Víkingasveitin kölluð út vegna hnífabardaga hælisleitenda á Ásbrú

Víkurfréttir og DV segja frá:

Víkingasveitin var kölluð út til að aðstoða lögregluna á Suðurnesjum rétt fyrir miðnætti 29. júlí.

Á vef Víkur­frétta er greint frá því að átök hafi átt sér stað á gistiheimili á Ásbrú. Gistiheimilið er á vegum Útlendingastofnunar.

Í frétt Víkurfrétta kemur fram að vopn hafi verið notuð og voru þeir sem tóku þátt í átökunum vopnaðir hnífum. Þá var óskað eftir sjúkrabifreið á staðinn.

Þessu taka menn ekki vel á Facebók og DV-vefnum, margir taka sterkt til orða. 

En er það ekki orðið dæmigert um ástandið, að þörf sé á íslenzkum víkingum til að stöðva uppivöðslusama suðræna flakkara sem sýna með þessum hætti þakklætið fyrir að vera haldið hér uppi í munaðarlífi á kostnað skattgreiðenda?

Jónas Þór Jóhannsson spyr: "Er þessi ríkisstjórn ófær um að taka á þessu vandamáli?"

Guðlaugur Ævar Hilmarsson svarar: "Þorir ekki að rugga bátnum. Er með 1 yfir á Alþingi. Ef hann stoppar þennan ósóma, fara Óttarr Proppé og Svört framtíð í fýlu." Tekur einnig fram, að aldrei hafi hann kosið Svarta framtíð, og bendir á þennan fréttartengil:  http://www.mbl.is/frettir/kosning/2016/09/17/vilja_ad_islendingar_verdi_800_thusund/

Arnar Styr Börnsson ritar: "Væri ekki betra að nefna gistiheimilið Valhöll?"

Halldór Karelsson: "Ótrúleg stjórnartök hjá þessari vanhæfu ríkisstjórn."

Jón Valur Jensson.


Bloggfærslur 30. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband