Brezkur almenningur vill fleiri vopnaða lögreglumenn á göturnar

Enn eitt hryðjuverk var framið í London í gær. 29 særðust, en hefðu flest­allir farizt, ef sprengjan hefði sprung­ið til fulls. Þó­nokkr­ar til­raunir til fleiri hryðju­verka hafa verið gerðar á ár­inu, en afstýrt af lögreglu, auk þeirra sem "heppn­uðust" að ósk öfga-islamista í Bretlandi, með 34 manna dauðsföllum. Almenn­ingur stendur með stjórn­völdum og vill að lögreglan í götu­eftirliti og við lestar­stöðvar og sérstakar fjölda­samkomur sé vopnuð. Ennfremur var virkjuð áætlun, Temperer, sem felur í sér þátttöku hermanna.

Meintur tilræðismaður, 18 ára karlmaður, hefur nú verið handtekinn. "Ríki islams" lýsti yfir ábyrgð á glæpnum. (Byggt á Rúv.is, Mbl.is, http://www.bbc.com/news/uk-41292528)

Jón Valur Jensson.


mbl.is Maður handtekinn í tengslum við hryðjuverkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. september 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband