Uppskrift sænskra pólitíkusa veldur því hve bumbult þeim verður

Það þýðir lítt fyrir Löf­ven, for­sæt­is­ráðherra Svía, og Bildt fyrirrennara hans að láta sem þeir viti ekki um slæm áhrif inn­flytj­enda­stefnu þeirra. Sama dag og þeir börðu sér á brjóst og gerðu lítið úr Trump fyrir "fá­fræði" hans, tóku óeirða­seggir að grýta lög­reglu (í 100. sinn a.m.k.), kveikja í bílum og sanna ná­kvæm­lega það, sem Trump var að tala um, og það í sjálfri höfuðborginni Stokkhólmi!

Félagslega séð er augljóst að Svíar hafa ekkert kunnað á neina aðlögun, enda flestir innflytj­endanna (yfir tvö hundruð þúsund) enn atvinnu­lausir. Þetta er sama auðvelda uppskriftin og Frakkar höfðu áður upplifað að megnri ófullnægju ungs fólks og annarra, gremju sem býzt út í andfélagslegu hátterni, og ekki er til bóta að menn í leit að samstöðu hverfi inn á við í arfleifð islams þar sem karlremba og fjarstýring kvenna eru meðal fylgifiska trúar­innar og jafnvel skelfilega hluti hefur leitt af harðlínu­stefnu islamista. Meira að segja frá skandinavísku löndunum öllum hefur Ríki islams í Sýrlandi og Írak fengið efni í bæði stríðsglæpamenn og fallbyssu­fóður. Nú eru þeir víða að hrekjast undan sókn Sýrlands­hers og Írakshers, og það lítur ekki friðvænlega út fyrir evrópsku heimabyggðirnar að fá þá aftur. Og menn þjálfaðir í ofstækisfullri, vopnaðri baráttu munu í hvaða landi sem er finna sér átyllu til ógnarverka.

Eins og öllum upplýstum á að vera kunnugt, var Donald Trump alls ekki að tala um nein "hryðjuverk" í Svíþjóð og heldur ekki "árásir". En hann var að vísa í afar slæm áhrif þess, að Svíar hleyptu inn 165.000 flótta­mönnum og hælis­leit­endum á einu ári og horfa nú upp á fjölgun glæpa í kjölfarið. Jafnvel í Noregi og Danmörku hefur fjölgað glæpum gegn konum, einkum ungum, en líka með sárustum hætti gegn stúlkubörnum, sem fá til sín í heimsókn umskurð­ar­konur sem skemma þær fyrir lífstíð og valda sárum harmi, eins og séra Arndís Ósk Hauksdóttir, sveitarprestur í Noregi og félagi í Íslensku þjóðfylk­ing­unni, upplýsti vel um í viðtali við Edith Alvarsdóttur í Útvarpi Sögu sl. föstudag, 17. þessa mánaðar.

En allt er Trumpsmálið nýjasta til hneisu fyrir marga fjölmiðla, hér á landi einkum hina rammhlutdrægu fréttastofu RÚV og Morgunblaðið (sbr. blogg undirritaðs og einnig Gústafs Skúlasonar, Gunnars Rögnvaldssonar og Halldórs Jónssonar verkfræðings).

Hér á Ásgrímur Hartmannsson fróðleg, ný fréttamyndbönd, norskt og frá CNN, um það upplausnarástand sem aðsigi er í Svíþjóð, og flott lögreglan er ekkert að fela það: Ég er hinsvegar ekkert undrandi heitir samantekt hans á þeim fróðlegu fréttamyndböndum.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Undrandi á ummælum Trumps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband