Baráttusöngur Íslensku þjóðfylkingarinnar? Nei, án efa ekki!

En þetta lag vildi ágætur, sunnlenzkur Þjóðfylkingarmaður, Reynir Heiðarsson, að yrði baráttulag ÍÞ. Hvert er álit áhorfenda, hlustenda?

Vitaskuld yrði þó opinber söngur flokksins aldrei nema á íslenzku. Þetta er einfaldlega stuðlag sem samhljómaði líklega með sigri íslenzka landsliðsins yfir Finnum, 3:2, í fyrradag. Í bezta falli gæti þetta lag, í íslenzkum búningi, orðið baráttulag fyrir ungliðadeild flokksins. En þetta var samt meira til gamans gert að sýna hér og sjá hvernig brezk rokksveit lét íslenzka baráttuandann frá ÓL í Frakklandi verða sér að innblæstri til að semja og flytja lag til heiðurs slíkri kappgirni og þeim draumum sem ungir drengir ala í brjósti sér um íþrótta­ástundun sína og hvernig hún megi verða landi þeirra til vegsauka.

Undirritaður hefur þó fengið eindregna ábendingu um, að einum stofnenda flokksins þyki þessi færsla alls ekki við hæfi á bloggsíðunni, flokkurinn sé þjóðfrelsisflokkur sem berjist fyrir fullveldi landsins og að það standi umfram allt utan þess stórveldabandalags, sem kennt er við Brussel. Taki flokkurinn upp einkennissöng, eigi það að vera Öxar við ána eða Ísland er land þitt, sagði hann og hafði þar mikið til síns máls.

RADSPITZ | ICELAND CALL | official Video

ICELAND CALL - the new Song by RADSPITZ. A great Song about will and passion. Love it - Like it - Share it!
 
Um leið og þetta er sett hér á netið viljum við hvetja velvildarmenn flokksins okkar til að taka þátt í undirskriftasöfnun meðmælenda á vegum hans. Hægt er að hafa samband við eftirfarandi aðila:
1) Skrifstofu Íslensku þjóðfylkingarinnar, Dalshrauni 5, Hafnarfirði, sími 789-6223, opin alla daga kl. 14-21.
2) Með netbréfi á netfang flokksins, thjodfylkingin@x-e.is
3) Með pósti: til Íslensku þjóðfylkingarinnar, Dalshrauni 5, 220 Hafnarfirði. 
4) Með símtali til Jóns Vals Jenssonar, 2. á E-lista í Rvk-suður: 616-9070.
 
Hér er hægt að skrá sig í flokkinn (afritið): http://x-e.is/
Hér er stefnuskrá flokksins: http://www.thjodfylking.is/stefnan
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þjóðfylkingin á ekki að skipta sér af boltaleikjum.

Jón Þórhallsson, 8.10.2016 kl. 09:55

2 identicon

Sæl öll

Hluti fjölskyldu minjar eru "virkir víkingar" og mér finnst hræðilegt að það sé verið að tengja þau við þennan flokk

Við styðjum fjölmenningu sem er algjör andstaða við D efni þessa flokks

Svo vil ég benda á að klappið er ekki hluti af okkar sögu,  minnir að það sé það sé keltneskt, að minnsta kosti ekki íslenskt 

Hildur Embla Ragnheiðardóttir (IP-tala skráð) 8.10.2016 kl. 10:25

3 Smámynd: Íslenska þjóðfylkingin

Það er mikið til í því ! laughing

JVJ.

Íslenska þjóðfylkingin, 8.10.2016 kl. 11:37

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sem einn af frumstofendum Íslensku Þjóðfylkingarinnar krefst þess að
þetta fásinna innlegg hér og daður við það að Þjóðfylkingin geri einhvern fótboltasöng Á ENSKU að flokkssöng sínum verði TAFARLAUST FJÁRLÆGT!
Og SKORA á yfirmenn bloggsins að gera það. Þetta er þegar farið að stórskaða ÍMYND flokksins og bara skil ekki í að nokkru manni innan flokksins skuli detta eins andskotans RUGL í hug. Hef þegar rætt þetta við fornann flokksins og hann er sammála mér í þessu. Þjóðlegur stjórnmálaflokkur getur aldrei gert söng á ENSKU sinn flokkssönd, það
hljóta allir heilvita menn að sjá.  

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.10.2016 kl. 13:33

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Ég ENDURTEK KRÖFU MÍNA HÉR til yfirstjórnenda bloggsins. FJARLÆGIÐ ÞETTA OFUR-RUGL  TAFARLAUST!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 8.10.2016 kl. 13:36

6 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Keltnesk þjóðlagamúsik, textinn á ensku, víkingaklappinu stolið...hahahaha...Þvílíkt grín

Haraldur Davíðsson, 8.10.2016 kl. 15:46

7 identicon

Komið þið sæl - Þjóðfylkingarfólk, sem og aðrir lesendur síðu ykkar / sem skrifarar, og aðrir gestir !

Guðmundur Jónas: fornvinur mæti !

Svona - svona, Guðmundur minn, róaðu þig ögn, og mundu jafnframt, að við eigum:: þrátt fyrir að hafa átt við ýmsar ambögur í við Englendinga að kljást í gegnum tíðina, að þá eigum við mun meiri samleið með Engil- Saxneskum frændum okkar, fremur en óútreiknanlegum Skotum og Írum, nágrönnum þeirra, öðrum.

Svo: er nú Enskan ekkert slor mál heldur, Guðmundur Jónas / II. hver maður í veröldinni mælandi, á þá ágætu tungu - ekki satt ?

Var ekki - og er, meining þessa ágæta lagsmanns ykkar, Reynis Heiðars sonar hin bezta, þegar á málin er litið, í heild, Guðmundur Jónas ?

Ætti ekki fremur að vera: ykkar megin keppikefli, að bæta við áherzlur ykkar fylkingar:: afdráttarlausa kröfuna um úrsögn úr NATÓ t.d., verandi með skelminn og illhryssinginn Tyrkenska: Erdogan hinn Múhameðska og innanborðs í NATÓ, til verulegra tjóna, fyrir nú utan hryðjuverka drjólann Barack Obama hinn Bandaríska og Merkel kerlinguna Þýzku, í NATÓ t.d., aukinheldur ?

Þið mynduð rjúka upp í fylgi Guðmundur Jónas - færuð þið eftir þessarri ábendingu minni / sem og, um sjálfsagða úrsögnina úr EFTA ekki síður, fornvinur mæti.

EFTA inngangan: eyðilagði jú, rekstrargrundvöll fjölda íslenzkra fyrirtækja, á 7. og 8. áratugum síðustu aldar - og síðar reyndar, eins og menn muna, sem nenna að minnast þess, að nokkru.

Svo - ekki sé nú talað um, EES og Schengen scandalana í okkar samtíma, einnig !  

Með beztu kveðjum - af Suðurlandi /    

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.10.2016 kl. 16:04

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka þér fyrir þitt álit hér, Óskar, en það er ekki til umræðu að við viljum Ísland úr Norður-Atlantshafsbandalaginu.

Ágæti Guðmundur Jónas, áður en þú settir hér innlegg þín, var ég búinn að lagfæra mikið þessa færslu, og þar er nú alveg augljóst, að við Þjóðfylkingin sýnir því engan áhuga að fá þetta enska lag (sem raunar mun vera flutt af þýzkri hljómsveit, ekki enskri) sem sinn baráttusöng. Hér segir t.d. ofar í færslunni:

"Vitaskuld yrði opinber söngur flokksins aldrei nema á íslenzku ... Í bezta falli gæti þetta lag, í íslenzkum búningi, orðið baráttulag fyrir ungliðadeild flokksins. En þetta var samt meira til gamans gert."

Og eflaust vakti það einhverja athygli (172 gestir hér síðan á miðnætti), en fáir einir hafa mótmælt.

Annars var ég loks núna áðan að koma heim eftir söfnun undirskrifta á tveimur góðum stöðum í bænum síðan í hádeginu, fekk þar 10 meðmælendur og einn nýjan frambjóðanda til að skrifa upp á. Og að taka þátt í þessu er nú það sem er mest knýjandi í flokksstarfinu, þetta gerist ekki af sjálfu sér, og við gætum misst réttinn á uppbótar-þingsætum, ef eitthvert kjördæmið verður ekki fullmannað eða ef tilskilinn fjöldi meðmælenda fæst ekki, þ.e.a.s. 1890 manns að lágmarki til 2.520 manns að hámarki á landsvísu.

Jón Valur Jensson, 8.10.2016 kl. 16:47

9 identicon

Komið þið sæl - á ný !

Jón Valur !

Í fullri alvöru mætti / og á að spyrja: hvað réttlæti áframhald NATÓ tilverunnar, svona yfirleitt ?

Eða - hverjum hentaði það, að NATÓ héldi áfram sinni starfsemi, þegar Varsjárbandalagið lagði loksins upp laupana, á síðasta áratug 20. aldar ?

Þér að segja Jón Valur: skil ég ekki þrákelkni þína / fremur en Kalda stríðs jálkanna, Björns Bjarnasonar og Styrmis Gunnarssonar t.d., að vilja viðhalda þessum óskapnaði (NATÓ), sem er að kynda undir frekari átökum Vesturlanda gagnvart Rússlandi, í Úkraínu - sem og í Suðaustur- Asíu (á Kína hafi, m.a.), þessi misserin / sem undangengin.

NATÓ er - eitt þeirra Skrímzla 20. aldarinnar, sem hefði átt að fara sína leið, líkt Sovétríkjunum og þeim óþverra sem þeim fylgdi alla tíð, fjölfræðingur góður.

Ígrundaðu vel: þessi orð mín Jón Valur - til hinnar lengri framtíðar litið, og hvað í húfi er, fyrir veröldina, í öllum skilningi.

Með þeim sömu kveðjum - sem seinustu, litlum þó: til Haraldar Davíðssonar, og annarra ámóta grínista /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 8.10.2016 kl. 17:04

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það meinti ég nú þótt ég hafi hugsað hann opinberan á íslensku.En fannst óþarfi að gera veður út af þvi sem þegar er gert og sýnt hér. Ég var búin að ráðleggja þeim sem alls ekki vildu kjósa 4,flokkinn með E,en væri ég svona uppstökkur eins og Guðmundur og væri ungur karl,væri ég búin að gera meiri hávaða heldur en nokkurn tíma hefur sést hjá Erópusinnum.Kjarkurinn virðist bara vera bak við luktar tölvur,þegar best lætur. Ísland er munaðarlaust........mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 8.10.2016 kl. 23:24

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Svar Hildar Emblu hér birtist seint, ég var ekki að svara því, heldur Jóni Þórhallssyni, með innleggi mínu kl. 11.37.

Jón Valur Jensson, 9.10.2016 kl. 03:08

12 identicon

Komið þið sæl - sem fyrr !

Jón Valur / Gunnlaugur Ingvarsson: sem og aðrir frmmámenn E lista !

Því miður: eruð þið ekkert að skora.

Sandkassa viðbjóður - Gunnars Waage, manns: sem virðist haldinn viðlíka brjálsemi, eins og Jón þumlungur og Prestur á Eyri, á 17. öldinni, hvað ofsóknaræði og hvers kyns skynvillu snertir, fær að vaða uppi með sandakassa sinn punkt com, án þess að þið Þjóðfylkingarmenn segið nokkuð stakt orð, þar um, t.d.

Svona viðlíka: og deyfð ykkar, gagnvart Marx- Lenínízku druzlunni Eyrúnu Eyþórsdóttur hjá Reykjavíkurlögreglu (VG brennimerktri), sem haldinn er álíka ofsóknaræði, sem Gunnar Waage, hinn fyrrum vel metni Tónlistar jöfur og hugsuður: sem í dag telst vera stór- skemmdur af innbyrlingum sínum, um tignun viðbjóðs Múhameðs fals- spámanns og fylgjenda hans, eins og ömurleg vefsíða Gunnars gefur til kynna, upp á hvern einasta dag.

Og meira að segja - hin mistæka, og 1/2 opinbera útvarpsstöð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar og vina þeirra:: Útvarp Saga, fær vart varist kárínum og innihaldslausu raupi og þvaðri Gunnars Waage, aukinheldur.

Hvað er að: í ykkar ranni piltar, að hafa ekki þrótt til, að svara Gunnari og stagli hans, ykkur til minnkunar / sem mörgum öðrum, svo sem ?

Í hverju - liggur ykkar tromp, til aukins alvörufylgis, við Íslenzku þjóðfylkinguna, sem dygði til, að verða tekin alvarlega, þ.e., málafylgja ykkar ?

Með þeim sömu kveðjum - sem öðrum, og áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.10.2016 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband