Lilja Dögg gerir rétt í því að hlífa ekki brauðfótastjórn hagsmunaaflanna

„Verk­efnið er að koma þess­ari rík­i­s­tjórn frá og sam­ein­ast í því svo þjóðin geti ein­beitt sér að al­vöru­stjórn­mál­um og þurfi ekki að horfa upp á hvert klúðrið á fæt­ur öðru,“ sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir réttilega á fundi miðstjórnar Framsóknarflokksins.

Sig­urði Inga Jó­hanns­syni, formanni flokksins, blandast heldur ekki hugur um, að "svo virðist sem einn flokk­ur, um­fram aðra, stjórni land­inu upp á sitt ein­dæmi," því að "viðheng­in tvö", Björt framtíð og Viðreisn, hafi ekki afl til að standa í lapp­irn­ar. "Viðreisn er úti­bú frá Sjálf­stæðis­flokkn­um, Björt framtíð virðist svo vera orðin úti­bú frá Viðreisn," segir Sig­urður.

Benti hann á að í ell­efu manna rík­is­stjórn sitji sex Sjálf­stæðis­menn og að ekki fyr­ir svo löngu síðan voru 9 af þeim, sem eru ráðherr­ar nú, í Sjálf­stæðis­flokkn­um. „Rík­is­stjórn­in sem nú sit­ur hef­ur því væna hægri slagsíðu,“ sagði Sig­urður skv. frétt Mbl.is.

Þetta Framsóknarþing lofar góðu. Flokkurinn verður ekki lengur misnotaður til að styðja afleitar ríkisstjórnir á brauðfótum -- og heldur ekki þær, sem reyna að vinna sér upp atkvæða­leysið og óvin­sældirnar með því að reyna að gera sig voldugar í krafti fjárráða með því að sópa til sín almannaeignum með einka­væðingu í stíl við fyrri feril núlifandi Engeyinga, ekki sízt í fjölskyldu forsætis­ráðherrans sjálfs.

Og það mun heldur ekki halda þessari ríkisstjórn á floti, að hún er að gerast mesta skattpín­ingar­stjórn sögunnar, svíkst um að efna loforð um skattalækk­anir, en bætir bara í með nýja skatta. Kemst enginn með tærnar þar sem hún hefur hælana í þeim efnum, nema við teljum þar með hinn staðfasta ásetning vinstri-meiri­hlutans í borgarstjórn Reykjavíkur, sem vill leggja þung­bærar klyfjar á alla fasteigna­eigendur -- og raunar með ófyrir­leit­inni, sennilega ólög­mætri skatt­heimtu: "innviðagjaldi" -- í þágu óhag­kvæm­asta samgöngu­verkefnis á norður­hveli jarðar: "Borgarlínunnar"!

Það vantar sannarlega nýtt afl inn í stjórnmálin, bæði á borgar- og landsmála­vettvangi. Íslenska þjóðfylkingin er reiðubúin til þess eftir næstu kosningar, hvort sem þær verða á sviði sveitarstjórna eða jafnvel í landsmálunum strax á þessu ári -- og að taka þátt í stjórnarmyndun með flokkum, sem hægt er að vinna með, en ekki ríkisstjórn sem fylgir leiðarstjörnu sérhagsmuna fámennrar auðstéttar.  

Jón Valur Jensson.


mbl.is Mun aldrei styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Komið þið sæl: Þjóðfylkingarfólk !

Jóni Val Jenssyni - er einkar lagið, að mæra einn þeirra flokka (Framsóknarflokkinn t.d.), sem komu landsmönnum í þá óviðunandi stöðu, sem hér nú ríkir (1995 - 2007 og síðar) / og fer bara versnandi, fyrir almennt launafólk í landinu, sem og þau fyrirtæki, sem eru að burðast við að skapa verðmæti og gera annað það gagn, sem þau vilja leggja sig fram, við.

Eða: hvað haldið þið, að sé að marka fagurgala Lilju Daggar Alfreðsdóttur, umfram þau önnur, sem tilheyra 7 flokka samsteypunni, á þinginu ?

Íslenzka þjóðfylkingin - ásamt Flokki fólksins og Dögun (þó hvorugan þeirra ég styðji:: þ.e. Flokk fólksins og Dögun), eiga að hafa alla burði til, að skipta á milli sín 40 - 45 þingsætum næst, tækist að skapa það öngþveiti sem þarf, s.s. allsherjar verkfall, til þess að hrinda núverandi valdhöfum, af stöllum sínum.

Jón Valur !

Það þýðir lítt: að hafa eitthvert kurteisislegt hjal í frammi, eigi raunverulegur árangur að nást, í viðureigninni við núverandi óstjórn í landinu, á komandi misserum.

Mundu bara Jón Valur - að loforða- og Gylliboða snakk 7 flokka liðanna, er ekki marktækara, en góðlátlegt spjall, við Ljósastaurana, á næstu götuhornum: þér, að segja. 

Góða fyrirmynd getum við sótt - í Kúómingtang hreyfingu Chiangs Kai- shek heitins (1887 - 1975) austur á Taíwan (Formósu) t.d., sem tókst að byggja upp fyrirmyndarríki á eynni þar eystra, þó undan hafi þurft að láta síga, gagnvart Maó hyskinu á meginlandinu um stund:: reyndar.

 

Með beztu kveðjum: engu að síður - af Suðurlandi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.5.2017 kl. 15:11

2 Smámynd: Íslenska þjóðfylkingin

Hér var Framsóknarflokkurinn ekki mærður sem slíkur.

Og hvorki Lilja Dögg né Sigurður Ingi né Sigmundur Davíð stýrðu honum á árunum 1995 - 2007.

Með góðri kveðju, -JVJ.

Íslenska þjóðfylkingin, 20.5.2017 kl. 15:31

3 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Jón Valur !

Engu að síður: er stefna þeirra óbreytt / áframhaldandi arðrán, sem og sjálftaka hvers konar: sbr. sporzlur 44 - 45% hækkana Kjararáðs þeim til handa, sem og annarra þingmanna, þann 29. Október s.l.

Hvar - hafa mótmæli þeirra (Framsóknarmanna t.d.) komið fram, gagnvart þeim ofurlaunum, sem Kjararáðs ómyndin spjó til þeirra, í fyrrahaust ?

Ekkert: ekkert réttlætir áframhaldandi Kjötkatla setu þessa liðs framar, Jón Valur.

Samfélagið íslenzka - heldur áfram á braut tortímingar og eyðingar, með þessarri siferðislausu- og græðginni ofurseldri 7 flokka áhöfn alþingis.

Til uppgjörs verður að koma: fyrr, heldur en síðar.

Með sömu kveðjum - sem seinustu / 

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.5.2017 kl. 15:51

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Í viðtali á Útvarp Sögu sagði Lilja Dögg Alfreðsdóttir að hún væri samþykkt þvi að stjá lög á hrægammasjóði, það sem hún er að fara fram á að það sé vitað hvaða persóna er eigandi í hrægammasjóðum, ef hrægammasjoðir vilja fjárfesta á Íslandi.

það sem mér skildist líka er að hún einhverjir aðrir væru að bræða saman frumvarp til Alþingis um hrægammasjóðalög.

Er Lilja Dögg með pólitískar sjálfsvígs hvatir, fylgist Lilja Dögg ekki með það sem gerist í stjórnmálum á Íslandi?

Frændurnir Bjarni og Benni ásamt Sjóræningjunum sem eru á launum hjá Soros leifa þetta aldrei, þurfum ekki nema að líta rúmt eitt ár aftur í tíman þegar svipað var reint.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 21.5.2017 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband