Bloggfærslur mánaðarins, mars 2017

Gylfi Arnbjörnsson: persona non grata?

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Ragnar Þór Ingólfsson,...

Athygli vekur, að sigur­vegarinn í for­mennsku­kjöri í VR, Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, afþakkar sæti í miðstjórn ASÍ, meðan Gylfi Arn­björns­son er þar forseti. Hvöss svör Gylfa í Sjón­varpi skilj­ast vel af hans eigin hag!

Ekki þarf að gera manninn útlægan, þótt eflaust myndi hann una sínum hag vel í Brussel. En lítum á þessi atriði, sem sýna, að það er löngu kominn tími til að hann sleppi sínu tangarhaldi á verkalýðshreyfingunni eða verði sviptur völdum:

  1. Þessi hagfræðingur er á forstjóra-ofurlaunum sem forseti ASÍ - senni­lega með langt yfir eina og hálfa milljón á mánuði. Hvernig getur slíkur maður borið ærlegt skynbragð á kjör fólks, sem jafnvel þarf að fram­fleyta sér á um eða undir 200.000 kr. á mánuði eftir skatta? Ólíkt Gylfa var eitt fyrsta verk Ragnars Þórs að lækka eigin formannslaun í VR um 300.000 kr. á mánuði.
  2. Gylfi er virkur baráttumaður, á sínum vettvangi með margvíslegum hætti, fyrir innlimun Íslands í erlent stórveldi, Evrópusambandið. Í þessu skyni er ýtt undir það innan varkalýðshreyfingarinnar að senda menn í löngum röðum í Brusselferðir, með miklum dagpeningum, glæsi-uppihaldi og fríðindum, eins og m.a. Jón Bjarnason, fyrrv. ráðherra, hefur upplýst um í afar fróðlegri Fréttablaðsgrein, en allt slíkt stuðlar að því að veikja viðnámsþrótt þeirra fulltrúa verkalýðsfélaganna, sem fara í slíkar ferðir, og má kenna þetta við mútu­starfsemi á vegum stórveldis, en hér með þegjandi samþykki og samvinnu verkalýðsforingja undir forystu ESB-mannsins Gylfa Arnbjörnssonar.
  3. Í takt við sína undirgefnisafstöðu gagnvart Evrópusambandinu tók hag­fræðingurinn Gylfi Arnbjörnsson afstöðu GEGN ÞJÓÐARHAG og GEGN LAGALEGUM RÉTTI ÍSLENDINGA í Icesave-málinu, sbr. hér á vef Þjóðar­heiðurs, samtaka gegn icesave: Þau studdu hinn ömurlega Icesave-II-samning og líka Icesave-III-samninginn!
  4. Ragnar Þór segir að fenginni reynslu, að honum hafi þótt for­seti ASÍ ekki vera í neinu sam­bandi við vilja fólks­ins í land­inu og sá grun­ur hafi reynzt vera rétt­ur. "Ég bauð mig fram á móti hon­um og hef gert það þris­var sinn­um, til þess að sýna al­menn­ingi í land­inu hversu mik­ils stuðnings hann nýt­ur á meðal þessa þrönga hóps sem er val­inn inn á þing sam­bands­ins.“
  5. Gylfi Arnbjörnsson er einn þeirra sem bera höfuðábyrgð á ólýðræðislegu kosningakerfi til stjórna verkalýðsfélaga og til bæði Alþýðusambands Íslands og lífeyrissjóðanna. Afar þunglamalegt kosningakerfi, með miklum kröfum um fulla lista og fjölda meðmælenda, gera sjálfsprottin framboð nær óhugsandi, og tilgangurinn virðist vera að varðveita hags­munastöðu valdaklíku, sem hefur komið sér vel fyrir innan samtakanna, og jafnvel misnotkun þeirra til hálauna og bitlinga.
  6. Þá ber Gylfi einnig ábyrgð á því að hafa ekkert gert til að losa um tök atvinnurekenda á þeirri eign verkafólks, sem geymd er í lífeyrissjóðum landsins. Með setu margra foringja verkalýðsfélaganna í stjórnum líf­eyr­issjóða fá þeir ekki aðeins tækifæri til að smyrja ofan á laun sín, heldur eru einnig komnir í samkrull við atvinnu­rekendur, eru á fundum með þeim og að njóta lífsins með þeim í fríum sínum, þess vegna í utanlands­ferðum og í dýrum laxveiðiám.
  7. Ekki hafa Gylfi og félagar tekið við sér, þegar Ragnar Þór og samherjar hans hafa lagt til, að líf­eyr­is­sjóðirn­ir komi að lausn hús­næðismála al­menn­ings með bein­um hætti, t.a.m. með því að "leggja fjár­magn í upp­bygg­ingu leigu­fé­laga og bygg­ingu íbúða sem seld­ar væru á kostnaðar­verði eða með hóf­legri álagn­ingu," eins og Ragnar gerir tillögu um. "Hann vill enn­frem­ur að lög­um verði breytt þannig að slík sam­fé­lags­verk­efni væru ekki háð arðsem­is­kröfu." (Mbl.is) „Ég er ekki að leggja það til að líf­eyr­is­sjóðirn­ir hendi pen­ing­um í ein­hver gælu­verk­efni þar sem þeir muni tap­ast að öllu leyti. Ég er ein­göngu að tala um að sjóðirn­ir komi með þol­in­mótt fjár­magn tíma­bundið inn í slík verk­efni sem væru ekki hagnaðar­drif­in og breyta þeim síðan yfir í sam­vinnu­fé­lög með tíð og tíma og sjóðirn­ir fengju þá sitt fjár­magn til baka,“ segir hinn skynsami og sanngjarni Ragnar Þór.
  8. Þá hefur Gylfi Arnbjörnsson vanrækt einn al-erfiðasta kjaramálaþátt alþýðu: vaxta- og verðtrygg­ing­ar­mál­in -- tekur hvorki undir kröfur um afnám verðtryggngar né um lækkun stýrivaxta og íbúðalánavaxta. (Krafa Þjóðfylkingarinnar er þar um afnám verðtryggingar, en ella um 2% vaxtaþak á íbúðalán. Af 15 millj. kr. láni hjá Íbúðalánasjóði myndi þessi lækkun úr 5% verðtryggðum vöxtum í 2% verðtryggða vexti þýða lækkun vaxtanna úr 48.719 kr. á mán. í 19.488 kr. Sparnaðurinn af því eina láni yrði þannig hátt í 30.000 kr. á mánuði! Fjölskyldur munar um minna! En gegn slíkri lækkun standa hinir eilífu augnakarlar: Már Guðmundsson og Gylfi Arnbjörnsson!) -- Ragnar Þór segir, að ít­rekað hafi verið reynt að fá álykt­an­ir samþykkt­ar á þing­um ASÍ um afnám verðtrygg­ingar, en þær hafi verið útþynnt­ar af ASÍ vegna þess að það henti ekki stefnu þeirra sem ráðið hafi ferðinni inn­an sam­bands­ins.
  • „Stefna þeirra í þess­um mál­um hef­ur verið að leysa lána- og vaxta­mál­in með því að ganga inn í Evr­ópu­sam­bandið og taka upp evru,“ segir Ragnar Þór í þessu sambandi. "En launa­fólk og al­menn­ing­ur í land­inu á ekki að þurfa að hafa byssusting­inn í bak­inu. Við eig­um að geta tekið slíka ákvörðun með upp­lýst­um hætti. Það á ekki að nota ástandið gegn launa­fólki því við get­um gert miklu bet­ur."
  • Ragn­ar vís­ar þar til margít­rekaðrar stefnu ASÍ og til að mynda Sam­fylk­ing­ar­inn­ar að ekki sé hægt að af­nema verðtrygg­ingu af lán­um nema með inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið og upp­töku evru. Ragn­ar tek­ur fram að hann hafi ekki tekið af­stöðu til Evr­ópu­sam­bands­ins sjálf­ur en hann telji rangt að stilla launa­fólki upp við vegg með þess­um hætti. 
  • „Þarna er um að ræða margít­rekaða stefnu bæði Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og ASÍ og þar á milli eru mik­il tengsl. Þannig að maður hlýt­ur að draga þá álykt­un að verið sé að nota sér þetta ástand til þess að afla sér meira fylg­is við þessa risa­stóru póli­tísku ákvörðun sem felst í því að ganga í Evr­ópu­sam­bandið og taka upp evru. Það er bara allt önn­ur umræða.“ (Mbl.is)

Af síðustu klausunum hér má ráða, að Gylfi Arnbjörnsson hafi beitt sér fyrir vagn Samfylkingarinnar í þessum ESB-málum, en trúlega á hann einnig sína tengla sjálfur í Brussel.

Það er fagnaðarefni, að sjálfstætt hugsandi verkalýðsforingi, nefndur Ragnar, mikill grasrótarmaður, hefur tekið við formennsku í stærsta verkalýðsfélagi landsins og bætist þar í hóp ágætra hugsjónamanna eins og Vilhjálms Birgissonar á Akranesi og Aðalsteins Baldurssonar á Húsavík.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Sest ekki í miðstjórn ASÍ með Gylfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takið eftir! Landsfundur!

2. landsfundur Íslensku þjóðfylkingarinnar verður haldinn 2. apríl nk. Formaður okkar, Helgi Helgason, gefur ekki kost á sér til endurkjörs. Allir félagar, sem hafa greitt 3.000 kr. árgjaldið fyrir 17. þessa mánaðar, hafa á landsfundinum bæði atkvæða- og framboðsrétt til embætta á vegum flokksins eða í flokks­stjórnina. Öllum er frjálst að gera tillögur um frambjóðendur, t.d. hér fyrir neðan eða með sambandi við einstaka félaga eða í síma flokksins: 789-6223.

Árgjaldið, 3.000 kr., skal greiða inn á bankareikning flokksins, 1161-26-4202, kennitala Íslensku þjóðfylkingarinnar er 420216-0330 (geymið kvittunina og sendið netbréf, e-mail, þessari greiðslu til staðfestingar, í netfangið thjodfylking@thjodfylking.is).

Skrifstofa flokksins er í Dalshrauni 5, Hafnarfirði (opið einkum eftir hádegi um og eftir miðja vikuna, nánari uppl. í síma 789-6223).

Með félagskveðju, -JVJ.


Hvað er þjóðernispopúlismi?

Þjóðernispopúlisma kvað einn "krabba­mein á heim­inum", hafi brotizt út um miðja 20. öld og þurft heims­styrjöld að berja hann niður. Þá er "þjóð­ern­is­popúl­ismi" gerð­ur að sam­heiti við naz­isma og fas­isma, en ekki með réttu.

Heilli öld áður fór þjóð­ernis­popúl­ísk bylgja um heiminn, laus við ofstæki fas­ista og naz­ista og var þvert á móti heilbrigð frelsis­hugsjón þjóða eins og Ítala, sem vildu samein­ast í eitt ríki, sem og Þjóð­verja og jafnvel Íslend­inga sem vildu fá forræði í eigin málum og leggja rækt við sína þjóðlegu menningu, hreinsa og styðja þjóðtunguna til vegs og virðingar og standa vörð um þjóðleg gildi. Þetta var einn angi rómantísku stefnunnar og laus við tengsl við aðferðir ofbeldis­manna. Okkar beztu menn eins og Eggert Ólafsson, Baldvin Einarsson, Jónas Hallgrímsson, Jón Sigurðsson og spor­göngu­menn þeirra aðhylltust þessa þjóð­legu endur­reisn, sem er EKKI = alþjóða­hyggja vinstri manna eða glóbalismi alþjóða-fyrirtækjarisa sem vilja svæla sem mest undir sig. Og þessi stefna vann sigur 1918 með sjálfstæði Íslands og fleiri ríkja, ekki sízt hinna smærri, studdra af áhrifum Wilsons Bandaríkja­forseta. 

Einhver lítt kunnugur getur kallað Íslensku þjóð­fylk­inguna flokk þjóðernis­popúlisma, en það gæti aldrei verið nema í vægri merkingu orðsins, eins og hér var rakið, aldrei þeirri nazistísku eða fasísku. Hægt er að kalla stefnu sjálf­stæð­is­sinna í Katalóníu og Skotlandi þjóðernis­popúlíska, en það gerir þær hreyf­ingar ekki fasískar né nazistískar. 

Orðið "popúlismi" er ekki sjálfkrafa og alfarið heiti á öfgahópa-stefnu. T.d. var Perónisminn popúlísk hreyfing og ekki nazistísk né auðvalds­bullu­stefna; þvert á móti voru Perón og Evita hans verkalýðs­sinnuð.

Ennfremur þarf popúlismi ekki að fela í sér lýðskrum (demagogiu). Að magna upp fjölda­hrifningu og vinsældir ákveðinna aðila, eins og t.d. til stuðn­ings við landslið okkar eða Eurovision-þátttöku, er hins vegar birtingarmynd popúlisma og þarf ekki að fela í sér neinn djúprættan þjóðernishroka. 

Það sama á við um þá stefnu að standa gegn glóbalisma hægri eða vinstri manna og að vilja varkára stefnu í innflytjenda­málum -- andstætt t.d. alþjóð­legri útþenslu­stefnu islamista og hinni fyrir­hyggju­lausu "No Borders"-stefnu lítils öfga­hóps sem á þó inn­hlaup í jaðar­flokka til vinstri: "Bjarta framtíð" og Pírata. Við Íslendingar erum yfirleitt ánægðir með samsetningu þessa samfélags okkar og andvígir byltingar­kenndum breytingum í því efni, en þó lausir við þjóð­ernis­hroka.

Jón Valur Jensson.

mbl.is Sækja um heimild fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnubrögð kringum skýrslu ECRI-nefndar ámælisverð

Einstaklega vel upplýstur hagfræðingur, dr. Ólafur Ísleifs­son, átti glæsi­leg­an sprett um þessa álits­gjöf s.k. Evrópu­ráðs­nefnd­ar (tveggja full­trúa sem voru hér tvo daga!) í Út­varpi Sögu í fyrradag, og ættu menn að reyna að ná endur­flutn­ingi þátt­ar­ins eða hlusta á hann á vef ÚS, á þess­ari vef­slóð: ÞÆTTIR, og velja þar "Síðdegis­útvarpið 1-hluti 10.mars", en þessi umfjöllun Ólafs er þar einmitt í upphafi þátt­arins (sem byrjar sem oftar á Bítlalagi!).

Enginn sem hlustar með athygli og opnum huga á málflutning Ólafs ætti að verða fyrir vonbrigðum. Þetta er hreint og beint frábær frammistaða.

Áherzlan undir lokin er m.a. á það, að stjórnvöld verði hér að fara að lögum og virða þann andmælarétt sem löggiltur var hér á landi með stjórnsýslulögunum snemma á 10. áratugnum. Ennfremur þarf velferðarráðuneytið "undan­bragða­laust og mögl­unar­laust" að upplýsa um sinn hlut að þessu máli, sem er háalvarlegt, þegar svo er komið, að fyrirtæki hér á landi þurfi að búa við órökstudda ófrægingu um meint "hatur", þ.e. í Omega og á Útvarpi Sögu, af hálfu þessarar nefndar og dulinna "heimildarmanna" hennar.

Nánar verður væntanlega fjallað um mál þetta síðar.

Jón Valur Jensson.


Ekki er Jónas Kristjánsson, fv. ritstjóri DV, "nýrasisti" og upplýsti þó um þetta

á sínum vinsæla vef, Jonas.is :

Predika lögbrot og siðbrot

06/03/2016 — PUNKTAR

Framhaldsþættir á TV2 í Danmörku sýna með földum myndavélum, hvað predikað er í moskum múslima. Í öllum tilvikum kom í ljós, að hvatt er til, að múslimar lagi sig ekki að samfélagi landsins. Þar á meðal er hvatt til lögbrota. Til dæmis  að múslimar taki sharia-lög fram yfir ríkislög. Kennt er ofbeldi gegn kristnum og konum og börnum. Fyrsti þáttur uppljóstrunarinnar var sýndur 3. marz á TV2. Þættirnir taka af allan vafa um, að moskur vinna almennt gegn lögum og siðum í Danmörku. Í Bretlandi hafa faldar myndavélar sýnt það sama, predikanir múslima stríða gegn lögum og siðum þar í landi. Vesturlönd verða að taka á þessu böli.

Sjá 1:
Sjá 2:

Góður flokksstjórnarmaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, Jens G. Jensson, oddamaður flokksins í NV-kjördæmi, ritaði á Facebók flokksins í gær og kom þar með merkilega ábendingu: 

Pósturinn [Jónasar] endar á: "Vesturlönd þurfa að taka á þessu vandamáli." --Þetta er alrangt, þetta er ekki vandamál Vesturlanda, né vestrænnar menningar. Vesturlönd og menningarsamfélög útiloka praxís og athæfi sem er ólöglegt og ósiðlegt. Vesturlönd þurfa einungis að framfylgja því. Aðlögun samfélagsfyrirmæla Múhameðs spámanns verður að fara fram, eingöngu og hjálparlaust, af áhangendum hans. Þar til sá praxís er orðinn gallalaus, eftir vestrænum standard og lögum, á praxísinn að vera bannaður. Útilokum islam frá vestrænu samfélagi.

Í aukaathugasemd ritar hann:

Jónas er að agitera fyrir að Vesturlönd fari að siðbæta islam. Okkur kemur islam ekkert við; meðan islam er ekki í samræmi við okkar gildi, á islam ekki heima hjá okkur og á að vera bannað. Ef islam vill verða leyft, verður islam sjálft að breyta sér í samræmi við okkar gildi. Þangað til vera úti.

Athyglisvert sjónarmið, sem frjálst er að ræða hér. -jvj.


Sitthvað kemur fram í tveimur þáttum Útvarps Sögu vegna djarfra, illa rökstuddra fullyrðinga í ECRI-skýrslu og víðar um "hatur" í orðræðu fjölmiðla

Athyglisvert: Eldur Ísidór sölustjóri og talsmaður hvítra forrétt­inda­homma hjá feðra­veldinu, segir skýrslu Evrópu­nefndar (ECRI) um kyn­þátta­misrétti og um­burðarleysi lykta af pólit­ískum ofsóknum. Þetta kom fram í viðtali hans við Ernu Ýr Öldu­dóttur í þættinum Báknið burt í Útvarpi Sögu í gær.

Eldur segir að þegar hann hafi farið lauslega yfir skýrsl­una þar sem meðal annars komi fram ásakanir á nafngreinda fjölmiðla, stjórn­mála­flokka og þingmenn hafi hann skynjað að hún bæri keim af pólitískum ofsóknum „svo ef maður skoðar aðeins hverjir eru á bakvið skýrsluna þá finnst mér þetta mjög vafasamt," segir Eldur Ísidór. 

Í öðru viðtali á Útvarpi Sögu, við Margréti Steinarsdóttur, framkvæmda­stjóra Mannréttinda­skrifstofu Íslands, kom fram, að engin alþjóðleg skilgreining er til um það hvað telst vera hatursorðræða.

Margrét bendir á að þær skilg­reiningar, sem til séu um stöðu minni­hluta­hópa, snúi ekki að haturs­orðræðu, heldur kynþátta­misrétti. "Það er skil­grein­ing í samningi Sameinuðu þjóðanna gegn kynþátta­misrétti og það er líka til skilgreining sem Evrópu­sambandið hefur stuðst við sem snýr fyrst og fremst að þjóð­ernis­uppruna og kynþætti, en alþjóðlega skilg­reiningin á hat­ursorðræðu er ekki til,“ segir Margrét.

Þeim mun furðulegra er, að fulltrúi hjá Lögreglunni á höfuð­borgar­svæðinu (vara­þingkona Vinstri grænna á síðasta kjörtímabili) og aðstoðar­saksóknari hjá embættinu hafa staðið fyrir málsóknum gegn allt að einum tug manns vegna "hatursorðræðu" og gengið furðulangt fram í því að finna sér til ótrúlegustu setningar að ákæra fyrir.

En það er gott að geta útilokað Mannréttindaskrifstofu Íslands frá því að hafa nokkuð komið að skýrslugjöf og vinnubrögðum ECRI-nefndarinnar, það kom skýrt fram í viðtalinu við Margréti.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ný lög og stofnun í skoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru 80% Íslendinga þá rasistar?

Athygli og góðar undir­tektir fær hvöss ádrepa á DV.is í um­ræðu um ÍÞ:

María Magnúsdóttir, hjúkr­unar­fræð­ingur í Kefla­vík, ritar:

1lkgn1uwkiioy
Hef verið í stjórn ÍÞ frá upphafi. Þar er engan ras­isma né fas­isma að finna. Þegið þið sem ekki vitið hvað þið bullið um! Flokkurinn vill stemma stigu við islamiseringu og er með mörg önnur mjög góð málefni sem aðrir flokkar tóku síðan upp eftir ÍÞ.
 
Þjóðernisflokkar eru flokkar sem vilja hjálpa þeim sem VIRKI­LEGA þurfa hjálp en ekki ryðja inn gervi­flótta­mönnum eins og stjórnvöld gera nú. Talandi um rasista, eru þá 80% þjòðarinnar rasistar því skv. könnun sem var gerð á sl ári eru 80% Íslendinga á móti mosku­bygg­ingu. Þið hljótið þá að vera sammála því! ??? NEI, ekki rasistar en bara fólk með glóru í hausnum. 

Þið viljið náttúr­lega að Ísland verði eins og Svíþjóð og fleiri lönd í Evrópu. OK, þá skuluð þið bara fá þann pakka. Það gæti alveg orðið einn úr ykkar fjölskyldu sem lendir í fyrsta ódæðisverkinu. Við skulum bara ræða saman þá, það lækkar í ykkur rostinn og kjaft­urinn þegar ballið byrjar. 

Eini flokkurinn sem þorði að tala gegn hryðju­verka­vá og tala af viti um innflytj­endamál var ÍÞ. Það gerði Sigmundur Davìð líka, Davíð Oddsson, Ingibjörg Sólrún og Björn Bjarnason. Af hverju kallið þið þau ekki rasista??. Enginn vill þá þróun hér sem er orðin í Evrópu en fólk er hrætt við svona fólk eins og ykkur o.fl. sem rífið kjaft og dæmið það sem þið vitið ekkert um. Fólk sem þorir ekki að tala af ótta við rasista­stimpilinn en er ósátt. 
 
Velferðar­kerfið springur og allt fer hér á annan endann með þessari fasista­stjórn sem nú situr við völd. Hvar er þjóðar­atkvæðið um mosku, áfeng­is­frumvarpið og útlendinga­lögin?? Þið sem hér mælið hluti út í loftið vitið greinilega ekki allan sannleikann um það af hverju ÍÞ fór svona. Fyrir því voru nokkrar ástæður en sumar ljótari en aðrar, áhlaup o.fl. sem aldrei var í raun upplýst fyrir alþjóð, svo endaði þetta með Hörpu­fundinum, flugelda­sýningunni sem varð þess valdandi að fylgið hrundi úr 3,2% niður í ekkert... öðruvísi gat það ekki farið....

Við tölum saman þegar ballið byrjar hér en það er reyndar byrjað í róleg­heitum, en kæru landar, það á ekki að segja ykkur sannleikann. Það er búið að taka upp Svíþjóðarleiðina þannig að ef innflytjandi fremur glæp er reynt að þagga hann niður. Þetta kallar maður að elska land sitt og þjóð... er þaggi?? Svona mikla umhyggju bera núverandi stjòrnvöld fyrir ykkur, kæru saklausu og blekktu landar. Enginn flokkur er fullkominn, hvorki ÍÞ né fjórflokkurinn, en eitt er víst að þjóð­ernis­flokk vantar á Íslandi, hvaða nafni sem hann nefnist. Þetta eru ENGIR rasistaflokkar heldur flokkar sem vilja vernda YKKUR öll... blekkt af fjölþjóða­væðingunni sem er búin að drepa Evrópu. Af hverju skyldu annars þjóðernisflokkar vera sterkustu flokkar álfunnar...ha ?? Því að fólk er búið að fá nóg af hryðjuverkum og ótta og ófriði. Það vill löndin sín til baka. Spyrjum að leikslokum, vinir!

Smám saman vinnst sigur á al-Qaída og ISIS í Sýrlandi, en ófagnaður yrði að því að fá meðlimina sem flóttamenn inn í Evrópu!

Tengda­son­ur Osama bin Laden, Abu Khayr al-Masri, féll í dróna­árás banda­manna í NV-Sýrlandi í vik­unni. Sam­tök­in hafa staðfest þetta sjálf og hyggja eflaust á hefndir, en saumað er að þeim og ISIS-mönnum í landinu og alls­herjar­uppgjör kannski skammt undan. Þá geta Sýr­lend­ingar loks fagnað sumri á ný og haldið í heimahagana, ef þessi samtök bæði verða upprætt.

Hættan er ekki sízt sú, að þrautþjálfaðir baráttumenn þessara samtaka sleppi inn í Evrópu sem "flóttamenn" og haldi áfram sínum ódæðisverkum. Einna verst hafa þeir leikið kristna menn og jasída, en "góða fólkið" á Íslandi hefur EKKI viljað taka við sér, þeim til bjargar. Sjáum til, hvort meðferðin á marg-nauðg­aðri jasídastúlkunni Ekhlas Kidir, sem haldið var í kynlífsþrælkun í 152 daga, hrærir við hjarta þeirra, en hún kom fram í Sjónvarpi fyrir nokkrum dögum. Þarna sjá menn skelfilegt kúgunar- og fjöldamorðsvald þessara úrþvætta í "Ríki islams". Ofsatrú þeirra og mannfyrirlitning er þar versti fylginauturinn.

Mjög er skiljanlegt, að Trump hafi vilja stöðva fólksflutninga úr sjö löndum til Bandaríkjanna í þrjá mánuði. Minna en tveir væru eftir nú, ef hann hefði ekki neyðzt til að draga þá tilskipun sína til baka, en setja mun hann aðra, með breyttum ákvæðum, til að sigla fram hjá lagaþjarki í dómstólum, sem tekið gæti ár fremur en mánuði.

Andvaralitlir og værukærir eru ýmsir stjórnmálamenn í Evrópu, þar á meðal á Norðurlöndunum. En menn skyldu ekki gera lítiðúr því, að ríkisstjórn Svíþjóðar tekur í dag ákvörðun um að innleiða herskyldu á nýjan leik. Hún var aflögð 2010, en full ástæða sögð til endur­upptöku hennar nú. Jafnvel þótt sú ástæða sé gefin upp að þetta sé "gert af öryggisástæðum í ljósi þróunar alþjóðamála og vegna árásarhneigðar og ógnar frá Rússlandi," að yfirtaka Rússa á Krím­skaga og rússnesk árásarhneigð í Úkraínu" komi þarna við sögu, sem og, að "her­æf­ingar færist í aukana í nágrenni Svíþjóðar og njósnir færist í vöxt," þá er ekki laust við, að þarna gæti líka ótta við óróleika úr heimi múslima, því að varnar­málaráðherrann Peter Hultqvist í flokki sósíal­demókrata bendir einnig á að óróleiki ríki í Mið-Austur­löndum og ð gengið hafi verið of langt í að draga úr stríðs- og varnar­mætti Svíþjóðar. Og niðurstaða ráðherrans er einföld: "Ef við ætlum að hafa fullskipaðan herafla þjálfaðan til stríðs þá verðum við að bæta herskyldu við kerfið."

Jón Valur Jensson.


mbl.is Drápu tengdason Osama bin Laden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að leggja niður Útlendingastofnun er óráð og trúlega tillaga eindreginna fjölmenningarsinna

Viðtal við Kristínu Völundard. forstjóra bendir til þess fyrst­nefnda, þótt múl­bundin sé að nokkru. Engin brýn þörf er á bylt­ingu hér. Hjal um að "jafna þurfi aðstöðu flótta­manna og hælis­leit­enda" er út í blá­inn, ein­hver mesta ósvinna sem heyrzt hefur.

Hælis­leitendur hingað til lands voru 1132 árið 2016, en 354 árið á undan. Frá Makedóníu komu 467 (sautján­földun frá 2015) og Albaníu 231 (rúm­lega tvö­föld­un frá 2015).

Til samanburðar voru kvótaflóttamenn trúlega innan við 100 árið 2016. Að meðaltali er mikill kostnaður á bak við hvern þeirra, en það er okkur óskylt mál að taka við neinum hælisleitendum frá ofangreindum löndum, þar sem friður ríkir. Fráleitt er að lengja dvöl þeirra eða veita þeim hlutdeild í kjörum, að­bún­aði og réttindum kvóta­flótta­manna. Frasinn "jafna þarf aðstöðu flótta­manna og hælis­leitenda" er dæmi­gerð froða þeirra manna, sem vilja jafna hér allt út og gefa útlend­ingum jafnan rétt á við þann, sem við Íslend­ingar njótum samkvæmt stjórnarskránni, sbr. einkum 76. gr. hennar.

Þá virðast frétta­menn lítt skynugir á það að taka með hæfilegum fyrirvara og með gagnrýni þessari frétt af tillögum frá Alþjóða­stofnun Háskóla Íslands. Er þetta ekki stofnun undir forystu Samfylkingar-varaþingmannsins gamla, Baldurs Þórhalls­sonar, Jean Monnet-prófessors í Evrópusambandsfræðum (verðlaunaðs af ESB) og eindregins ESB-inn­limunar­sinna, þótt sá hinn sami sé iðulega tilkallaður sem "óháður álitsgjafi"?

Af hverju er ekki spurt út í, hverjir unnu þetta álit, sem skyndi­lega er skellt fram? Og rök þess eru greinilega miklu hæpnari en ríkis­fjölmið­illinn gefur í skyn með aðkomu sinni að málinu. Hvers vegna er ekki rætt við gagnfróða menn eins og Björn Bjarnason um málið? Hvers vegna er forstjóri Útlend­inga­stofn­unar nánast settur upp að vegg og látin(n) svara fyrir meinta vanrækslu eða hand­vömm stofn­unar­innar? Hvers vegna eru ráðherrar mennta­mála ekki dregnir til ábyrgðar vegna van­rækslu sinnar við íslenzku­kennslu aðkom­inna útlend­inga (flestra af EES-svæðinu)?

Þannig má lengi spyrja. Málið er í raun enn í skötulíki, fjarri því að vera almenni­lega rætt. Flas er ei til fagnaðar.

Jón Valur Jensson.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband