Skemmdarverk gegn framboði Íslensku þjóðfylkingarinnar blasir við

Án efa er það rétt að unnið hafi verið skaðræðisverk gegn ÍÞ með því að m.a. odda­menn tveggja kjör­dæma drógu fram­boð sitt til baka. Meðmæl­enda­listar komu ekki allir fram til skrif­stofu flokksins, enda höfðu a.m.k. tvær konur í þessum hópi hótað því beinlínis.

Hlutur hins lítt virka Gústafs kann að hafa verið annar, ekki svo að skilja að hann hafi verið óvirkur í þessu samsæri, heldur hafði hann vanrækt bæði fyrirheitin skrif sín fyrir flokkinn í fríi á Spáni nokkrar vikur nýlega og mun lítt hafa safnað meðmælendum.

En belgingur tveggja kvenna vegna undirskriftalista þeirra (þótt margir aðrir hafi komið að þeim verkefnum og sumir af mikilli elju) virðist hafa ýtt undir árásarhvöt þeirra gegn framkvæmdastjórn flokksins, og hefur önnur þeirra gersamlega misst taumhald á ímyndunarafli sínu á því sviði og reynir á Facebók að fá aðra til að trúa jafnvel fráleitasta óhróðri. Andmæli henni einhver, er við­komandi gjarnan upp­teiknaður sem hand­bendi formannsins, jafnvel bein­lín­is á launum hjá honum! Hefur undirritaður t.d. fengið slíka skapofsaárás frá við­kom­andi á minni eigin Facebók, og er það í takti við, að formann og ritara ÍÞ kallar hún "glæpagengi", vitaskuld án minnsta snefils af sönnunum.

Það er á slíkum stundum sem maður leiðir hugann að því að slíta Facebókar-vináttu við viðkomandi fólk, og það varð undirritaður að gera rétt í þessu, þegar 3. persónan, sem áður var virk í Þjóðfylkingunni, hafði á Facebók minni misnotað hana til ekki aðeins argasta persónuníðs gegn forystu flokksins, heldur og hvatt eindregið til þess "að flokkurinn fái engin atkvæði" og að það sé það, sem gamlir stuðningsmenn flokksins eigi nú að "tryggja"! Hér var því eðlilega komið að þolmörkum hjá undirrituðum, enda myndi svona framkoma ekki líðast innan neins annars flokks.

Meðmælendalistarnir eru nú í brennidepli, rætt er um umboðssvik í sambandi við skil þeirra hér á suðvesturhorninu -- að skemmdarverkamenn hafi ekki skilað þeim til skrifstofu flokksins né til yfirkjörstjórnar, heldur haldið þeim vísvitandi eftir. Þetta mun nú reynt að fá á hreint, bæði með kæru til lögreglu og frestun á afgreiðslu málsins til kl. 14 í dag hjá yfirkjörstjórn í Kraganum, Suðvesturkjördæmi.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Þjóðfylkingin kærir stuld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jón Valur þú verður að viðurkenna að þið gátu ekki safna meðmælur vegna þess  að íslenska þjóðin er búin að æla ykkur út og vill ekki hafa svona rasistar . IÞ er samansafn hatarar sem hef ekkert annað á stefnuskrá sín og flestir hér á landi eru gótt, fordómalaust og miskunarsamt fólk sem hef ekkert samleið með ykkur.. 

Salmann Tamimi (IP-tala skráð) 17.10.2016 kl. 15:38

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

"ÍÞ fordæmir allt kynþátta- og útlendingahatur," segir í samÞykktum flokksstjórnar Íslensku þjóðfylkingarinnar. En er Salmann þessi laus við kynþáttahatur á Gyðingum?

Og svo er það spurning um "miskunnsemi" hans: Birtist hún í því, að einn manna er hann yfirlýstur fylgjandi handarhöggi þjófa?

Salmann, ertu fylgjandi fyrirmælum Kóransins, í súru 5, versi 38, þannig á ensku: 

As to the thief,

Male or female,

Cut off his or her hand:

A punishment by way

Of example, from God,

For their crime:

And God is Exalted in Power.

   

(The Gorious Kur'an [The Holy Qur-an], translation by Abdallah Yousuf Ali)

    

Jón Valur Jensson, 17.10.2016 kl. 17:10

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þar fyrir utan safnaðist fullur fjöldi frambjóðenda ÍÞ í fimm af sex kjördæmum landsins (116 manns) og undirskriftir langt yfir 2.000 meðmælenda, alls yfir fjórfaldur fjöldi Félags múslima á Íslandi, sem af einhverjum undarlegum ástæðum hefur Salmann Tamimi enn sem sinn formann!

En að skemmdarverkamönnum tókst m.a. með óhróðursherferð innan flokksins að fæla allmarga frambjóðendur í Reykjavík frá sínu undirskrifaða framboði og stinga undan öðrum slíkum staðfestum framboðum, er trúlega sakamál sem fjallað verður um fyrir rétti.

Jón Valur Jensson, 17.10.2016 kl. 17:21

4 identicon

Framboðslisti Norðvesturkjördæmis fyrir XE.

http://landmitt.blogspot.se/2016/10/fyrsti-maur-lista-norvesturkjordmis.html

Baldur Bjarnason (IP-tala skráð) 18.10.2016 kl. 10:30

5 identicon

Framboðslisti Suðurkjördæmis fyrir XE.

http://landmitt.blogspot.se/2016/10/fyrsti-maur-lista-suurkjordmis-fyrir-xe.html

Baldur Bjarnason (IP-tala skráð) 18.10.2016 kl. 10:31

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér, Baldur! Baráttan heldur áfram! ☺

Jón Valur Jensson, 18.10.2016 kl. 10:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband