Íslenska þjóðfylkingin stendur með sjómanna­fjölskyldum og strandbyggðum landsins

Stefna okkar er "endurskoðun fisk­veiði­stjórn­unar frá grunni og frelsi í sjávar­útvegsmálum. Stór­aukið frelsi í strand­veiðum. Fisk­veiði­auðlindin verði sameign þjóðarinnar skv. stjórn­arskrá. Erlent eignarhald verði afnumið í sjávarútvegi." – Stóraukna frelsið til strandveiða merkir í raun margföldun á veiðiheimildum á bolfisk og sömuleiðis kvótalausar makrílveiðar.

 

Þá er okkar stefna líka 6% skattafsláttur af tekjum sjómanna. Sumir hafa mælt gegn sjómanna-afslætti sem "mismunun", sem ekki sé þörf á fyrir stétt sem hafi tiltölulega góðar tekjur. Þar á móti kemur, að nánast engin umræða er um að hátekjumenn í öðrum stéttum eru bæði með ofurbónusa og önnur fríðindi ofan á laun sín og setjast ekki til vinnu eftir ráðningu sína fyrr en þeir hafa tryggt sér (oft) milljónatuga-starfslokasamninga!

En enginn þarf að öfunda sjómenn, þeir leggja mikið til samfélagsins án þess að nýta samfélags­þjónustu í sama mæli og aðrir, þeir eru langtímum saman fjarri fjölskyldum sínum, vinna gjarnan 12 tíma eða lengur á dag, eru með styttri starfsævi en aðrir og meiri slysatíðni. Áhætta þeirra og framlag til þjóðlífsins verðskuldar viðurkenningu.

Þar að auki er gróði af smáútgerð jákvæður kostur, ekki löstur. Hann smyr samfélög strand­byggðanna með aukinni veltu, útsvörum og öðrum gjöldum, og það er einungis jákvætt ef efnahagur sjómanna hjálpar þeim ekki aðeins til að borga hratt niður skuldir á dýrum bátum sínum og þeim tæknibúnaði, sem þar er þörf á, heldur líka til að geta með tím­anum hjálpað börnum sínum að kaupa sér sjálf bát til útgerðar. Þá verður mun líflegra að líta til athafnalífs við hafnir landsins: dæmið snýst við, og aflaheim­ildirnar hætta að streyma þaðan til vellríkra fákeppnis­útgerða, en haldast og aukast hjá fólkinu sjálfu, með veiði­aðferðum sem aldrei geta skemmt sjávarbotninn eða gengið á fiskistofna landsins.

 

Vefsíður ÍÞ: x-e.is – thjodfylking.is – stefnuskrá: http://www.thjodfylking.is/stefnan – thjodfylking.blog.is – https://www.facebook.com/groups/447238292142338


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband