Gripið verður til æ betri varnarkerfa gegn óvinum þjóðfélagsins

Ánægjuleg er sú tækniframför sem þýzka lögreglan er nú að koma í gagnið: and­lits­grein­ing á lest­ar­stöðvum "í því skyni að hjálpa lög­reglu að finna hryðju­verka­menn."

Thom­as de Maizi­ere inn­an­rík­is­ráðherra sagði að tækn­in verði prófuð á sjálf­boðaliðum á Su­ed­kr­euz-stöðinni í Berlín og að gef­ist til­raun­in vel verði hún inn­leidd á fleiri lest­ar­stöðvum. 

„Við höf­um nú þegar mynd­bands­eft­ir­lit á lest­ar­stöðvum. En við höf­um ekki getað sett mynd af hryðju­verka­manni í kerfi sem læt­ur okk­ur vita þegar hann kem­ur í mynd,“ sagði Maizi­ere í viðtali við dag­blaðið Tagespieg­el. „Reyn­ist tækn­in áreiðan­leg ætti hún líka að vera notuð til að finna ann­ars kon­ar glæpa­menn.“ (Mbl.is)

Þannig reynist sókn alþjóðlegra glæpamanna gegn almenningi verða til þess með eins konar pendúls-áhrifum, að gripið verði til æ betri varnarkerfa.

Sam­kvæmt frétta­skýr­ingu Tagespieg­el er ekki lík­legt að nýja kerfið verði fyr­ir laga­legri mót­stöðu vegna þess að það yrði aðeins notað til að finna þá sem liggja und­ir grun. Þannig bryti það ekki á rétt­ind­um þeirra sem koma rann­sókn­inni ekki við. 

Hér á Íslandi þurfum við að gæta þess, að meint persónuvernd verði ekki látin ganga fyrir öryggi almennings.

Nýjasta stóra hryðjuverkið í Þýska­landi var mann­skæð árás á jóla­markaði í Berlín árið 2016 þegar maður frá Tún­is keyrði flutn­inga­bíl á mann­fjölda og drap tólf manns.

JVJ.


mbl.is Greina andlit á lestarstöðvum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað áttu við með orðalaginu "meint persónvernd" ?

Það er staðreynd að í gildi eru lög um persónuvernd.

Ekki "meint" heldur raunveruleg staðreynd.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2017 kl. 20:22

2 identicon

Af hverju ekki að hafa hliðgrind sem þú ættir að fara í gegnum sem aðeins opnar og leyfir þér í gegn ef þú ert ekki á listnum. . Og getur hringt í viðvörun ef þú ert á listanum.

Merry (IP-tala skráð) 10.6.2017 kl. 20:27

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég lít svo á, að í sumum tilfellum gangi kröfurnar um persónuvernd of langt, s.s. þegar menn notuðu hana sem ástæðu gegn því að setja upp fleiri eftirlitsmyndavélar í miðbænum. Ég tel, að þar eigi meiri hagsmunir, bæði heildarinnar og sjálfir lífshagsmunir einstaklinga að vega þyngra en frelsi annarra til að sjást ekki á slíkum myndbandsupptökum (enda séu þær yfirleitt ekki settar í almenna birtingu, heldur aðeins til skoðunar fyrir lögregluna og þá, sem hún getur þurft að kalla til).

Jón Valur Jensson, 10.6.2017 kl. 23:50

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Öðrumegin við mig eru hálfvitar sem vilja fá hingað hryðjuverkamenn, hinumegin við mig eru hálfvitar sem vilja setja upp STASI.

Allt skaðlegir hálfvitar.

Persónufrelsi er MIKILVÆGT!  Ríkið er EKKI vinur þinn.  Þú berð ábyrgð á þér, og ef þú gerir það ekki, gerir það enginn.

Ásgrímur Hartmannsson, 11.6.2017 kl. 00:07

5 identicon

Ásgrímur, eftirlitsmyndavélar hafa marg oft orðið til þess að afbrotamenn hafa verið gómaðir.
Því fleiri myndavélar, því betra.
Ef þú ert normal, þá þarftu ekki að óttast neitt, eða?

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 11.6.2017 kl. 02:34

6 Smámynd: Merry

Já, svo lengi sem þú ert venjuleg manneskja og þú ert ekki hættulegur,  þá tel ég að það ætti að vera fleiri myndavélar - sérstaklega hvernig heimurinn er að fara.

Merry, 11.6.2017 kl. 19:28

7 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Valdimar: af hverju á ég að sætta mig við að einhvr sé stanslaust að horfa á mig bara vegna þess að einhver gaur gæti hugsanlega gert eitthvað af sér?

Hvers á ég að gjalda?

Af hverju þarf að njósna um 99% allra, bara til þess að ganga kannski aðeins betur að góma einhvern krimma?

Er kostnaðurinn virkilega þess virði?

Ásgrímur Hartmannsson, 11.6.2017 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband