Kostulegir vinstri menn

Eftirfarandi birtist á mbl.is 16.6.:

“Ef horft er til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsfólk Vinstri grænna hafði síst heimsótt Costco eða 29% en stuðningsfólk Samfylkingarinnar var aftur á móti líklegast til að ætla ekki að fara í Costco eða 13%. Sjálfstæð­is­menn virðast hins vegar llíklegastir til að kjósa Costco, en 95% þeirra hafa annaðhvort komið í verslunina eða ætla að fara þangað við tækifæri.”

Er þetta ekki lýsandi dæmi um ofstopahneigð vinstra fólks, þeirra sem kalla sig félagshyggjufólk og líberalista. Þetta fólk er gjarnan andstætt frjálsum atvinnu­rekstri og finnur sér nú einhverja hugmyndafræðilega ástæðu til þess að líka ekki við valkostinn og þá vöruúrvalið og verðið sem Costco býður upp á. Hvort skyldi ráða meiru hatur þessa fólks á Bandaríkjunum vegna þess að þau eru gamalgróið lýðræðisríki og hafa oftar en önnur staðið vörð gegn heimsvalda­stefnu og kúgun sósíalista­ríkjanna eða er það kannske vegna þess að hér er um einhvers konar menningar­snobb að ræða? Það væri þeim líkt. Vinstra fólk telur sig ævinlega yfir aðra hafið og vita allt best og umhygggjan fyrir hag alþýð­unnar víkur ætíð fyrir öfgunum.

Kjartan Örn Kjartansson.

Höfundur er öryrki og eldri borgari og á sæti í flokksstjórn Íslensku þjóðfylkingarinnar.


mbl.is 43% Íslendinga hafa farið í Costco
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband