Nú skal reynt að blekkja landann til að mjólkurkýr Engeyjarættarinnar þrífist sem best, eins og púkinn á fjósbitanum

Íslenska þjóðfylkingin hafnar alfarið arfavitlausum tillögum sem komu eru fram frá efnahags- og fjármálaráðuneytinu.  

Í fyrsta lagi er hvergi minnst á ríkið, ríkissjóð og framgang Alþingis sem og ríkisstjórna þegar kemur að kennitöluflakki. Ætli það séu ekki meiri fjármunir sem þessir gæðingar stinga undan með aðstoð fjármálakerfisins? Tökum til dæmis fyrirtækin sem breytt var um kennitölu á í hruninu og fengu afskrifaða milljarða. Bankana sem fengu nýjar kennitölur og var gefið veiðileyfi í boði alþingismanna á hinn almenna borgara. 900 fjölskyldur misstu heimili sín, eða ef við reiknum með að í hverri fjölskyldu séu fjórir fjölskyldumeðlimir, þá erum við að tala um 3600 einstaklinga, auk áþjánar á tengda vini og ættingja. Millj­arða tilfærslur á Keflavíkurflugvelli og svo mætti lengi telja. Hversu margir verktakar, verslanir, sem og fólk sem stundaði almennan rekstur, þurftu að axla ábyrgð vegna misvitra embættismanna?

Þarna tala þessir menn digurbarkalega um verktakabransann. Ekki var hætt að skipta við stóru verktakafyrirtækin, t.d. Ístak, ÍAV eða aðra stórtæka bygging­ar­verktaka þó svo að þeir fengju nýjar kennitölur. En skýrt var tekið fram í útboðsgögnum að menn þyrftu að hafa hreinar kennitölur í að minnsta kosti 2 til 3 ár og eiginfjárstöðu jákvæða. Þessi atriði voru aðeins látin gilda um lítil og meðalstór fyrirtæki.  

Að koma í veg fyrir að menn noti peninga í stað korta er galin hugmynd og einungis ætluð til að fita Engeyjarpúkana sem og önnur kortafyrirtæki. Hér ætti frekar að banna að taka við greiðslum sem eru innan við 1000 kr. vegna umsýslugjaldsins þó við séum ekki að mæla með slíku. Hvernig almenningur hagar sínum fjármálum á hvorki að vera miðstýrt af hinu opinbera né á það að hafa nokkrar letjandi tillögur til að stýra slíku.

Íslenska þjóðfylkingin telur að fjármála­ráðuneytið ætti frekar að taka til heima hjá sér og styrkja lítil og meðalstór fyrirtæki með því að bjóða verkefni sem einungis eru ætluð þeim. Banna ætti stóru fyrirtækjunum að bjóða í slíkar fram­kvæmdir vegna þess að þau hafa notið óeðlilegrar aðstoðar annaðhvort frá hinu opinbera eða bankaelítunni. Þá á hið opinbera að hætta að bjóða út verkefni sem eru tilsniðin fyrir einhver sérstök fyrirtæki eða afhenda þeim þau án útboðs. Þetta á við um fleira en bygg­ingar­geirann. Ég vísa í hann sérstaklega því fjármála­ráðuneytið sá ástæðu til að nefna þá starfsemi. Þetta yrði til þess að leggja grunn að nýrri og öflugri millistétt í landinu sem mun skila þjóðar­búinu margföldum tekjum til baka. Í góðu samfélagi er það millistéttin sem er grunnur þess.

F.h. flokksstjórnar Íslensku þjóðfylkingarinnar,

Guðmundur Karl Þorleifsson formaður.


mbl.is Meira yrði prentað af verðminni seðlum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband