Frönsk linkind sem engu mun skila nema enn frekari óstjórn

Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti hef­ur beðið innan­ríkis­ráðherra sinn, Ger­ard Collomb, "að flýta af­greiðslu hæl­is­um­sókna þannig að yf­ir­völd geti svarað því á inn­an við hálfu ári hverj­ir fái hæli og hverj­ir verði send­ir úr landi."

Þetta er allsendis fráleit "lausn". Á meðan heldur hælis­leit­endum áfram að fjölga og öryggi Vestur­landa að minnka, fyrir utan hvernig velferðar­kerfið er að bresta undan þunganum.

Norðmönnum tekst að koma ólöglegum hælis­leitendum úr landi á tveimur sólarhringum. Einn fárra vakandi sjálfstæðis­manna, Björn Bjarnason, fyrrv. menntamála- og dómsmála­ráðherra, hefur haldið uppi gagnrýni á framkvæmd þessara mála hér á landi og knúð á um að bætt verði úr án tafar. Það eigi ekki að vera okkur ofviða að afgreiða á einni viku þessi mál, sem Norðmönnum nægja 2-3 sólarhringar til að leysa.

En Macron lætur sér nægja hálft ár! Og minnihlutastjórnin íslenzka ræður ekki við þetta á skemmri tíma en allt að einu ári!

En þessi er stefna Íslensku þjóðfylkingarinnar: ÍÞ vill herta innflytjenda­löggjöf og innleiða 48 tíma regluna í málefnum hælisleitenda. Það er ekkert vit í öðru en að setja þá fjármuni, sem til þarf, í lausn þessa vandamáls. Eftir að það hefur verið gert af krafti á einum til tveimur mánuðum, verður eftir­leikurinn auðveldur, og afgreiðslan þarf ekki að taka meira en tvo sólar­hringa. Vilji er allt sem þarf!

Á Útvarpi Sögu er dr. Ólafur Ísleifsson hagfræðingur í ágætu viðtali, þegar þessi orð eru rituð, og hvetur þar til þess, að yfirvöld hér láti senda menn til Noregs til að kynna sér, hvernig Norðmenn leysi þessi verkefni. Það er góð tillaga.

Jón Valur Jensson.


mbl.is Ráku þúsundir hælisleitenda á brott
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband