Er jafnvel Merkel farin að átta sig á mistökum sínum?

Það er undarlega öfugsnúið að segjast vera of­sóttur eða búa við óbæri­legt stríðs­ástand í ættar­landi sínu, sækja því um og fá hæli hjá þýzkum eða sænskum góð­menn­um, en kjósa svo helzt að fara í sumar­frí til gamla, vonda landsins!

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.

Angela Merkel er alveg hissa á þessu, en við umhugsun áttar hún sig á því, að "það gangi ekki upp að fara í leyfi til landsins þar sem viðkomandi segðist vera ofsóttur. Það gæti orðið til þess að hæl­is­um­sókn­in yrði end­ur­skoðuð" (Mbl.is).

Þó það nú væri! En hugsanlega eru þessir hælis­leitendur ekki allir að spóka sig í fríinu, heldur sumir hverjir að hitta gamla baráttu­félaga og fá jafnvel hjá þeim leiðsögn og fyrirskipanir um baráttuna í nýja landinu. Það sama gerðu nokkrir helztu íslenzku kommúnistarnir, að sækja sér línuna til Moskvu, og hví skyldu fylgismenn hryðjuverkasamtaka ekki gera það sama? Gæfumunurinn á þessu tvennu er þó sá, að barátta kommúnistanna hér á landi var ekki komin á sama ofbeldisstig og hjá ISIS-samtökunum sem hreykja sér af því þegar þau valda sem mannskæðustum hryðjuverkaárásum.

En prestsdóttirin úr Austur-Þýzkalandi er kannski byrjuð að skilja það í smá­skömmtum, þrátt fyrir önnur og stærilátari orð hennar í fyrradag, að iðulega hefði hún mátt hugsa sig tvisvar um, áður en hún tók stórtækar ákvarðanir um að opna land sitt fyrir milljón flóttamönnum nánast á einu bretti. En það er einnig í fréttum, að tugir þúsunda Sýrlendinga eru nú á heimleið, einkum frá Tyrk­landi, en "yfir 40 þúsund Sýr­lend­ing­ar hafa farið yfir landa­mær­in síðan það varð leyfi­legt 15. ág­úst, en um fjög­ur þúsund fara þangað yfir á hverj­um degi."

Og þá er spurning hvað gerist í Þýzkalandi. Þar fara fram þingkosningar á næstunni og búizt við að rótttæku samtökin AfD auki þá fylgi sitt. Allt getur hins vegar gerzt með Kristilega demókrata, sem voru í lægð um áramótin í skoð­ana­könn­unum, en hafa nokkuð bætt við fylgi síðan, en greinilega hefur Merkel talað út og suður um málin síðan og er kannski fyrst og fremst að hugsa um að halda sjálfri sér og flokkn­um á floti, en það er mikil og vanþakklát púlsvinna.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Fari ekki í frí til heimalandsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband