Hættan kemur einnig innanfrá

Mjög góð og mergjuð grein eftir félaga okkar Kjartan Örn Kjartansson.

Image result for Kjart­an Örn Kjart­ans­son Nú hefur þjóðar­örygg­is­ráð verið sett á lagg­irnar. Ég veit ekki um vald­svið þess, en vona að það sé annað og meira en einhver labb-rabb-sam­ráðs­vett­vangur, heldur hafi nægt afl til þess að beita sér með festu þegar nauðsyn krefur og ætli sér að gera það.

Ég leyfi mér að gera ráð fyrir því að formaður VG sé að öðru leyti hin ágætasta mann­eskja þótt mér líki ekki áherslur hennar í samfélagsmálum, en það er einmitt þeirra vegna sem það vekur umhugsun og áhyggjur að einn æðsti prestur þeirra afla, sem landinu stafar hver mest hætta af á svo mýmörgum sviðum, skuli vera meðlimur ráðsins. Það mætti e.t.v. segja að það ætti frekar að vera eitt af verkefnum slíks ráðs að hafa gætur á slíkum öflum og afleið­ingum gjörða þeirra í stað þess að hafa hugsanlega eins konar fimmtu herdeild þar innanbúðar.

Nýlegt dæmi um óábyrgan hugs­unar­háttinn varðandi öryggi fólks er að for­maður VG fann að því að lögreglan skyldi hafa leyft sér að hafa uppi gæslu á ýmsum útifögnuðum og krafðist þess að lögreglan auglýsti það vandlega fyrir fram hvað hún ætlaði að gera. Hermt er þegar þetta er skrifað að einn þing­maður VG ætli sér að taka málið upp á Alþingi í mótmælaskyni við varkárni lögreglunnar, en slíkt aðgát krefðist „umræðu“ og skoðunar. Þá vaknar hins vegar alvarleg spurning um hvers vegna eða þá hvar í heiminum löggæslan upplýsi hugsanlega glæpamenn um viðbúnað sinn, hvar hún er hverju sinni og með hvaða hætti hún ætlar sér að verjast ógnum þeirra? Eru þetta ekki afar óæskileg pólitísk afskipti af löggæslumálum og þá ómaklegt vantraust á íslensk lögregluyfirvöld, sem hafa skyldum gagnvart almenningi að gegna? Vill VG frekar láta allt reka á reiðanum og það verkast sem verkast vill?

Þetta er af sama meiði og það að vilja hafa landamæri Íslands opin fyrir öllum sama hvað það kostar í peningum eða öðru eða hvaða afleiðingar það hafi. VG & Co. eru t.d. andvíg því að snúa þeim tafalaust við sem að eru allt í einu vegabréfalausir við komuna til landsins, en þeir hinir sömu hafa varla komist um borð í flutningsför sín án vegabréfs. Þetta fólk er andsnúið því að gera bakgrunnsgreiningu á landleitarfólki áður en því er veitt landvistarleyfi til skemmri eða lengri tíma eða þá að banna frávísuðum endurkomu til landsins og gera þá að persona non grata sem ætti auðvitað að vera, en það ku hins vegar hafa borið á því að slíkir komi aftur til þess að njóta dvalarinnar og ýmissar frírrar þjónustu á kostnað almennings á meðan verið er að „skoða málið“ mánuðunum saman. Og svo er sumum veittur ríkis­borgara­réttur í flýti með pólitískum þrýstingi nefndra afla og ríkisborgararétturinn þar með felldur að virðingu og gildi og settur niður á einhvers konar tilboð eða útsölu.

Það er ótrúlegt að til er fólk sem vill halda því fram að með því að hafa vopn nálægt sé lögreglan að gera sig og aðra að skotmörkum en ekki að verjast og snýr þar með hlutunum á haus. Ein samlíkingin gæti væri strútfuglinn heimski sem heldur að engin sé hættan á meðan að hann sér hana ekki með hausinn grafinn í sandinn. Hvar annars staðar í veröldinni skyldi slík furðu­hugmynda­fræði vera til? Afneitar þetta fólk því kannske almennt að ofbeldis­glæpir gerist, þrátt fyrir öll dæmin sem sanna annað, eða þá kaldrifjuðum morðum hryðju­verka­kommúnista hér áður fyrr eða jafnvel ógnarverkum og haturs­glæpum múslima sem við hafa tekið og tröllríða heimsbyggðinni? E.t.v. ætti formaður VG og hennar líkir að gefa óupplýstum löndunum í kring um okkur ráðin sín, t.d. að afvopnast og vera ekki að trufla vitfirringuna á forsendum þess að trúfrelsi ríki og að allir eigi að vera góðir við minni máttar eða þá að löndin verði auðvitað að gera sér grein fyrir að morðin eru auðvitað Vesturlöndum og kristni að kenna og því mjög skiljanleg, ekki satt?

Að öllu háði slepptu þótt verðskuldað sé þá þarf vart að minna á að andstaðan við veru Íslands í NATO hefur jafnframt verið eitt helsta baráttumál íslenskra sósíalista og markmiðið ætíð að gera landið varnarlaust, enda séu þeir svo fjarska miklir friðarsinnar. Þetta fólk vill engan lærdóm draga af mannkyns­sögunni gamalli eða nýrri og það lokar augum og eyrum ef eitthvað fellur ekki að þröngsýni og öfga­hugmynda­fræði þess. Almenningur verður að gera sér betur ljóst hvílík áhætta það er að treysta félagshyggju­öflunum svoköll­uðu fyrir þjóðaröryggi okkar, frelsi, lífi og limum.

Kjartan Örn Kjartansson.

Höfundur er öryrki og eldri borgari.


mbl.is Vill sem minnstan vopnaburð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband