Af fölsuðum undirskriftum

 

Á meðmælalistum illt var í efni,---

augljóst að fölsun sín snarlega hefni.

Kjörstjórnir horfðu á kynstur nafna

krotuð í svikum, en þeim ber að hafna.

Einhver þá synd átti yfirdrifna.

Mun Íslensk þjóðfylking eftir það lifna?

svipt sínum rétti saklausa´ að nefna

til sæmdarstarfa´ og sín loforð að efna.

 

Jón Valur Jensson.


mbl.is Grunur um falsaðar undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli Jón

Hvernig ætlar Íslenska þjóðfylkingin að bregðast við þessum tíðindum?

Óli Jón, 16.10.2017 kl. 23:57

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það kemur væntanlega í ljós, að ætla mætti, eftir flokksstjórnarfund eða í öllu falli eftir að rannsókn lögreglu hefur skilað einhverjum upplýsingum.

Jón Valur Jensson, 17.10.2017 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband