Illa fer Sjöflokkurinn að ráði sínu með enn frekari útvíkkun Útlendingalaganna!

Aulaháttur alþingis­manna ríður ekki við ein­teym­ing: að ætla í dag að búa til sér­stakar undan­tekn­ingar frá lögum eins og gert var í frá­leitu Albana-dæm­inu, sem stór­jók hing­að flóð hælis­leit­enda, múslima bæði það­an og frá Make­dóníu.

Það er strax ljóst af hádegis­fréttum Rúv og Mbl.is-frétt, við­tengdri, að þessi nýja smuga verður notuð til að hleypa hingað miklu fleiri barna­fjölskyldum. Þetta er nefnilega ekki spurning um einstök börn, sem auðvelt er að fá við­kvæma til að vorkenna, heldur um allar fjölskyldur þeirra.

Undirritaður átti eftirfarandi innlegg á Facebókar­síðu Píratans Smára McCarthy í gærkvöldi:

"Af hverju talið þið alltaf um BÖRN, þegar þið eigið við erlendar BARNAFJÖLSKYLDUR?

Eða er það kannski ætlun ykkar að kljúfa börnin frá foreldrum sínum?

Ef ekki, verið þá hreinskilnir og viðurkennið, að oftast er þarna um margfalt fleiri en eitt barn að ræða í hverju tilviki.

Þið ætlið sem sé að taka við öllum barnafjölskyldum, hve stórar sem þær eru og jafnvel þótt engin bein neyð búi að baki.

En þið eigið ekki vasa skattborgaranna og ættuð fyrst og fremst að hugsa um að bjarga bágstöddum Íslendingum, t.d. tjaldbúum!

Sú frumskylda yfirvalda kemur skýrt fram í 76. gr. stjórnarskrárinnar,* sem nær EKKI til alls heimsins, heldur íslenzkra ríkisborgara."

http://www.althingi.is/lagas/136a/1944033.html

Þegar Íslenska þjóðfylkingin fær fulltrúa á Alþingi, mun strax verða lagt til, að þetta nýja undantekningaákvæði verði fellt burt úr lögum og Útlendingalögin róttækt endurskoðuð alveg niður í kjölinn.
 
Jón Valur Jensson.

mbl.is Sækja um endurupptöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband