Gripið verður til æ betri varnarkerfa gegn óvinum þjóðfélagsins

Ánægjuleg er sú tækniframför sem þýzka lögreglan er nú að koma í gagnið: and­lits­grein­ing á lest­ar­stöðvum "í því skyni að hjálpa lög­reglu að finna hryðju­verka­menn."

Thom­as de Maizi­ere inn­an­rík­is­ráðherra sagði að tækn­in verði prófuð á sjálf­boðaliðum á Su­ed­kr­euz-stöðinni í Berlín og að gef­ist til­raun­in vel verði hún inn­leidd á fleiri lest­ar­stöðvum. 

„Við höf­um nú þegar mynd­bands­eft­ir­lit á lest­ar­stöðvum. En við höf­um ekki getað sett mynd af hryðju­verka­manni í kerfi sem læt­ur okk­ur vita þegar hann kem­ur í mynd,“ sagði Maizi­ere í viðtali við dag­blaðið Tagespieg­el. „Reyn­ist tækn­in áreiðan­leg ætti hún líka að vera notuð til að finna ann­ars kon­ar glæpa­menn.“ (Mbl.is)

Þannig reynist sókn alþjóðlegra glæpamanna gegn almenningi verða til þess með eins konar pendúls-áhrifum, að gripið verði til æ betri varnarkerfa.

Sam­kvæmt frétta­skýr­ingu Tagespieg­el er ekki lík­legt að nýja kerfið verði fyr­ir laga­legri mót­stöðu vegna þess að það yrði aðeins notað til að finna þá sem liggja und­ir grun. Þannig bryti það ekki á rétt­ind­um þeirra sem koma rann­sókn­inni ekki við. 

Hér á Íslandi þurfum við að gæta þess, að meint persónuvernd verði ekki látin ganga fyrir öryggi almennings.

Nýjasta stóra hryðjuverkið í Þýska­landi var mann­skæð árás á jóla­markaði í Berlín árið 2016 þegar maður frá Tún­is keyrði flutn­inga­bíl á mann­fjölda og drap tólf manns.

JVJ.


mbl.is Greina andlit á lestarstöðvum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. júní 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband