Eru islamistar að færa sig upp á skaftið í Svíþjóð? Blóðugt hryðjuverk skelfir Svía

Árásin á almenning í miðborg Stokkhólms í dag, með því að aka vöru­bíl inn í manngrúa, þar sem fjórir eru látnir og 15 særðir, setur hroll í Svía. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur lýst þessu sem hryðju­verki. Einn gerandi hefur náðst og mun hafa játað á sig glæpinn (þessi viðbót skv. nýlegri frétt). Talið var, að heyrzt hefði af skothvellum í Stokkhólmi, en það er óstaðfest enn.

Er fyrir fram líklegt, að hinar gestrisnu móttöku­þjóðir múslima í álfunni sleppi við hryðjuverk? Ekki hefur reynslan sýnt það, og ekki er það heldur líklegt á Norðurlöndunum. Trúlega er nú komið að gestrisnasta landinu, Svíþjóð, að fá yfir sig hryðjuverk islamista. Sé svo, sjá menn væntanlega, að þessi grein var ekki að ósekju skrifuð: Er þagnar- og þöggunar-múrinn sænsk-íslenski loksins að rofna?

Þar mun koma, að áliti undirritaðs, að augu æ fleiri Íslendinga muni opnast fyrir þeirri staðreynd, að meiri­hluta­viðhorf gagnvart innflytjenda­málum hafa snúizt svo á síðustu misserum, að Evrópuþjóðir eru á einu máli með Íslensku þjóð­fylk­ing­unni um að stöðva beri straum múslima inn í Evrópu!

Gætum þess einnig, að Norðurlandabúar eiga greiðan aðgang til Íslands, m.a. til atvinnu hér og búsetu. Er okkur þar til að mynda ætlað það skyldu-hlutverk að meðtaka fólk af ólík­legasta uppruna og ofsa­trúar­menn þar á meðal sem Svía, Dani eða Norð­menn, hafi þeir fengið ríkisborgararétt í þeim löndum.

Lögreglan hér er nú þegar með Ísland á næsthæsta viðbún­aðarstigi gagnvart hryðjuverkum [1], og ekki dregur þessi sorgar­atburður úr þörfinni á fullri árvekni lögreglu­yfirvalda hér.

[1] Sbr. þessa grein: Tveir með tengsl við hryðju­­verka­­sam­tök óskuðu hér eft­ir alþjóð­legri vernd. Ísland gegn­um­streymis­land. Hryðju­verka­hætta á Íslandi enn "metin í meðallagi"

PS. Hér er eitthvað sýnt á myndbandi af vettvangi:

http://www.independent.co.uk/news/world/europe/stockholm-attack-latest-killed-shots-fired-lorry-truck-ahlens-mall-crash-crowd-sweden-people-a7672636.html

Jón Valur Jensson.


mbl.is Stokkhólmur: Þetta vitum við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er rétt að hrapa ekki að áliktunum, það hefur hvergi komið fram að þarna hafi múslímar verið að verki, minnumst hryðjuverkana í Noregi en þar var að verki kristin hægriöfga maður.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 7.4.2017 kl. 16:24

2 Smámynd: Íslenska þjóðfylkingin

Alveg rétt hjá þér, Helgi, en fyrir fram er mjög ólíklegt, að hér sé um pólitískt hryðjuverk öfgahægrimanns að ræða. Þetta er nefnilega gerólíkt hryðjuverkinu í Útey. Þar var skotspónninn kjarninn í ungliðasveitum norskra jafnaðarmanna, en hér er bara ráðizt á einhverja, eins marga af sænskum almenningi og þeir telja sig ná til (talað hefur verið um þrjá árásarmenn). Sænskur þjóðernissinni myndi ekki ráðast þannig á eigin þjóð, að áliti undirritaðs. Vitaskuld geti hér líka verið um klikkaðan geranda að ræða. Við bíðum frekari tíðinda, en í greininni er ekki sagt fullum fetum, að um islamista hafi verið að ræða, þótt mér þyki það líklegt.

Jón Valur Jensson.

Íslenska þjóðfylkingin, 7.4.2017 kl. 16:43

3 Smámynd: Íslenska þjóðfylkingin

Rétt er, Helgi, að enn er ekki komið fram, að þarna hafi múslimar verið að verki, en fyrir fram er mjög ólíklegt, að hér sé um pólitískt hryðjuverk öfgahægrimanns að ræða. Þetta er nefnilega gerólíkt hryðjuverkinu í Útey. Þar var skotspónninn kjarninn í ungliðasveitum norskra jafnaðarmanna (sem sé pólitísk hatursatlaga), en hér er bara ráðizt á einhverja, eins marga af sænskum almenningi og þeir telja sig ná til (talað hefur verið um þrjá árásarmenn). Sænskur þjóðernissinni myndi ekki ráðast þannig á eigin þjóð, að áliti undirritaðs. Vitaskuld gæti hér líka verið um klikkaðan geranda að ræða. Við bíðum frekari tíðinda, en í greininni er ekki sagt fullum fetum, að um islamista hafi verið að ræða, þótt mér þyki það líklegt.

En í einu sérstaklega ferðu með argasta fleipur, því að A.B. Breivik var ekki og hefur aldrei verið kristinn öfgamaður. Sá viðurstyggilegi fjöldamorðingi fyrirlítur kristindóm að hans eigin sögn og dró hér dám af Hitler. Breivik "segist ekki biðja til Jesú eða guðs, heldur til stríðsguðsins Óðins," og hann segir "fátt í þessum heimi sem brjóstumkennanlegra [sé] en Jesús og boðskapur hans og ég hef ætíð fyrirlitið þann veikleika og alþjóðarækni sem kirkjan er táknmynd fyrir," sagði hann, sjá nánar hér á Eyjunni: http://eyjan.pressan.is/frettir/2015/11/21/anders-breivik-eg-er-ekki-og-hef-aldrei-verid-kristinnar-truar/

Þér skjátlaðist því hrapallega um þetta, enda er fátt það til sem er andstæðara kristindómi heldur en óhugnanlegt ódæðisverk Breiviks.

Jón Valur Jensson.

Íslenska þjóðfylkingin, 7.4.2017 kl. 16:58

4 identicon

Þetta voðaverk í Svíþjóð ætti að vekja elítuna, sem stutt hefur viðhorf NO BORDERS liðanna með ráði og dáð.  Það er ekki að ósekju að Íslenska þjóðfylkingin, einn flokka hefur barist gegn núverandi innflytjendalögum, sem opnað hafa landamæri landsins upp á gátt.  Yfirlýsing dómsmálaráðherra á Útvapi Sögu um að ríkisstjórnin myndi stórauka aðstoð við flóttamenn, sem vildu koma til Íslands og hvetja til þess að tekið yrði á móti fleirum en ráð hafi verið gert, er bæði hættulegt og stórvarasöm þjóun.  Þó svo að varnaðarorð Íslensku þjóðfylkingarinnar hafi ekki náð eyrum fólks fyrir síðustu kosningar, þá mun sá tími koma að hinir flokkarnir þykjast ekki kannast við óskapnaðinn sem þeir komu á , en þá munu menn kannast við varnaðrorð Íslensku þjóðfylkingarinnar gagnvart þeim ólögum sem sett voru í skjóli næturs. Hvort það verði um seinan verður tímin að leiða í ljós, en sá tími mun koma. Íslenska þjóðfylkingin sendir öllum Svíum og öðrum þeim sem eiga um sárt að binda samúð sína, hugur okkar allra er hjá ykkur.  Guð blessi ykkur.

Gudmundur Thorleifsson (IP-tala skráð) 7.4.2017 kl. 20:39

5 Smámynd: Guðmundur Karl Þorleifsson

Þetta voðaverk í Svíþjóð ætti að vekja elítuna, sem stutt hefur viðhorf NO BORDERS liðanna með ráði og dáð.   Það er ekki að ósekju að Íslenska þjóðfylkingin, einn flokka hefur barist gegn núverandi innflytjendalögum, sem opnað hafa landamæri landsins upp á gátt.  Yfirlýsing dómsmálaráðherra á Útvarpi Sögu um að ríkisstjórnin myndi stórauka aðstoð við flóttamenn, sem vildu koma til Íslands og hvetja  til þess að tekið yrði á móti mun fleirum en ráð hafi verið gert, er bæði hættuleg og stórvarasöm þróun.  Þó svo að varnaðarorð Íslensku þjóðfylkingarinnar hafi ekki náð eyrum fólks fyrir síðustu kosningar, þá mun sá tími koma að hinir flokkarnir þykjast ekki kannast við óskapnaðinn sem þeir komu á og menn munu  kannast við varnaðarorð Íslensku þjóðfylkingarinnar gagnvart þeim ólögum sem þeir komu á.  Hvort það verði um seinan verður tíminn að skera um, en sá tími mun koma.  Íslenska þjóðfylkingin sendir öllum Svíum og öðrum þeim sem eiga um sárt að binda samúð sína, hugur okkar allra er hjá ykkur. Guð blessi ykkur. 

Guðmundur Karl Þorleifsson, 7.4.2017 kl. 21:05

6 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þetta Svíþjóðar dæmi dagsins í dag er bara leikrit. Engin sýnileg lík og fjölmiðlakona flissaði í sænskri útsendingu.

Flóttaleg augu sumra karla í fjölmiðlanna útskýringum voru vægast sagt vandræðalega augljós blekking.

Það eru augljósu ósamræmanlegu smáatriði heildarmyndarinnar fjölmiðluðu, sem afhjúpa áróðurinn og leikaraskapinn hjá heimsveldis fjölmiðluninni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.4.2017 kl. 00:47

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Orð að sönnu, Guðmundur Karl, formaður íslensku þjóðfylkingarinnar.

Vel mælt eru orð þín hér fyrir hönd flokksins, einkum þessi til Svía.

En Anna Sigríður, verður ekki að spyrja þig í allri einlægni: Hefurðu í alvöru trú á því, að sænska ríkisstjórnin, herinn, lögreglan og fjölmiðlarnir hafi verið að taka þátt í einhverju alþjóðlegu samsæri?

Jón Valur Jensson, 8.4.2017 kl. 04:49

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Gott hjá formanni ÍÞ. Sem íbúi í Svíþjóð, skynja ég vel sorgina sem þjóðin upplifir. Skipulagði atburðurinn á Sergels-torginu var mjög gott framtak.

Theódór Norðkvist, 9.4.2017 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband