Stjórnleysið í Stjórnarráðinu er orsök hælisleitendaflóðsins

Hælisleitendur hingað til lands voru 1132 árið 2016, en 354 árið á undan. Frá Makedóníu komu 467 (sautjánföldun frá 2015) og Albaníu 231 (rúm­lega tvö­föld­un frá 2015). Þessari opinberu tölur (birtar í Rúv. á hádegi) sýna, að það sér vart högg á vatni þótt heild­ar­fjöld­i hæl­is­leit­enda, sem flutt­ir verða úr landi í janú­ar, verði í kring­um 100 manns (skv. viðtengdri frétt).

Lítil öfgasamtök, No Borders, geta æst sig yfir því, að flogið var með 41 hæl­is­leit­anda frá Íslandi til Makedón­íu í gær og síðar með a.m.k. tvo aðra hópa til þessara nefndu landa, en það er ekki nokkur ástæða til þess að gefa þessu farandfólki sjálfdæmi um það að gerast hér þiggjendur opinberrar aðstoðar.

Stjórnleysið í Stjórnarráðinu á þessu sviði sætir nú þegar mikilli gagnrýni einstakra sjálfstæðismanna, s.s. Halldórs Jónssonar verkfræðings og Ívars Pálssonar viðskiptafræðings, en einnig Björns Bjarnasonar, fyrrv. dóms- og menntamálaráðherra.

Útlendingastofnun hefur hvorki mannafla, fjárráð né sérfræðiþekkingu til að kanna hvert tilfelli rækilega, sem hér um ræðir. Það á að nægja henni að beita Dyflinnarreglugerðinni og gera það innan 48 klukkustunda, eins og Norðmenn gera og eins og Íslenska þjóðfylkingin leggur áherzlu á í grunnstefnu sinni.

Að sólunda milljörðum í gistipláss og uppihald í a.m.k. 8 mánuði að meðal­tali fyrir á annað þúsund manns, sem eiga í raun engan rétt á landvist hér og fríðindum, er augljóst dæmi um slappa frammi­stöðu stjórnvalda. Gott og vel, þau bjóða þá upp á, að önnur stefna taki við, þegar nógu margir kjósendur hafa sannfærzt um, að það gengur ekki lengur, að Ísland sé haft eins og stjórnlaust rekald, sem þennan daginn verður að lúta sjálfræðis­tilburðum aðvífandi útlend­ingahópa úr löndum múslima og hinn daginn stjórnsemi lítils, en háværs minni­hlutahóps sem talar í andstöðu við stjórnarskrá landsins.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Hundrað hælisleitendur úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband