 árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ályktun um varnar- og öryggismál Íslands

Íslenska þjóðfylk­ingin ályktar að örygg­is­mál þjóðar­innar séu í ólestri. Mesta hættan að innra öryggi ríkisins er hryðju­verka­ógnin sem vofir yfir Evrópu­ríkjum um þessar mundir og um ófyrir­séða framtíð og er Ísland þar ekki undan­skilið. Bregð­ast þarf við á tvenn­an hátt. Annars vegar að efla lög­gæslu með því að fullmanna lögregluna og Land­helgis­gæsluna. Hins vegar með stofnun heima­varnar­liðs eða öryggis­sveita.

Þess er krafist af öflugasta ríki NATÓ að aðildarríki axli ábyrgð á eigin öryggi og hafa flest aðildar­ríki heitið að leggja meira fram til sameigin­legra varna. Núver­andi ríkis­stjórn þegir þunnu hljóði um þetta mikil­væga þjôðar­öryggis­mál en það gerir Íslenska þjóðfylkingin ekki og krefst þess að farið verði í þetta af fullri alvöru og samkvæmt skyldum fullvalda ríkis.

Image result for Birgir Loftsson Flokksstjórnar­maðurinn Birgir Loftsson sagnfræð­ingur bar fram tillöguna um þessa ályktun, sem var samþykkt á landsfundi flokksins nú um helgina. (Um aðrar ályktarnir landsfundar, sjá hér.)

Tvær af ályktunum landsfundar flokksins í dag, um framboð til borgarstjórnar og um lífsverndarmál

Báðar voru samþykktar samhljóða. 

I: Tillaga Guðmundar Þorleifssonar, sem á fundinum var kosinn formaður flokksins:

"Íslenska þjóðfylkingin lýsir yfir að hún mun bjóða fram í komandi borgar­stjórnar­kosningu. Það verður lögð áhersla á að aftur­kalla lóð undir mosku­byggingu; viðhaldi gatna verði komið í viðun­andi horf; stuðlað verði að upp­byggingu á félags­legu húsnæði með því að lóða­kostnaður verði einungis samkvæmt útlögðum kostnaði."

Og hér síðast er vitaskuld verið að tala um gatna­gerðar­gjöldin og önnur gjöld vegna lóða­úthlutana.

II: Tillaga Guðmundar Pálssonar læknis (um stytta útgáfu af lengri tillögu frá Jóni Val Jenssyni, Guðlaugi Ævari Hilmarssyni, Guðmundi Pálssyni og Maríu Magnúsdóttur):

"Ófædd börn eiga rétt til lífsins. Flokkurinn tekur einarða afstöðu gegn nýfram­komnum hugmyndum um róttækar breyt­ingar á fóstur­eyðinga­löggjöfinni og mun taka á þessum málum með það að markmiði að draga sem mest úr fóstur­eyðingum."

Hér var í báðum tilvikum um ánægju­legar ákvarðanir að ræða í stefnu­málum flokksins og full sátt um þær.

Þriðja ályktunin, sem samþykkt var á fund­inum, frá Birgi Lofts­syni sagn­fræðingi, um löggæzlu-, varnar- og öryggismál, verður kynnt hér á morgun.

jvj


Íslenska þjóðfylkingin endurnýjar krafta sína á landsfundi

Landsfundur Íslensku þjóðfylkingarinnar, sá annar frá stofnun hennar, var haldinn í dag, endurskoðuð lög hennar samþykkt og ný stjórn kjörin - flokks­stjórn að verulegu leyti óbreytt, en nýr formaður er Guðmundur Karl Þorleifs­son og nýr varaformaður Reynir Heiðarsson. Ennfremur var kosinn nýr ritari: Sverrir Sverrisson. Þessir þrír skipa framkvæmdastjórn flokksins. Allir sitja þeir í 15 manna flokksstjórninni, og voru hinir tólf sjálfkjörnir, en kosið um þrjá varamenn, og eru þeir Guðlaugur Ævar Hilmarsson, Geir Harðarson og Garðar Ottesen.

Þessir sitja nú í flokksstjórn ÍÞ:

  • Guðmundur Karl Þorleifsson formaður.
  • Reynir Heiðarsson varaformaður.
  • Sverrir Sverrisson ritari.
  • Birgir Loftsson.
  • Helgi Helgason.
  • Hildur Hrönn Hreiðarsdóttir.
  • Hjördís Diljá Bech.
  • Jens G. Jensson.
  • Jón Valur Jensson.
  • Kjartan Örn Kjartansson.
  • María Magnúsdóttir.
  • Sigurður Bjarnason.
  • Sigurlaug Oddný Björnsdóttir.
  • Sveinbjörn Guðmundsson.
  • Þorsteinn Einarsson.

Gjaldkeri flokksins verður kosinn af framkvæmdastjórn flokksins og skal heyra beint undir hana, skv. 15. grein félagslaganna.

Nánar verður sagt hér frá landsfundinum og ályktunum hans síðar í kvöld.

JVJ.


Nær 70% Breta fylgjandi Brexit - en Evrópu­sambandið reynir að leggja stein í götu Breta

Sam­kvæmt niður­stöðum nýrr­ar, víðtækr­ar skoðana­könn­un­ar YouGov telja 69% brezk stjórn­völd gera rétt með því að ganga úr Evrópu­sam­band­inu, aðeins 21% er and­vígt því og telur að koma þurfi í veg fyr­ir þau áform.

Þetta eru skýrar áherzlur og ættu að sýna þjóðarstuðning við stefnu Theresu May sem verður þó að glíma við harla ágenga og ófyrirleitna mótleiki Evrópu­veldisins (sjá hér neðar: Evrópusambandið reynir eftir megni að leggja stein í götu Breta).

Í fréttinni kemur fram, að

af þeim sem telja rétt að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu hafi 44% kosið með þeim hætti í þjóðar­at­kvæðagreiðslunni sem fram fór í Bretlandi síðasta sum­ar þar sem 52% kusu með því að yf­ir­gefa sam­bandið. Fjórðung­ur þeirra kusu gegn því að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu en telja engu að síður stjórn­völd gera rétt í ljósi niður­stöðunn­ar. (Mbl.is)

Þetta er líka mjög áhugavert um afstöðu Breta nú:

Tak­markaður er áhugi á því að halda annað þjóðar­at­kvæði um niður­stöður viðræðna Evr­ópu­sam­bands­ins og Bret­lands um úr­sögn lands­ins sam­kvæmt könn­un­inni. 45% telja að breska rík­is­stjórn­in eigi að klára málið án frek­ari aðkomu þings og þjóðar, 27% vilja annað þjóðar­at­kvæði og 15% vilja að þingið greiði at­kvæði um vænt­an­leg­an samn­ing.

For­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Th­eresa May, hef­ur sagt að hún sé reiðubú­in að ganga frá samn­inga­borðinu ef ekki verði í boði nægj­an­lega góður samn­ing­ur. Eng­inn samn­ing­ur sé betri en slæm­ur samn­ing­ur. Meiri­hluti Breta er sam­mála þessu sam­kvæmt skoðana­könn­un­inni eða 55%. Tæp­ur fjórðung­ur tel­ur rétt að fall­ast á þann samn­ing sem verði í boði. (Mbl.is)

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands.
Th­eresa May, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands. AFP
 

Leið Breta á að verða tvíhliða viðskiptasamningar

Enn­frem­ur er góður stuðning­ur við það með hvaða hætti May hyggst ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu. Það er að sækj­ast eft­ir tví­hliða, víðtæk­um fríversl­un­ar­samn­ingi. Þannig telja 61% að leið for­sæt­is­ráðherr­ans virði niður­stöðu þjóðar­at­kvæðis­ins en 11% telja svo ekki vera. Tæp­ur helm­ing­ur, eða 49%, segj­ast ánægð með þá leið en fjórðung­ur óánægður.

Þá hafa fleiri trú á að May geti skilað góðri niður­stöðu fyr­ir Bret­land í viðræðunum við Evr­ópu­sam­bandið en þeir sem hafa það ekki eða 48% gegn 39%. (Mbl.is, nánar þar.)

Evrópusambandið reynir eftir megni að leggja stein í götu Breta

Viðbrögð ESB ættu að geta kennt Íslendingum einhverja lexíu - eða þeim sem ekkert höfðu lært af því, hvernig Brussel-valdaklíkan ætlaði að fara með okkur í makríldeilunni (að "úthluta" okkur 3,2% hlut í veiðunum á NA-Atlantshafi! - og um sama leyti setti ESB löndunarbann á Færeyinga!) og einnig í Icesave-málinu (að dæma á okkur, saklaus, fulla greiðslu­skyldu vegna þeirra reikninga í einka­banka!!!). Bretar hefðu líka mátt búast við svipuðum trakter­ingum af þessum fyrrum samlags­mönnum sínum.

Stórveldasambandið hefur þegar krafið Breta um greiðslu 50-60 milljarða evra vegna úrsagnarinnar, andvirði um 6.000-7.000 milljarða íslenzkra króna! (sbr. erlend skrif hér).

Þá berast fregnir af því, að Evr­ópu­sam­bandið krefst þess nú, að Bretlandi „verði nægj­an­lega ágengt“ í skilnaði sín­um við sam­bandið, áður en viðræður um viðskipta­samn­ing þeirra á milli geti haf­izt! - en þessi kraf­a kemur fram í viðræðuáætlun­um ESB sem birt­ar voru í morg­un (Mbl.is segir frá þessu í annarri frétt að morgni 31. marz: ESB verður ekki við ákalli May). Sbr. einnig hér: ESB vill bolast áfram með harðri valdbeitingu gegn Bretum vegna Brexit.

Hvort minnir þessir erfiðleikar Breta ekki á fleygan kviðling Jóns prófessors Helgasonar í Árnasafni í Kaupmannahöfn:

Sú þjóð sem veit sér ekkert æðra mark

en aurasníkjur, sukk og fleðulæti,

mun hljóta notuð herra sinna spark

og heykjast lágt í verðgangsmanna sæti.

Sú þjóð sem dottar dáðlaus, viljasljó,

og dillar þeim er ljúga, blekkja, svíkja,

skal fyrr en varir hremmd í harða kló.

Hægt er að festast, bágt mun úr að víkja!

 

Undirstrikun hér!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Telja rétt að ganga úr ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband