Öfgahreyfing notfærir sér slapplega stefnu sænskra yfirvalda

Fordæma ber nazisma í öllum hans myndum og ofbeldis­aðgerðir nýnaz­ista­hreyfing­ar­innar NMR í Gauta­borg í dag. Hitt er þó ljóst, að sænsk yfirvöld hafa með lin­kind sinni í innflytj­enda­málum átt þátt í því að æsa upp öfga­öfl til stuðnings við þá hreyf­ingu. Það er stórlega miður þegar sósíaldemó­kratar, af öllum flokk­um, verða slíkum öfga­öflum óbein átylla og jafnvel hvatn­ing til að boða til átaka í samfélaginu. Eins þrífast þau á bæði sönnum og ýktum fréttum af fram­ferði öfga­múslima og þeirra sem upp á sitt eindæmi neyða sínum harðneskju­legu sjaría­lögum upp á ættingja sína, sem vilja njóta þess frelsis og þeirra mannrétt­inda sem boðið er upp á í vestrænu samfélagi.

Íslenska þjóðfylkingin styður sjálfstæði og fullveldi Íslands, m.a. gegn Evrópu­samband­inu, en fordæmir bæði útlend­inga­hatur og alla kynþátta­hyggju. Við erum almennt andvíg fjölgun múslima á Íslandi, þ.e. með innflutningi, en til þess eru margar ástæður, en ekki rasískar, enda höfum við ekki andmælt mót­töku flótta­manna frá Sýrlandi, en viljum að hingað verði þá fengnir kristnir flótta­menn, sem eiga hér betur heima en músl­imskir og aðlögun þeirra auðveldari til lengri og skemmri tíma.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Óeirðir vegna nasistagöngu í Gautaborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Merry

Heyr heyr Jón Valur.

Merry, 30.9.2017 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband