Áhyggjur Suðurnesjamanna vegna hælis­leitenda eru ástæðan fyrir stöðugu sam­bandi við Útlend­inga­stofn­un vegna málsins

Frétt í Mbl. og á Mbl.is staðfestir það sem ritað var hér í gær um rán hælis­leit­enda á reiðhjólum í Reykjanesbæ. For­maður bæj­ar­ráðs segir ólgu hafa magn­azt upp á sam­fé­lags­miðlum vegna málsins. Lög­regl­unni berast all­marg­ar kvart­an­ir varðandi hæl­is­leit­end­ur á Ásbrú, staðfest­ir lög­reglu­stjór­inn á Suður­nesj­um, Ólaf­ur Helgi Kjart­ans­son.

Sú ákvörðun Útlend­inga­stofn­un­ar að fara upp á Ásbrú [með fjölgun hælis­leit­enda þar] er ennfremur, að sögn Friðjóns Ein­ars­son­ar, for­manns bæj­ar­ráðs Reykja­nes­bæj­ar, "gegn okk­ar ósk­um. Við höf­um eng­in af­skipti af þess­um hópi, annað en það að við erum í stöðugu sam­bandi við Útlend­inga­stofn­un vegna þess að við höf­um áhyggj­ur af þessu,“ seg­ir Friðjón.

Hann segir mik­la umræðu hafa verið á Face­book-síðu sem nefn­ist „Reykja­nes­bær – Ger­um góðan bæ betri“ 

en þar hafa íbú­ar verið að tjá sig um þjófnað og hegðan sem ekki sam­rým­ist því sem Íslend­ing­ar eru van­ir. „Þessi umræða hef­ur ekki farið fram­hjá bæn­um. Við erum hins veg­ar ekki að fá mikið af bein­um kvört­un­um til okk­ar held­ur finn­um við fyr­ir þess­ari ólgu sem magn­ast upp á sam­fé­lags­miðlum,“ seg­ir Friðjón. (Mbl.is)

Íslenska þjóðfylkingin hefur lausnina á þessu máli: að hælisleitendum frá löndum, þar sem ekki er stríðsástand, verði tafarlaust vísað úr landi, innan tveggja sólarhringa. Þetta geta Norðmenn, og þetta getum við. Vandinn er sá einn, að við erum með nefbeinslausa menn í stöðum ráðamanna!

Jón Valur Jensson.


mbl.is Kvarta undan þjófnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband