Útrýmingarherferð islamista gegn koptum í Egyptalandi

Beinar, grimmilegar árásir hafa verið gerðar á kristna kopta á síðustu mán­uðum, 26 sall­aðir niður í gær með skothríð 10 ómenna á tvær rútur og flutn­ingabíl á ferð í Mið-Egypta­landi, en 25 særðir. Um 100 koptar alls hafa verið drepnir sl. hálft ár, meiri hlutinn í kirkjum, og er þessi óhugnaður til vitnis um hatrið sem þrífst í hugarheimum ISIS og margra í Múslimska bræðralaginu. Stjórnvöld landsins berjast gegn þessu og leita nú t.d. ódæðismannanna tíu frá fjöldamorðinu í gær, þar sem m.a. börn voru skotin til bana. Koptar teljast vera 10% Egypta, sem alls eru 92 milljónir talsins.

Hryðjuverkin hafa skaðvænleg áhrif á efnahag Egyptalands, þar sem komum ferðamanna fækkar. En meðlimir Múslimska bræðralagsins voru á þriðju milljón, þegar starfsemi þess var bönnuð, en margir úr því starfa með "Ríki islams" og láta tilganginn helga sín verstu verk. Ekki halda grófustu partar Kóransins aftur af þessum ofstækismönnum.

JVJ.


mbl.is 26 drepnir í árás í Egyptalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband