Reynsla fólks og yfirsýn vegur þungt í fullveldis­málum - En geta þrír flokkar teflt þeim í tvísýnu?

Þetta mun hafa sín áhrif í næstu kosn­ingum: að í haust var kjörsókn minnst meðal kjós­enda 20-24 ára, 65,7%, en mest hjá kjós­end­um 65-69 ára, 90,2%.

Þeir reynslu­miklu, sem lengst hafa unnað sjálf­stæði landsins, hafa þeim mun meiri ástæðu til að kjósa Ís­lensku þjóð­fylk­ing­una. Og hér skulu menn minntir á, að þetta er sá flokkur landsins, sem ein­arð­legast stendur gegn því, að Ísland verði innlimað í Evrópusambandið. Miklar efasemdir verður að hafa um það, hvort þeim þremur flokkum, sem nú sitja að stjórnar­myndunar­viðræðum, sé treystandi fyrir sjálfstæði Íslands gagnvart hinu volduga og ágenga Evrópu­sambandi. Tveir þeirra flokka, "Viðreisn" og "Björt framtíð", eru báðir beinlínis flokkar ESB-innlimunar­sinna! Sá þriðji, Sjálfstæðisflokkurinn, hefur ítrekað brugðizt sínum eigin landsfundum í sjálfstæðismálum (Icesave-málinu og að segja upp Össurarumsókninni um inngöngu í ESB; sá sami Össur fekk rauða spjaldið 29. okt. sl., en enn trássast Bjarni Benediktsson við að fylgja stefnu­mótun eigin flokks; greini­lega þarf að fylgjast með atferli hans á næstunni).

Við í Þjóðfylkingunni höfnum ennfremur hinum alls óþarfa Schengen-samningi, viljum njóta hér óskoraðs fullveldis yfir okkar landa­mærum, innflytjenda- og aðlögunarstefnu. Í því sambandi vörum við líka við hinum slapplegu ákvæðum nýrra útlendinga­laga, sem taka hér gildi eftir aðeins fjóra daga!

Þá er úrsögn úr EES einnig á stefnuskrá Íslensku þjóð­fylk­ingarinnar, en í staðinn lögð áherzla á tvíhliða fríverzl­unar- og viðskipta­samninga.

Jón Valur Jensson, meðlimur í flokksstjórn ÍÞ.


mbl.is 65,7% kjörsókn hjá 20-24 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband