Íslendingar annars flokks borgarar í eigin landi?

Íslenska þjóðfylkingin mótmælir harðlega nýlegum samning sem velferð­ar­ráðherra og Rauði krossinn undir­rituðu nýlega vegna hælisleitenda. Svo virðist sem íslenskir stjórnmála­menn gefi enn eina ferðina eigin löndum sem eiga um sárt að binda og líða skort í þessu þjóðfélagi langt nef. Í flestum ef ekki öllum stærstu bæjarfélögum á Íslandi eru biðlistar eftir húsnæði í félagslega kerfinu, eldra fólk á í erfiðleikum með að leysa út lyf og margir eiga ekki rétt á ókeypis læknisþjónustu.

Það er undarlegt hvað stjórnmála­menn allra flokka á Alþingi virðast fúsir til að láta allt til fólks sem aldrei hefur búið hér, hefur ekki kosninga­rétt hér og borgar ekki skatta hér. En þeir sem byggðu upp þetta samfélag virðast orðnir annars flokks borgarar í þeirra augum og mega margir hverjir lepja dauðann úr skel.

Íslenska þjóðfylkingin mótmælir því að hér á enn frekar að opna landamærin upp á gátt og flokkurinn heitir því að gera ótímabundið hlé á móttöku flótta­manna og hælis­leitenda til landsins og herða lög í þessum málaflokki, meðal annars með því að taka upp svo kallaða 48 tíma reglu sem gefist hefur vel í Noregi.

Flokkurinn bendir á að stjórnmálamenn virðast algjörlega hafa misst tökin á ástandinu í ljósi þess að kostnaður á ári við hælisleitendur sem búa á hótelum, á kostnað skattgreiðenda, er um 800 milljónir á ári og er þá annar kostnaður ótalinn. Á sama tíma segja ráðmenn að ekki sé til fé til þess að endurnýja skanna á Landspítalanum fyrir svipaða upphæð og þeir eru þó tilbúnir til að eyða í hælisleitendur á hótelum. Á sama tíma berast okkur fréttir af því að á biðlista í Reykjavík eftir félagslegu húsnæði séu 900 Íslendingar. 

Íslenska þjóðfylkingin krefst þess að sameiginlegu sjóðum okkar allra sé varið til þess að útvega Íslendingum sem þess þurfa húsaskjól og aðra mannúðar­aðstoð svo sem læknisþjónustu og þess háttar.

Helgi Helgason.


mbl.is „Hér munum við ekki trumpast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband