Hvað með flóttamenn? - úr viðtali við formann Íslensku þjóðfylkingarinnar, Guðmund Þorleifsson

 Nú er ljóst að margir koma hingað sem eiga ekki rétt á hæli. Þið hafið sagt að það hafi áhrif á bið­röðina eftir húsnæði í félags­mála­kerfinu.

„Það er segir sig sjálft, ef það gengur fyrir hjá ríkisstjórninni að útvega hælis­leitendum húsnæði, en ekki sínum eigin þegnum sem þeir eru þó skuld­bundn­ir til að gera samkvæmt stjórnar­skránni. Hér spilar inn í þessi arfa­vitlausa útlend­inga­löggjöf sem tók gildi um síðustu áramót og þarf að fella þegar í stað úr gildi. Ég segi fyrir mitt leyti, og er fullviss um að aðrir innan Íslensku þjóðfylk­ingarinnar eru sama sinnis: við eigum ekki einu sinni að fara í 48 tíma regluna. Við eigum að snúa þeim við strax, um leið og þeir koma til landsins. Það er engin ástæða til að taka á móti fólki sem við vitum fyrirfram að á ekki erindi hingað. Hér á landi er orðin til ákveðin starfsgrein lögfræðinga og sérfræðinga hjá félagsmálastofnunum, sem lifa á þessu. Þetta er orðin ákveðinn „iðnaður". Þetta er fólk sem starfar á vegum ríkisins og það berst af oddi og egg til að halda sínum störfum... og ég skil það svo sem vel. En ég tel að fjármunum sé vitlaust varið, að eyða öllum þessum fjármunum í þetta hér heima, heldur ættum við að nota þessa peninga til að hjálpa fólki í sínu nærumhverfi, þar sem fjármunirnir nýtast miklu betur. Við eigum að fara í þeirra nærumhverfi í Sýrlandi og Líbanon og þar eigum við að leggja til og hjálpa. Þar myndi peningurinn koma betur að notum.“

Sjá nánar allt viðtalið hér: Bjóða fram í borginni, vilja mosku burt og endurreisa verkamanna­bústaðakerfið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband